Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Qupperneq 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Qupperneq 12
hvorumegin aftast á trollþilfar- inu. Neðan við lúgurnar eru lest- ar, sem hvor um sig tekur 7 tonn af fiski. Er í þær látið til skiptis úr öðru hverju hali og rennur fiskurinn í þær eftir þar til gerð- um rennum, og þarna geymist fiskurinn í 4 til 9 klst. áður en hann er tekinn til meðferðar. — Þessi tími, sem fiskurinn er lát- inn bíða, er mjög þýðingarmik- ill liður í framleiðslunni. En fisk- urinn er að stirðna eftir dauðann í þetta langan tíma. Ef fiskurinn fær ekki að stirðna í friði, kem- ur það síðar fram við affryst- ingu að hráefnið verður léleg vara, sem á rætur sínar að rekja til breytingar á vefjabyggingu fisksins í dauðastríði hans. Þegar stirðnunartíminn er lið- inn, sem er dálítið breytilegur eftir aldri og ástandi fisksins, er hann tekinn sorteraður af manna- höndum og kastað inn á þrjú mis- munandi færibönd. Fiskur undir 26 þumlunum er látinn á færi- band, sem flytur hann að vélum er gera úr honum svokallaðar ,,fish finger blocks.“ Stærri fisk- ur er settur á færiband, sem flyt- ur hann að vélunum er breyta honum í fiskflök- Allur annar fiskur, sem ekki er hæfur til vinnslu, fer eftir færibandi að fiskimjölsvélunum. Er talið að um 10% aflans hverju sinni fari í mjölvinnslu. Stjórnborðsmegin eru vélarnar staðsettar, sem framleiða „fish finger blokkirnar.“ Úr sorter- ingsbalanum fer fiskurinn að vél, Baader 163, sem afhausar hann og slódregur. Vinnur vélin að 40 fiskum 14 til 29 þumlunga löng- um á mínútu. Síðan flytzt fisk- urinn að þvottakeri, þar sem hann er þveginn á sjálfvirkan hátt. Þaðan fer liann að Baader- vél 188, sem flakar fiskinn. Um borð í „Coirolanus" eru tvær slíkar vélar. Önnur verður aðeins í notkun í einu, hin er til vara eða í notkun meðan verið er að skerpa hnífa hinnar vélarinnar. Á þessari vél er útbúnaður til að ná öllum smábeinum úr fiskin- um, sem er mikilvægt fyrir þessa framleiðslu. Þessi búnaður hefur ekki áður verið í notkun um borð í skipi. Frá flökunarvélinni fara flök- in gegnum Baader 47 roðflett- unarvél. Eftir það fer hráefnið í nákvæma skoðun, þar sem ath. hvort nokkur blóðsletta eða roð- ögn sést í fiskinum- Sé svo er það hreinsað af mannahöndum. Að lokinni skoðun fer fiskur- inn gegnum þvotta- og þurrk- unarútbúnað, sem notar ferskt vatn og síðan viftur til að blása burtu óþarfa raka úr fiskinum, áður en honum er pakkað og komið fyrir í frystirnum. Þar næst er fiskinum pakkað í blokk- ir, sem sérstakt tæki mótar í ákveðna þyngd hér, 27 lb (12,3 kg.) og eru umbúðirnar úr vax- kenndum pappa. Skipið er útbúið tveim lárétt- um plötufrystisamstæðum af Jackstonegerð. Hvor frystisam- stæða um sig getur fryst 12 tonn á dag. Er fiskurinn orðinn full- frystur eftir 1 klst. og 20 mínút- ur, en þá er fiskurinn tekinn út og settur í lestina, sem tekur 375 tonn og haldið er í -f- 29 °C kulda. Bakborðsmegin er vélbúnaður- inn fyrir vinnslu stærri fisksins. Úr sorteringsbalanum fer fiskur- inn að Baadervél 164, sem af- hausar og slódregur fiskinn, 21- 47 þumlunga langan. Þessi vél hefur ekki áður verið notuð á sjó. Frá þessari vél fer fiskurinn um þvottaker að Baadervél 99 flatningsvél. Eftir flatningu fer fiskurinn beint á rannsóknarborðið. Og eft- ir skoðun fær hann sömu með- ferð og„fish fingers blokkirnar,“ nema hér er blokkstærðin 131/) lb- Þorskflökin eru þannig látin í blokkirnar að þunnt plast er sett milli laganna. Allur fiskur annar en þyrsling- ur og þorskur ásamt óætum hlut- um þessa fisks fer beint í mjöl- vinnslu, nema lúða, sem fer í sér- staka geymslu. Mj ölvinnsluvélarnar geta unn- ið úr 20 tonnum af fiski og úr- gangi á dag. Fæst 1 tonn af fiski- mjöli úr hverjum 7 tonnum af fiskúrgangi. Til að vega upp á móti þunga mjölvinnsluvélanna, sem eru staðsettar til hliðar, er olíutank- ur, sem tekur 42 tonn af diesel- olíu. Þessi olía er notuð til að bræða lifur, þegar hún er það mikil að það borgar sig að vinna lýsið. Þá er skemmtilega útbúinn klefi á vinnsluþilfari, þar sem hægt er að fylgjast með aðalvél og hjálparvélum ásamt frystivél- unum og koma þar fram hljóð- merki ef eitthvað er að vélbún- aðinum. Stuðst við frásögn í Motor Ship og World Fishing. 192 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.