Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Síða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Síða 9
Skúlagatan frá Ingólfsstræti að gömlu Iðunni, nú Hörpu, er ein- hver sérkennilegasta gata borg- arinnar. Hún hefur tekið mikið af þungavöruflutningum frá höfninni og miðbænum, en er auk þess einhver ákjósanlegasti vegur fyrir borgarbúa til þess að aka um, þegar tækifæri gefst frá önn dagsins að slappa af. Hér er eitthvert bezta útsýni, sem gefst, af malbikaðri braut til eyja, sunda og fjallahrings. Hér er fuglalíf í algleymingi, vegfarend- ur verða jafnvel að aka með nokkurri gát til þess að aka ekki á gráðuga máva, sem eru að gæða sér á dauðum karfa eða öðrum fiski, sem einatt er hér á miðjum vegi, eða forðast, að mávarnir fljúgi á farartækið og beygli þau eða brjóti glugga. Vegna landþrengsla í borginni er þessi gata að mestu leyti upp- fylling út í fjöruborðið, þó ekki lengra út en sem nemur stór- straumsfjöru. Byggingar eru að- eins enn sem komið er á aðra hönd, þ.e. sunnan hennar að und- anskilinni olíustöð BP á Klöpp, sem stendur neðan við Klappar- stíg og Völund. Þetta eru mjög svo ósmekklegar byggingar, sem æpa á umhverfið,ogsamanstanda af gömlum bárujárnshjöllum, olíutönkum og nítýzkulegum skúrbyggingum með yfirlætisleg- um „himni“ yfir benzíndælum. Hinum megin við þessa götu er Fiskifélagshúsið, gamall kunn- ingi, sem lætur lítið yfir sér, steinsteypt hús með litlum glugg- um, en inngöngudyrum til vest- urs og suðurs, eða á hléborða. Næsta hús er 6 hæða höll byggð í Suðurlandastíl og hluti neðstu hæðar súlnagöng. Þessi súlnagöng hafa sennilega (?) sínu hlutverki að gegna. Þar eru bílastæði og þar er inngangur í höllina, marg- ar dyr með stórum vængjahurð- um og hverfihurðum, sem eru e. t. v. réttlætanlegar á Miðjarðar- hafsströndum eða Kaliforníu. Þetta hús er hins vegar stað- sett á gamla Battaríinu með alla sína nýtízkulegu innganga beint VlKINGUR Annar áfangi. ■ á móti norðanáttinni, sem enn í dag lætur til sín taka við og við. Það er því ekki óalgengt fyrir- bæri, að allir þeir mörgu starfs- menn, sem hér vinna, og þá einn- ig viðskiptamenn, lendi í nokkr- um mannraunum við að komast út og inn, því að þegar norðan- áttin nær sér upp er hér sífelld ágjöf og Skúlagatan ófær af þeim sökum. Þá getur bílastæðið undir súlnagöngunum orðið einn sjó- krapaelgur með hæfilegri blöndu af fiskslitrum, sem iðulega liggja eins og fyrir færi á þessari ann- ars skemmtilegu götu. Þá getur líka orðið talsvert slabbsamt að komast út og inn í þessa bygg- ingu fyrir ekki sjóklædda menn. Vissulega hefði verið skemmti- legra, að gamla battaríið hefði fengið að ráða hér ríkjum að ein- hverju leyti og þessari glæsilegu höll fundinn staður í heppilegu umhverfi, en hér er til húsa, m. a. Útvarp Reykjavík o.fl- o.fl. Næst þessari súlnahöll er hin gamla Nýborg, Áfengisverzlun ríkisins, sem lengi er búin að vera aðalútsala þessar mjólkur- kýr landsins. Meðan „útsalan" var á þessum stað^ var Skúlagat- an oft ófær vegna örtraðar af bíl- um og „rónum.“ Hinir svokölluðu „rónar,“ sem margir voru ágæt- ismenn, réðu sem sé ríkjum við Nýborg. Þar voru þeir mættir strax og verzlunin var opnuð til þess að innheimta hjá vinum sín- um (en allir yoru vinir þeirra, sem inn í búðina fóru) smáupp- hæð, sem orðið gæti hluti and- virðis eins Svartadauða. Þessir menn höfðu sínar ákveðnu leik- reglur, þannig var vakað yfir því, að borgari, sem eitthvað lét af hendi rakna, þegar hann fór inn, væri ekki rukkaður aftur, þegar hann fór út. Þessi stétt manna er - 3. grein. að mestu leyti útdauð, því að þeir virðast ekki hafa náð fótfestu í hinum nýrri útsölustöðum þessa þjóðþrifafyrirtækis Á.T.V.R. Þá taka við gamlar byggingar, sem eins og Nýborg, ættu fyrir löngu að vera horfnar, og svo Völundur, sem væntanlega held- ur velli á þessum stað. Næst eru hin gömlu fiskverk- unarhús Kveldúlfs, sem nýlega hefur verið breytt í vöruskemmu fyrir Eimskip. Þessi hús eru eins og önnur mannvirki þessagengna heiðursmanns, Thors Jensens, alltaf til sóma hvar sem er. Hins vegar eru þau ákaflega óheppi- leg til þeirra nota, sem þeim er ætlað í dag. 1 fyrsta lagi standa þau öfugu megin við umferðar- æðina og ekkert gert til þess að laga það, og í öðru lagi gætu þau fullnægt miklu meiri þörfum Eimskips, ef staðurinn og undir- staðan væri fullnýtt með 2—3 hæðum ofan á þessar byggingar. Sláturfélag Suðurlands er við þessa götu. Það hefur séð sér hag í að geta varizt norðangarðinum og hefur sína innganga úr lokuðu porti með innkeyrslu frá Lindar- götu. Skúlagatan er eins og fyrr seg- ir ein vinsælasta gatan í bænum fyrir skrifstofu þreyttra borgara til þess að njóta útsýnis og slappa af og ein aðalæð fyrir þungavöru frá og til hafnarinnar. Ennþá er hún strandgata, en hve lengi það verður með sömu landvinninga- og uppfyllingarstefnu má guð vita. Súlnahöll Fiskifélagsins yrði vissulega betur sett, ef þróunin yrði sú, að nýtt land yrði mynd- að framan yið Skúlagötu til þess að forða henni frá ágjöfum. Guðfinnur Þorbjömsson. 189

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.