Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Page 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Page 11
en stærri togarar með meiri mannskap. Með sjálfvirkni og notkun véla við afhausun, að fara innan í, fletja, afbeina, roðfletta og hreinsa fiskinn á vinnuþilfarinu hefur náðst veruleg fækkun skip- verjanna. Öll veiðin er afhausuð og far- ið inn í með tveim þar til gerð- um vélum, sem 3 menn stjórna. Þetta verk þurfti áður 8 menn við. Áður hefur ekki þótt taka því að gera trollbúnaðinn vélrænan, þ.e. við að setja trollið út og taka það inn, því að menn voru ávallt til á þilfari fyrir þetta verk, vegna vinnunnar við fiskinn, sem áður hefur verið handunn- inn. En þegar fækkað hefur verið niður í 3 menn úr 8, varð ekki hjá því komizt að vélræna troll- búnaðinn. Hér er þetta gert á þann hátt, að fjórar litlar vindur eru notaðar í tengslum við eitt 5 trommla spil. Á þennan hátt má komast af með færri menn við trollið. Annar útbúnaður er á skipinu sem sparar menn. Er það tæki, sem hreinsar smábeinin úr fisk- inum og er smíðað inn í flatn- ingsvélina. Jafnvel eftir flatninguna eru enn smá bein í fiskinum, sem fram til þessa hefur orðið að tína úr með höndunum til þess að hægt væri að frysta roðlausan og beinlausan fiskinn. — Til þessa starfs hefur venjulega þurft 12 til 16 menn. Með vélunum er komizt algjörlega hjá að nota þessa menn, svo að útbúnaður skipsins sparar 43 menn — áhöfnin hér er 37 menn í stað 80 manna á venjulega útbúnu verk- smiðjuskipi. Skipið er 224 fet á lengd, það er með 2350 hestafla Mirleesvél og getur verið úti í 55 daga. — Hraði þess er 13,5 sjómílur á klst. Þegar fiskurinn veiðist, er hann tekinn úr trollinu og látinn gegn- um tvær vökvastýrðar lúgur sitt- VlKINGUR Að' ofan sést aftur eftir vinnsluþilfarinu. Aftast sjáum við báðar Baader 188 flökunar- vélarnar, en framan lil eru roðflettingarvélarnar tvær, Baader 47, sem afgreiða fiskinn á færiband. Baader 99, sem flakar stærri fiskinn. Þvotta- og þurrkunarfæriband fyrir flökin. Eftir þvott og þurrkun flytur bandið fiskinn að vélinni, sem mælir og vegur fiskinn í umbúðirnar fyrir frystingu. 191

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.