Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Side 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Side 40
ENGIN KEÐJA ER STERKARI EN VEIKASTI HLEKKURINN í, TRYGGING ER NAUÐSYN ALMENNAR TRYGGINGAR” PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SlMI 17700 Við sátum saman í notalegri veitingakrá og spjölluðum saman um skip og sjólífið almennt. Ekki var örgrannt að við krydd- uðum orðfæri okkar og kæmum nokkuð oftlega sjálfir við sögu á þann hátt, sem bæði var traust- vekjandi fyrir okkur og gat vak- ið nokkrar efasemdir, — en sem sagt, við hlýddum með fullri kurteisi á hvorn annan. Við vor- um staddir í Lissabon. Kráin bar hið virðulega nafn „Texacola." Drykkjufélagi minn hét Al- fredo og var Portúgali, stýrimað- ur á strandferðabát. Alfredo var með tréfót. Ég kom með athugasemd, sem varð orsök að því, að þessi smá- saga varð til. Það var þetta með tréfótinn, — ég hélt því fram, að svona fót- ur hlyti að vera honum til trafala á margvíslegan hátt. „Til tra- fala,“ hrópaði Alfred bæði undr- andi og hneykslaður. „Ónei, minn kæri. Ég get t.d. skrúfað hann af og notað hann í sjálfsvörn, — svo þarf ég auðvitað ekki að kaupa nema eitt sjóstígvél. Og Alfredo glotti háðslega. Ég átti erfitt með að neita þessu. „Jú, það getur haft sína kosti, en þú getur varla neitað því, að þú ert ekki eins liðlegur núna, eins og áður en þú fékkst tré- fótinn.“ „Þar skjátlast þér,“ mótmælti Alfredo, „ég gæti trúað að ég sé eins liðugur og þú, — þrátt fyrir þennan fót minn.“ „Ég verð að viðurkenna, að þú lítur ekki óliðlega út,“ „en held- urðu að þú ýkir ekki dálítið ef þú heldur þig vera jafn liðugur og ég?“ „Það sem ég segi, það meina ég, — og það sem ég meina, það stend ég við, og ég skal meira að segja veðja við þig, að allt, sem þú getur gert, skal ég leika eftir.“ SMASAGA „Sá, sem tapar gefur einn „um- gang.“ „Jæja,“ hugsaði ég með sjálf- um mér, „hér gefst gullið tæki- færi til að hala sér inn nokkra drykki,“ — og ég gaf samþykki mitt. „En það gildir bara ekki ef þú skrúfar aðra löppina af þér, því það get ég ekki ,“ sagði ég. „Nei, nei,“ fullvissaði Alfredo. „Það sem hér verður um að ræða tekur aðeins til líkamsæfinga, sem við framkvæmum, en ég á- skil mér rétt til að gera þær með eða án tréfótsins.“ Það sam- þykkti ég. Nú varð hlé á hljómsveitinni og stúlkurnar yfirgáfu dansgólf- ið með dansherrum sínum. Við lögðum undir okkur eitt hornið. „Þar sem þú þykist vera færari en ég, er bezt að þú hefjir leik- inn,“ sagði Alfredo hæversklega. Ég mundi strax eftir æfingu, sem ég hafði verið leikinn í, og augnabliki síðar stóð ég á báðum höndum með fætur beint í loft upp og taldi upp að tíu. Svo stóð ég á fótunum aftur og ætlaði að fara að segja: „Gerðu svo vel, nú er það þín törn,“ þeg- ar ég sá kauða standa sallaróleg- an í sömu stellingum og ég hafði staðið, og hann taldi hátt upp að fimmtán! Satt að segja varð ég töluvert undrandi, en ég varð að viður- kenna, að Alfredo hafði unnið þrautina, — og ég flýtti mér að ná í drykkinn. Næst skyldi Al- fredo velja næstu þraut. Hann spennti greipar fyrir framan sig í knélið, hoppaði lítið eitt með tréfætinum, — og í einu vetfangi var heili fóturinn líka kominn í gegnum greiparnar án þess að þær slitnuðu. Þetta „triks“ vinar míns leist mér bölvanlega á að leika eftir, VÍKINGUR 220

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.