Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Side 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Side 20
Það var sirkussýning og maður kom til forstjórans og bað um at- vinnu. „Hvað geturðu gert?“ spurðifor- stjórinn. „Allt,“ svaraði maðurinn. „Ágætt, dýfingameistarinn hefir forfallast. Farðu upp þennan stiga, sem er 10 metra hár og stingdu þér niður í ámuna, sem er undir, hún er full af vatni.“ Maðurinn gerði það, og áhorfend- ur klöppuðu og hrópuðu. „Þetta var fínt númer,“ sagði for- stjórinn ánægður. „Þú verður að endurtaka það.“ „Endurtaka, nei, fjandakornið," svaraði hinn. „Hvað hefurðu æft þetta lengi?“ „Æft? Ég hefi aldrei gert þetta fyrr en nú!“ ❖ „Hérna um daginn kom undarlegt fyrir mig,“ sagði unga frúin við vinkonu sína. „Nú, hvað var það,“ spurði vin- konan forvitin. „Ég keypti bita af reyktum laxi og lét hann í gluggakistuna, en um morguninn var hann horfinn, en um kvöldið var hann á sama stað.“ „Drottinn minn, er draugagangur hjá þér?“ „Og næsta morgun var hann aft- ur horfinn, en kominn á sinn stað um kvöldið." „Þetta er óskiljanlegt!“ „Já, þangað til að ég komst að því að hann hafði krækst í rúllu- gardínuna!“ * Frú Jónína átti afmæli og eigin- maðurinn komst að því að hana langaði í einhver undirföt. Hann sveimaði fram og aftur fyrir utan kvenfataverzlun, en tók svo í sig kjark, strikaði inn að búðarborðinu og bað um brjóstahaldara. „Sjálfsagt, hvaða númer?“ „Númer 58.“ „Svo stórt númer eigum við ekki til, eruð þér viss um að yður mis- minni ekki?“ „Nei, alls ekki, ég mældi það sjálfur.11 „Og hvernig mælduð þér það?“ „Með hattinum mínum.“ * „Nei, nei, elskan. Þetla eru bara nöfnin á skipunura, sem ég liefi siglt á.“ * Amerísk frú heimsótti Róm í bílnum sínum. Hún skoðaði rústirn- ar og sagði við ljósmyndara að hún vildi fá mynd af sér við rústirnar, en bíllinn mætti ekki sjást. „Hversvegna ?“ spurði hann undr- andi. „Jú, sjáið þér, ef maðurinn minn sér bílinn, heldur hann að þessar rústir séu mér að kenna.“ FRÍ vaktin í sögutíma. „Þið skiljið, nemendur góðir, að án föður síns hefði Alexander mikli verið óhugsandi." * Pétur kom inn á hjúskaparskrif- stofu og leit á nokkrar framboðs- myndir, en hann virtist áhugalaus. „Yður líst ekki sem bezt á þær?“ spurði miðlarinn. „Þér verðið að afsaka," sagði Pét- ur, „en mér finnst flestar þeirra líta út eins og þær hafi verið pant- aðar, en ekki teknar!“ * Þú getur yfirleitt ekki tekið þér meira eða minna vald en það, sem þú hefir yfir sjálfum þér. ❖ Flest fólk vill frekar deyja en að hugsa. í reyndinni er það líka það sem það gerir. ❖ Frúin kom inn í sjálfsöluverzlun og tók eitt karton af sígarettum, sex ölflöskur, púðurdós, andhts- krem og konfektkassa. Þegar kom að kassanum og sá reikninginn, hrópaði hún: „Drottinn minn, hvað matvaran hefir stigið í verði!“ * „Veiztu um nokkurn, sem vill kaupa bíl?“ „Já, hann Kristján, ég seldi hon- um bílinn minn fyrir mánuði síðan.“ 200 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.