Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Page 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Page 37
og vitlaus maður, og við höfðum hoppað yfir margar ójöfnur, þegar gapandi gljúfur kom í ljós beint framundan. — Þetta er vissulega endirinn, hugsaði ég, þegar fuglinn okkar hófst allt í einu á loft. Ég andaði frá mér þögulli þakkarbæn. Þá rakst vinstra hjólið enn á ójöfnu. Vélin hallaðist til hliðar og stefndi niður í gljúfrið. Með því að beita vélinni til vinstri, tókst Gerlach að skríða yfir gljúfurbarminn. Ég lokaði augunum og hélt niðri í mér andanum og bjóst enn við ó- hjákvæmilegum endalokum. Vindur- inn kvein fyrir eyrum okkar. Þetta hlýtur að hafa verið aðeins nokkrar sekúndur, því þegar ég leit í kringum mig, hafði flugmaðurinn náð valdi yfir vélinni og hún komin á nokkurnveginn réttan kjöl, og nú höfðum við náð nægilegri ferð, jafn- vel í þessu þunna lofti. Við flugum yfir dalinn í mesta lagi 30 metra hæð. Allir vorum við nokkuð fölir á vangann, en enginn hafði mælt orð af vörum. Það var ekki að hætti hermanna, þegar ég lagði höndina á öxl Duce, sem nú loks var örugglega sloppinn. Hann hafði nú náð sér að fullu og fór að segja mér ýmislegt um svæði þau, sem við flugum yfir, í um 100 metra hæð, svo gættum við þess að rekast ekki á hæðirnar. — Einmitt hér ávarpaði ég mik- inn mannfjölda fyrir tuttugu ár- um... Hér jarðsettum við góðan vin.. . minntist Duce. Loks lá Rómaborg fyrir neðan okkur, á leiðinni til Pratica di Mare- flugvallarins. — Haldið ykkur fast! hrópaði Gerlach. — Tveggja punkta lend- ing! Ég minntist skemmdanna á vinstra hjólinu. Síðan var gætilega lent á hægra framhjóli og aftur hjóli. — Ferð okkar var á enda. Melzer kapteinn tók á móti okkur á flugvellinum og bauð okkur vel- komna, í nafni Students. Óskaði okkur hjartanlega til hamingju með hinn velheppnaða leiðangur. Þrjár He 111 flugvélar biðu á vellinum, og eftir að hafa fengið tækifæri til þess að kynna áhafnirnar fyrir Musso- líni, kvaddi ég Gerlach, með þakk- læti. Við máttum engan tíma missa, ef við ættum að ná til Vínarborgar fyrir myrkur. ❖ Kafli úr bókinni: „Skorzeny’s Spe- cial Missions." Rituð af honum sjálfum. VÍKINGUR Veðurathugunarhnettir. Tírus 1. fór á loft í Apríl 1960, og 12 dögum síð- ar var sendur upp Transit 1., sem er leiðarviti skipa á Atlantshafi. Tíros 1. hefur gefið margar og merkilegar upplýsingar um veðramyndanir á Atlantshafinu og Kyrrahafi. Tiros 3. var sendur á loft í september 1961, og sendi sjónvarpsmyndir af óveðri sem var að fæðast á Atlantshafi, og enn veit enginn hvaða gagn og óteljandi möguleika og árangri er hægt að ná með hnöttum þessum. Keflavíkurflugvöllur fær sendar myndir frá Tiros 9., og munum við þannig njóta góðs af honum í framtíðinni. * * Einhver merkilegasta uppgötvun sem gerð hefur verið í geimnum til þessa, kom frá ameríska gervi- tunglinu Könnuði 1., en hann sannaði að jörðin væri umvafin óhemjumiklum geislahjúpi, sem segulsvið jarðarinnar héldi í greipum sér. Hefur belti þetta verið kennt við Dr. James Van Allen, sem fyrstur fann skýringar á því. Beltið tekur yfir 80.000 kílómetra svæði milli jarðar og sólar, en sólvindurinn hrekur það ca. 300.000 kílómetra vegalengd forsælis frá jörðu. í belti þessu er geimförum búin alvarleg geisla- hætta, rétt við dyr geimsins að kalla. Sólvindur- inn er straumur smá agna, sem geislast út frá sólu, og á rætur sínar að rekja til eldgosa á yfir- borði sólarinnar. Hraði hans getur farið upp í 1.600 kílómetra á sekúndu. Bragandi Norðurljósin eiga tilveru sína í þessum smáu rafhlöðnu ögnum, en þessi ógnþrungnu prótónuský geta orðið geim- förum hættuleg. Eftir 5 ár af geimöld okkar var fjöldi gervi- tungla orðinn svo mikill, að upptalning á þeim yrði margar prentaðar síður, sum voru skammlíf og brunnu upp til agna eða sundruðust, önnur geta endst öldum saman, og enginn sér fyrir enda þessa ævintýris. Gemini 14., síðasta geimskeyti Bandaríkja- manna, markar tímamót í eldflaugasögu þeirra. Næst tekur við Appolo áætlunin með mönnuð geim- för til tunglsins árið 1969, og verður sú eldflaug 120 metrar á hæð, verða gerðar 11 tilraunir með appolo eldflaugarskot áður en tunglflug hefst. 50 manna geimfarahópur er nú í stífri þjálfun fyrir þessi flug. 400.000 manns vinnur að smíði appolo skeytanna, og turninn, sem þeim verður skotið úr, er um 175 metrar á hæð, 172 metrar á lengd og um 170 metrar á breidd. Áætlun þessi er álitin kosta um 20 billjónir dollara. 217

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.