Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Blaðsíða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Blaðsíða 39
u. Myndin sýnir hvernig sjóininjasöfn koma upp hjá sér eftirlíkingnm af skipum frá gámla tímanum, sem sögulegt gildi hefur aó geyma. kynna hvemig og hvar hver þeirra var notaður. Sú starfsemi safnsins, sem fram fer að tjaldabaki, og fæstir gestir safnsins sjá, en er þó sér- staklega mikilvæg fyrir varð- veizlu haf-vísinda er bókasafn, ljósmyndasafn, málverkasalur og gífurlegt safn sjókorta. — Menn sem fást við rannsóknir, sækja mikinn fróðleik í þessar deildir safnsins. Starfslið bókasafnsins fæst einnig við talsverðar sjálfstæðar athuganir, og hafa verið gefnar út 20 ritsmíðar, þar á meðal hin þekkta Ashley-bók um hnúta. — Menn þeir, sem ábyrgð bera á Mariners Museum, hafa unnið mikið og þarft verk, þeir tak- marka ekki starf sitt við neina sérstaka þjóð eða skipategund. Alúð sú og virðing fyrir verkefn- inu er allsstaðar kemur fram, eykur mjög á ánægju sýningar- gestanna, og hve vel hefur tekist til um val og varðveizlu, og skil- greiningu á þeim þúsundum muna er þama eru til. Það má geta þess, að til er á safni þessu afsteypa af styttu Leifs Eiríks- sonar heppna, er valin hefur ver- ið fagur staður í lystigarðinum, og sómir sér vel á slíkum stað, þáttur hans í sögu Ameríku hef- ur sannarlega ekki verið fyrir borð borinn. Það má með sanni segja, að safnið hafi verið trútt einkunarorðum sínum, sem skrif- uð eru á bronz-hurðina við inn- ganginn: „Þetta safn er helgað minningu og sigrum mannsins yfir hafinu, og áhrifum þess á framþróunina.“ Björn þýddi. Séð inu í daiiBkt sjóminjasafn. VÍKINGUR 219

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.