Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Page 23
„Trausti“ 9,00 tonn.
Smíðaður í Vestmannaeyjum 1913.
Ólafur Ólafsson, Bjargholti, er
fæddur aS Núpakoti undir Eyja-
fjöllum 24. ágúst 1891. Foreldr-
ar Ólafur Ketilsson, bóndi og
kona hans Ingibjörg Ólafsdóttir.
Ungur að árum fór Ólafur í ver
til Eyja, á fyrstu mótorbátana,
sem þangað komu. Var það á
„Kristbj örgu“ til Magnúsar á
Felli. 1919 var Ólafur formaður
á „Trausta," þá einu vertíð. Eft-
ir það keypti Ólafur part í
„Siggu“ og gerði hana út nokkur
úthöld. Síðar varð hann vélamað-
ur hjá Bjarna Sveinssyni á
„Ásu“ til ársloka 1929. Þá tók
Ólafur við formennsku á „Siggu“
veturinn 1930 og gengu afla-
brögðin mjög vel hjá Ólafi.
Eftir það fluttist Ólafur brott
úr Eyjum til Reykjavíkur og hef-
ir unnið við múrverk fram á
þennan dag. Ólafur var góður
og öruggur sjómaður, einn af
þeim góða stofni er fluttizt und-
an Fjöllunum og lagði sitt til
uppbyggingar í Eyjum.
VÍKINGUR
„Freyja 1“ 9,5 tonn.
Siníðuð' í Vestmannaeyjum 1911.
Tómas Þórðarson, Varmahlíð,
er fæddur að Rauðafelli undir
Eyjafjöllum 17. janúar 1886.
Foreldrar Þórður Tómasson,
bóndi og formaður og kona hans
Guðrún Tómasdóttir. — Þriggja
vikna gamall fór hann að Varma-
hlíð undir fjöllunum til móður-
bróður síns Sigurðar Tómasson-
ar og konu hans Þóru Torfadótt-
ur. Var hann þar til þrítugs.
Hann byrjaði ungur sjó-
mennsku á opnum skipum frá
Eyjafjallasandi og úr Eyjum.
Var á þeim þar til vélbátarnir
komu til sögunnar.
Réðist hann fyrst á „Lunda,“
formaður Guðleifur Elísson frá
Brúnum. 1913 tekur hann við
formennsku á „Freyju I.“ Var
hann með bátinn þá einu vertíð.
Þá réðist hann til Sveins Jóns-
sonar, Landamótum, á „Sæfara.“
5. janúar 1916 fórst „Sæfari“
vestur af Eyjum í ofstopa veðri,
en skipshöfninni varð bjargað af
Frli. á bls. 210
„Blíða“ 6,00 tonn.
Smíðuð' í Danmörku 1907.
Isleifur Jónsson, Nýjahúsi, var
fæddur að Leirum undir Eyja-
fjöllum 7. sept. 1881. Foreldrar
Jón Helgason, bóndi þar og Guð-
rún Sveinsdóttir kona hans. Til
Eyja er Isleifur kominn laust
fyrir aldamót alfarið. Var hann
sjómaður á opnum skipum og
síðar formaður til þess síðasta er
voru gerð út, sem vertíðarskip.
Var hann þá með „Fleyið.“ 1907
fór Isleifur á vélbáta og 1912 er
hann formaður á „Blíðu,“ sem
hann átti ásamt fleirum. Hafði
hann formennsku á henni nokkr-
ar vertíðir. Sjó stundaði ísleifur
svo undir annarra stjórn fram
yfir 1930, lengst af á „Ester,“
sem hann átti ásamt fleirum. Is-
leifur var allur við sjóinn og
stundaði hann vetur og sumar.
Hann þótti vel liðtækur, ósérhlíf-
inn og duglegur. Skapgóður á
hverju sem gekk. Hann lézt 20.
desember 1958.
203