Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Qupperneq 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Qupperneq 32
fund Students og ræddum ástandið. Okkur kom saman um að fresta öll- um aðgerðum við að reyna að ná Mussolini.fyrst um sinn, þar sem ástandið yrði að skýrast. Róm varð að vera í höndum þýzka hersins, því að þar var aðalbirgðastöð hers okkar á Suður-Ítalíu. Okkur var ljós ástæð- an til hinna miklu loftárása á Fras- cati, sem áður er getið, einnig að aðalstöðvar Bandamanna og ítalska stjórnin unnu auðsjáanlega saman að því að lama taugamiðstöð allra hernaðaraðgerða þýzka hersins á Italíu. Árásin hafði mistekizt, því við héldum sambandi við allar her- deildir okkar, sem gátu framkvæmt fyrirskipanir fyrirvaralaust. Nóttin var róleg, að undanskild- um nokkrum átökum milli þýzkra og ítalskra hermanna suður af borg- inni. Snemma morguns hins 9. sept- ember, kom til alvarlegra bardaga í nágrenni Frascati, en þegar á dag- inn leið, hafði her okkar náð örugg- um yfirráðum yfir öllu Sabina svæð- inu. Þýzka víglínan hörfaði hægt nær Rómaborg, sem var eingöngu hersetin af ítölskum hersveitum. Um morguninn kom læknirinn aft- ur. Hann var mjög vonsvikinn yfir hvernig ástandið hafði breytzt og þar með hætt við hugmyndina um hressingarhælið. Hann sagði mér hvemig hann hafði komist tilAquila, og þaðan inn í dalinn að neðri enda rafbrautarinnar. En þar hafði ferð- in endað, þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. Veginum var lokað með tálmunum og flokki lögreglumanna. Hann þráttaði lengi við verðina og fékk að endingu að hringja til hótelsins. Liðsforingi sá, sem svar- aði, upplýsti að Campo Imperatore væri nú heræfingasvæði og algjör- lega lokað. Hann áleit að þetta væru æfingar á stóran mælikvarða, því að í dalnum sá hann stóran bíl með loftskeytatækjum, þá var rafbrautin í stöðugum gangi. Einnig hafði hann heyrt athyglisverðar sögur, sem gengu meðal almennings í nágrenn- inu. Honum var meðal annars sagt að fyrir stuttu hefðu allir íbúar hótelsins verið fluttir á burt og ráð- stafanir verið gerðar til að taka á móti um það bil 200 hermönnum. Margir háttsettir foringjar höfðu komið í dalinn. Hinn ágæti læknir bætti því við, að sumir hefðu sagt að þeir héldu að sjálfur Mussolini væri fangi á hótelinu, en auðvitað var það bara 212 vitleysa og slúður eitt. Ég gerði engar tilraunir til þess að breyta þeirri skoðun hans. 10. september. Við höfðum ekki farið úr fötum í tvo sólarhringa, sama var að segja um Student, en það var áríðandi að við ræddum við hann um ákvörðun hinnar mikil- vægu stundar. Fyrst ræddum við Radl all ítar- lega málið. Okkur var Ijóst að þetta mátti ekki dragast öllu lengur. — Hver dagur, já, hver klukkustund jók hættuna á að Mussolini yrði enn fluttur úr stað, eða það, sem verra var, afhentur Bandamönnum. Síðar kom í ljós að þessi ótti okkarhafði við rök að styðjast. Eitt af skilyrð- um Eisenhovers í sambandi við upp- gjöfina var það, að Mussolini yrði framseldur. Árás á jörðu niðri myndi dauða- dæmd í upphafi. Sókn upp grýttar, brattar brekkur myndi kosta okkur mikið mannfall, auk þess að aðvara verðina og gefa þeim tíma til þess að fela fangann, en til þess að varna því, yrði allt svæðið að vera um- kringt f jallahersveitum. Að minnsta kosti heila herdeild myndi þurfa til þess, svo slíkar aðferðir