Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Blaðsíða 31
Hann bjargaði
Þetta reyndizt aðeins forustuflokk-
urinn, því á eftir komu tveir aðrir.
Það var slembilukka að við urðum
ekki á vegi þeirra, en það, sem
bjargaði okkur, var að við flugum
mjög lágt, svo að þeir komu ekki
auga á okkur, annars hefðu orustu-
flugvélarnar, sem fylgdu, skotið
okkur niður á augabragði.
Við komum að húsi General Stu-
dents alveg óskemmdu, en okkar
eigið, Villa Tuskulum 11, var illa
farið, — hafði orðið fyrir tveim
sprengjum. Við vorum stöðvaðir af
liðsforingja, sem sagði að í kjallar-
anum væru tvær ósprungnar tíma-
sprengjur. Við fórum samt til her-
bergja okkar og náðum í hafurtask-
ið og skjöl. Tala hinna föllnu og
særðu óbreyttu borgara hlýtur að
hafa verið há, en aðeins örfá þeirra
húsa, sem þýzki herinn hafði, höfðu
orðið fyrir sprengjum. Hermennirn-
ir unnu sleitulaust að ruðningsstarfi
og við að leggja bráðabirgða síma-
línur, og eftir stuttan tíma var mest
aðkallandi viðgerðum lokið.
Radl og ég urðum að fara til Róm-
ar, til þess að hitta að máli nokkra
ítalska liðsforingja, sem við frétt-
um að væru að ráðgera björgun
Mussolinis. Ég vildi endilega vita
hvað þeir hefðu í huga, því að þetta
gat auðveldlega seinkað mínum að-
gerðum, eða eyðilagt áætlun mína
alveg. Það kom í ljós að þrátt fýrir
að þeirra ráðagerð væri ágæt, var
undirbúningurinn ekki nærri eins
langt kominn og hjá okkur. Það var
orðið áliðið dags, þegar ég ók um
götur Rómar, til þess að sækja Radl,
sem var á þýzkri skrifstofu á öðrum
stað í borginni. Ég tók eftir að hóp-
ar fólks höfðu safnast saman við
hina almennu hátalara, og þegar ég
ók inn á Via Veneti, var þröngin
svo mikil að ég komst lítið áfram.
Tilkynningu á hátölurunum var tek-
ið með miklum fögnuði af mann-
fjöldanum og víða heyrðist hrópað:
— Viva II Re! (lifi konungurinn).
Konurnar kysstu börnin og æstir
hópar manna voru í hörku stælum.
VÍKINGUR
MUSSOLINI
Ég stöðvaði bílinn og heyrði hróp-
að: —■ Italska stjórnin hefur gefist
upp! í sendiráðinu hitti ég Radl.
Seinna frétti ég að general Eisen-
hover hefði tilkynnt uppgjöf ítala
yfir útvarpið í Algíer. Sú staðreynd
að Badoglio hafði tilkynnt þetta
seinna en Bandamenn, benti til þess
að þeir .hafi viljað tryggja sér að
Badoglio héldi loforð sín.
Bandamenn höfðu ákveðið að land-
gangan við Salerno skyldi fara fram
aðfaranótt 8. september og urðu að
halda sig við þá ákvörðun. Þessar
aðgerðir og loftárásin á Frascati,
áttu að vera til þess að gera ítölsku
stjórninni hægara um vik. Upplýs-
ingaþjónusta okkar hafði gefið upp-
lýsingar, sem bentu til þess, að í
bækistöðvum Eisenhovers væri í at-
hugun að senda fallhlífarsveitir til
Rómar. Með tilliti til þess, hve fá-
liðaðir við vorum þar, myndi sú
hernaðaraðgerð verða okkur ó-
skemmtileg.
Dögum saman braut ég heilann
um, hvort Mussolini væri í raun og
veru á hótelinu í Gren Sasso, einu
heimildirnar fyrir þeirri staðhæf-
ingu voru til þessa frá tveim ítöl-
um, sem sögðu mér þetta, án þess
að þekkja ástæðuna fyrir þeirri for-
vitni minni. Ég vildi mjög gjarna fá
þetta staðfest af Þjóðverja.
Það mátti télja víst, að enginn
fengi að koma nálægt hótelinu
sjálfu, sem var einangrað frá daln-
um fyrir neðan, að öðru leyti en því,
að þaðan lá ein rafmagnsbraut. En
ég hélt að hægt væri að fá einhvern
Þjóðverja til þess að ferðast þarna
um, undir einhverju meinleysislegu
yfirskini. Tækifærið gafst von bráð-
ar og ég greip það fegins hendi. Ég
þekkti þýzkan herlækni í Róm, sem
hafði mikinn áhuga á heiðursmerki.
Hann hitti ég og sagði honum hvern-
ig hann gæti unnið hershöfðingja
sínum mikið gagn. Allir malaríu-
sjúklingar höfðu til þessa verið
fluttir til lækninga á Týrol hálendið.
Ég benti honum á, að vert væri að
athuga hótelið í Gran Sasso, sem ég
hefði heyrt getið og taldi mjög
heppilegt til slíkra hluta, þar sem
það lá í um 2000 metra hæð. Hann
skyldi setja himin og jörð á hreyf-
ingu, til þess að hitta forstjórann
sjálfan, fá upplýsingar um rúma-
fjölda og gera aðrar nauðsynlegar
ráðstafanir. Læknirinn samþykkti
að hef jast handa strax daginn eftir,
en ég varð að viðurkenna með sjálf-
um mér, að mjög vafasamt væri,
hvort hann kæmist lifandi frá þessu.
Starfsfólkið í sendiráðinu í Róm
var sent til Frascati, undir vernd
þýzka hersins. Við Radl gengum á
Niðurlag úr síðasta blaði.
SíSast endar frásögnin á því, aö Skorzeny, sem viSa hefur leitaS aS
Mussolini, hefur fregnaS aS Mussolini sc í haldi í fjallagistiliúsi
viS fjalliS Gran Sassi. ÞangaS flýgur liann og tekur myndir úr lofti
af staSnum til aS getu síSar skipulagt leiSangur aS gistihúsinu. Á
leiSinni heim sjá þeir flugvélahópa gera sprengiárás á bœkistöSvar
þcirra.
211