Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Qupperneq 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Qupperneq 26
kallaði. Svo voru markaðar skor- ur undir uggana, bæði undir öft- ustu uggana kviðmegin og bak- megin, skörð fram á við. Og sum- ir gérðu skörð milli kviðugganna, einn tók eyruggann af, aðrir báða. Annars sóttu menn mest eftir sporðmerkjunum. Og sá sem fyrstur dró fisk á úthaldinu mátti velja sér merki er nota mátti alla vertíðina á skipinu. Völdu þeir þá alltaf merki, sem fljótast var að gera og greinilegast. — Þú segist hafa verið orðinn þreyttur á skútulífinu upp úr aldamótunum? — Já, árið 1908 hætti ég á þeim og var þá um stund með mótorbát, sem Kjalnesingar, Kjósverjar og Hvalfjarðar- strandamenn létu smíða til flutn- inga á vörum frá Reykjavík. — Lærðir þú siglingafræði ? — Nei, blessaður vertu, ég hef aldrei iært neitt á bókina, en var samt fljótur að tileinka mér margt í sambandi við sjóinn. Eg lærði fljótt á kompásinn, sigl- ingareglur og þekkja og áttamig á vitum. Maður lagði sig eftir þessu og fékk tilsögn hjá yfir- mönnunum, sem starfað var með. — Hvenær fórstu á togara? — Það var í nóv. 1908, þegar ég hætti við þennan bát. Var ég þá kominn heim og hafði ekkert framundan. En þá kom til mín útgerðarmaður, sem ég þekkti og bað mig að fara einn túr á „Is- lendinginn." Eg tók því fegins hendi. Átti skipið að stunda veiðar út af Vestfjörðum. Þá var kaupið 70 kr. yfir mánuðinn. Heldur var tíðin þá slæm og þótti gott, ef hægt var að vera við veiðarnar einn sólarhring í einu, en þá varð að fara einhvers- staðar inn til að liggja. Skip- stjóri var þá á Islendingi Guð- mundur Sigurðsson. Eftir túrinn fór ég af og byrjaði aftur á skút- unum, en á þeim var þá meira upp úr sér að hafa. Á „Islendingi" (var stórfiskur- inn settur í salt, en smáfiskurinn var settur yfir í enska togara. — Hvað keyptu Englendingar hann á? — Það höfðum við ekki hug- mynd um, skipstjórinn samdi um það. Stundum fengust net fyrir fiskinn, og kom það sér vel. — Varstu ekki á fleiri togur- um? — Jú, seinna fór ég á Snorra Sturluson, með hann var þá Kristján Kristjánsson, síðar forn- bóksali. Og svo hélt ég áfram á döllunum, hinum og öðrum. — Lengst var ég með Pétri Maack á Hilmi, og Max Pemberton, samtals í 10 ár. Á sjötugsaldri hætti ég á togurum, þá var ég hættur að hafa við yngri mönn- unum í flatningunni. Kom þá hundur í mig og ég hypjaði mig í land. Ég átti líka alltaf vist pláss á grafvélinni, og þar var ég búinn að vera öðru hverju í mörg ár á sumrin. Þegar ég hætti á togur- unum, vann ég á grafvélinni lengi og var meðal annars við hafnarframkvæmdir á grafvél- inni norður á Raufarhöfn, Grindavík, Hafnarfirði, Akra- nesi og Borgarnesi. — Stóðu stýrimennirnir í að- gerð með hásetunum? — Já, já, lengi gerðu þeir það. Annars voru skipstjórarnir upp á síðkastið farnir að láta þá leysa sig af, meðan þeir fengu sér svefn. Þó stóðu skipstjórarnir alveg óstjórnlega lengi. Og sumir stein- sofnuðu í brúarglugganum af þreytu. Það var einstök heppni að ásigling varð ekki oft og ein- att. — Bættu vökulögin ekki mikið úr? — Jú, það varð geysibreyting með tilkomu þeirra. Lengsta törnin, sem ég man eftir var í túr að hausti til fyrir vestan við Isafjarðardjúp, djúpt úti. Þar var alltaf norðan storm- ur, svo að rétt var hægt að vera við veiðarnar, og helvítis bruna- gaddur. Við vorum alltaf uppi og aldrei friður til að fara neitt verulega niður. — Maður hafði þetta 2—3 mínútur kannske stundum 5 til að skreppa niður. Var þá passað að hafa ofninnkaf- kyntan og þeir sem fyrstir voru niður, fleygðu sér á gólfið og höfðu ldossa eða eitthvað drasl undir höfðinu, hinir sem á eftir komu lögðust svo niður og not- uðu hina sem kodda. Enginn fór úr sjóstökkum og varla nokkur tók ofan vettlinga. Þannig reyndu menn að fá sér örfárra mínútna svefn. Og þegar risið var upp, voru tjarnir á gólfinu úr freðn- um sjóstökkunum. Frostið var svo mikið að trollið fraus á auga bragði um leið og það kom upp úr sjónum. Þannig var verið að í 5 sólar- hringa og enginn í koju allan þennan tíma. Með því að keppast sem mest, gátum við haldið á okk- ur hita og sjóbunan, sem sífellt stóð á fiskinum, varnaði því að hann fraus í höndunum á okkur. Og sannarlega vorum við fegnir, þegar skipstjórinn kallaði að taka upp afturvænginn. Þá voru nú hraðar hendur á lofti. — Nóg var til af fiskinum þá? — Já, en honum hefur sífellt farið fækkandi. Ég man eftir því hversu mikið var af karfa á Hal- anum. Trollin fylltust á örfáum mínútum og öllu var svo hent. Stundum voru þetta aðeins 20-30 fiskar, sem hirt yar úr trollinu — hinu hent. Stóð maður þá með skóflu og mokaði karfanum fyrir borð. Þetta var erfitt verk, því að þá voru lensiportin ekki kom- in. Nú, eftir að búið var að skarka svona í nokkur ár, hætti karfinn að fást og hefur ekki fengizt í Ilkingu við þetta síðan. Eða hvernig var ekki með Hvalbaksgrunnið. Þar skófluðu togararnir upp fiskinum lengi — allt tómur smáfiskur, 12—-14 þumlungar að stærð. Þarna var þrælað sér út við þetta og karl- arnir handlama. Þeir brunnu svo af átunni, sem var í fiskinum. — Sennilega er Hvalbaksfiski- ríið einhver sú mesta rányrkja, sem framin hefur verið? — Mest af þessum fiski fór í labra. En Kvöldólfur kom vel fram við fólkið sitt og lét togara VÍKINGUR 206

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.