voru úti- lokaðar. Óvænt skyndiárás var eina lausn- in, þar sem óttast var að verðimir hefðu jafnvel skipun um að drepa fangann, ef hætta væri á að honum yrði náð. Einnig þetta reyndizt síð- ar vera rétt ályktun. Það var aðeins eitt, sem gat komið í veg fyrir þetta: — Hraði! Það var aðeins um tvær leiðir að ræða. Fallhlífarliðs árás, eða notkun svifflugna til að flytja herliðið. Við athuguðum lengi þessar tvær leiðir, og var hin seinni valin að lokum. Á hálendinu er þunnt loft. Þungvopn- aðir hermenn myndu falla of hratt. Við óttuðumst einnig að þeir myndu lenda mjög dreifðir, hingað og þang- að um svæðið, þannig að skjót árás öflugs sameinaðs liðs myndi úti- lokuð. Liðsflutningar með svifflug- um virtizt þannig eina lausnin. Hvernig voru lendingarskilyrðin fyrir slíkar flugur? Þegar við um kvöldið hinn 8. september fórum með loftmyndir okkar á rannsóknar- stofuna í Frascati, reyndizt hún gjörsamlega eyðilögð. Ég bað því einn liðaforingja minn að finna aðra, sem honum tókst. Við urðum að láta okkur nægja myndastærð- irnar 14-14 cm. Þær reyndust nægi- lega skýrar til þess að þríhyrning- urinn, sem ég hafði séð, þegar ég flaug þarna yfir, kom greinilega í ljós. Nothæfni akurs þessa til lend- ingar varð undirstaða allrar áætl- unarinnar og í samræmi við þetta, fékk hver einstakur flokkur liðs- ins sín fyrirmæli. General Student lagði til, að lið fallhlífarhermanna skyldi ráðast inn í dalinn að nóttu til og taka á sitt vald neðri bækistöðina, samtímis ár- ásinni úr lofti á hótelið. Þannig værum við varðir frá þeirri hlið og hefðum einnig undankomuleið, ef með þyrfti, eftir velheppnaðar að- gerðir. Viðræðurnar við Student báru þannig ágætan árangur. Vissu- lega gerði hann sér Ijóst, að margar hættulegar hindranir voru á vegin- um, en önnur leið varð ekki fundin, önnur en sú, að hætta við allt sam- an! Þá voru sérfræðingar á sviði svifflugna, foringi herforingjaráðs- ins og fallhlífarforingi kvaddir til þess að segja álit sitt. Báðir for- ingjarnir voru í fyrstu algjörlega mótfallnir þessari aðferð. Þeir bentu á að lendingar svifflugna í þessari hæð, án fullkomins flugvallar hefðu aldrei verið reyndar. Að þeirra áliti myndi slíkt fyrirtæki kosta minnst 80% tap á liðsmönnum, en þeir, sem af kæmust myndu verða of fáir til þess að nokkur von yrði um árang- ur. Svar mitt við þessu var, að ég gerði mér ljósa áhættuna, en ein- hverntíma yrði allt fyrst. Við viss- um að akurinn var sléttur og ná- kvæm lending ætti að fyrirbyggja alvarlegt mannfall. — Herrar mínir, ég er reiðubúinn til þess að nota hverja aðra tiltæki- lega aðferð, sem þér getið bent á.— Eftir grandgæfilega athugun gaf Student sitt endanlega samþykki, en einnig fyrirmæli: — Hinum 12 svif- flugum, sem nota á skal strax flog- ið frá Suður-Frakklandi. Ég set tím- ann kl. 6 að morgni hinn 12. sept- ember, sem árásarstund. — Á því augnabliki skulu flugurnar lenda á akrinum og brautarstöðin í dalnum samtímis tekin af herflokki okkar. Við getum reiknað með, að á þess- um tíma sólarhringsins yrði hinn kunni og hættulegi loftstraumur yf- ir ítalíu einna minnstur. Ég mun sjálfur tala við flugstjór- ana og brýna fyrir þeim, að viðhafa alla varúð við lendinguna. Ég er viss um að þér hafið rétt fyrir yður, kapteinn Skorzeny. Árásin verður VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.