Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Side 25
sveitinni var mjög gott og miMu
betur verkað saltkjötið þá, held-
ur en nú fæst.
Mér finnst ég aldrei fá núna
jafngott saltkjöt eða hangikjöt
og þá var.
Nú þarna var ég kokkur í 2 ár,
og var ráðinn upp á 12 kr. á mán-
uði í kaup, auk þess fékk ég 5
aura fyrir hvern fisk, sem ég dró.
Hvort heldur var stór eða lítill
fiskur. En fyrsta árið dró ég þó
engan fisk, því að nóg var að
gera í kokkaríinu.
— Fékk þá húsbóndinn 12 kr.
á mánuði fyrir þig?
— Já, 12 krónurnar fóru þang-
að og fékk ég svo hlut í þeim
ásamt fæði yfir tímann, sem
heima var verið. Þorsteinn gamli
skipstjóri lofaði mér 18 kr. á
mánuði, ef honum líkaði við mig.
— Stóð hann ekki við það?
— Jú, heldur betur, því að þeg-
ar ég hætti hjá honum, greiddi
hann mér 30 kr. á mánuði, sem
þótti mikið kaup. Á öðrum skip-
um höfðu kokkar mikið minna.
Jafnvel fullorðnir menn fengu
yfirleitt ekki nema 12 kr.
— Hvaða ár var þetta?
— Þetta hefur verið árið 1898.
Það var dálítið merkilegt aðkokk-
arnir voru annaðhvort unglingar
eða eldgamlir menn, sem ekki
gátu staðið við færið.
— Nú, þannig hélt lífið áfram?
— Já, en upp úr aldamótunum
var ég orðinn þreyttur á skútu-
lífinu og langaði að breyta til, en
oft gat maður hlegið á skútun-
um. Eg hefi ekki hlegið öllu
meira í annan tíma en þar. Þetta
var þó mikið undir yfirmönnun-
um komið. Sumir vildu ekki leyfa
strákunum að fljúgast á uppi á
dekki, því að þeir óttuðust að
menn hrykkju fyrir borð, enda
var lunningin á þessum skipum
mjög lág. Þó var aldrei flogistá
nema í góðu veðri. Aðrir höfðu
unun að því og beinlínis stund-
um eggjuðu menn til að takastá.
Tveim skipstjórum var égmeð,
sem þótti sérlega gaman að láta
strákana tuskast. Það voru Björn
ólafsson frá Mýrarhúsum og
Ingólfur Lárusson, faðir Lárusar
VÍKINGUR
Ingólfssonar, leikara, sem marg-
ir kannast við. — Ingólfur var
ljómandi skipstjóri og nettur
stjórnari-
Þegar einhver varð undir í á-
flogunum, hjálpaði Ingólfurþeim
til að standa upp.
— Með hvaða skip var Ing-
ólfur?
— Hann var með „Guðrúnu"
frá Gufunesi, sem var rúm 80
tonn.
— Hvernig var verkaskipting-
in. Voru ekki sérstakir saltarar
um borð?
— Nei, það kunnu allir að
salta. Verkaskiptingin var þann-
að kvöldvaktin gerði að fiskinum
eftir að dimma tók og fiskur
hættur að bíta á. En næturvaktin
kom fiskinum niður og saltaði
hann og þreif dekkið.
— Manstu eftir nokkru eftir-
minnilegu frá skútunum?
— Einn atburður er mér
minnisstæður, en það var þegar
við stálum skipinu, sem ég var á.
Þetta var mannskaðaveturinn, —
þrjú skip höfðu farizt með allri
áhöfn.
Við komum inn til Reykjavík-
ur rétt fyrir páskana til að sækja
nýjan stýrimann, sem var að
ljúka prófi við skólann. En við
misstum stýrimann okkar á leið-
inni inn, sjórinn tók hann, þar
sem hann stóð við stýrið. 1 Rvík
lágum við meðan mesta veðrið
gekk yfir, en fórum svo upp á
Akranes til að sækja hluta af
áhöfninni. — Skipstjórinn hafði
leyft mönnunum að fara upp á
Akranes, en þeir áttu þar heima.
Skip þetta hét „Anna Breið-
fjörð,“ síðar kallað „Valtýr.“
I blíðviðri var farið frá Rvík
til að sækja mennina og lagst á
Krossvíkina undan Akranesi. —
Skipstjóri og nýi stýrimaðurinn
fóru í land til að hitta vini og
kunningja, enda báðir frá Akra-
nesi. Þegar þeir voru nýkomnir á
land, snarhvessir af suðaustan og
stendur beint upp á. Við vorum
eitthvað 5 strákar um borð.
Skipstjóri og stýrimaðurfengu
sexmanna far til að reyna að
komast út, en tókst ekki að kom-
ast nema hálfa leið og urðu að
láta sakka í land aftur. Þá voru
engir mótorbátar komnir.
Okkur strákunum varð nú ekki
um sel og vorum við hræddir við
að skipið kynni að reka upp í
klettana og brotna þar, en mörg
skip höfðu farizt þarna áður.
Kom okkur saman um aðfara
út. Drógum við upp akkerin og
hífðum upp seglin, sem við þurft-
um og byrjuðum að krusa út.
Akkerin létum við eiga sig og
dingluðu þau við klussin. Út fyr-
ir flösina komumst við og hægð-
um þá á okkur og bóguðum bæði
akkerin og hagræddum seglum.
Létum við síðan hala út á Fló-
ann í áttina að Garðsskaga. Eg
þekkti vitana þarna og vissi hvað
leið. Um nóttina batnaði veðrið
og héldum við þá í áttina til
lands og komum um fótaferða-
tíma til Akraness. Voru skip-
stjóri og menn hans þá ekki lengi
að koma út.
— Hver átti skipið?
— Það var Valgarður Breið-
fjörð, sem keypti skipið frá Eng-
landi. Var skipið þá trollari með
bómmutroll og gufuketil til notk-
unar við trollið. En segl yorU
notuð til að sigla trollinu áfram.
Þessi háttur tíðkaðist, áður en
vélarnar komu. En ekki heppn-
aðist þessi veiðiaðferð hér.
Valgarður var efnaður maður
og átti stóra húsið vestan við
Morgunblaðshúsið, þar sem
„Gamla bíó“ var fyrst til húsa.
— Hvernig var það, Eiríkur,
höfðu menn ekki hver og einn
sitt mark til að merkja fiskinn,
sem þeir drógu?
— Jú, hver maður átti sitt
mark. Þegar fiskurinn var dreg-
inn, skelltu menn honum inn á
dekkið, tóku úr honum gelluna og
geymdu í skrínu hjá sér og
merktu síðan fiskinn marki sínu.
— Voru þetta sporðmörk?
— Ekki gátu allir haft sporð-
mörk, því menn voru það margir
á. T.d. voru 26 menn á „önnu
Breiðfiörð" og voru því möi'kin
margvísleg, svo sem blaðstíft,
hamrað, sneitt, sýlt og heilhamr-
að og allt svoleiðis, sem maður
205