Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Síða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Síða 3
SANNLEIKURINN I BÁTADEILUNNI ÖRN STEINSSON: Bátadeilunni hefur nú verið frestað um sinn. Auðvelt var að koma endum saman í þessari alvarlegu deilu, ef þrjózka stjórn- valda hefði eklci komið til. Kveðjur stjómarblaðanna til yfirmanna bátaflotans og þá al- veg sérstaklega til þeirra sam- taka, sem mér hefur verið falin forusta fyrir, knýr mig til að ræða þessi mál mjög opinskátt. Fyrir mánaðamótin okt-nóv. sl. þótti félögum innan Far- manna- og fiskimannasambands íslands rétt að hafa samninga sína lausa við bátaútgerðarmenn um áramót. Kom þrennt til: í fyrsta lagi voru samningaimir orðnir 5 ára gamlir, í öðru lagi var Sjómannasamband Islands búið að vera nokkrum sinnum á ferðinni og sleilct upp kjarabæt- ur, er breytt höfðu eðlilegum kauphlutföllum miðað við aðra starfsmenn bátanna, og í þriðja lagi sviku útgerðarmenn sam- lcomulag um söltunarlaun fyrir saltaða síld um borð í skipi, en Því væri vert að liugleiða um ann- an árstíma eins og t.d. í maí—júní, þegar sólargangur er lengstur, vor í lofti, árangur vertíðarinnar liggur fyrir, og erfiðleikar vetrar að baki. Mundi þá mun vænlegar að skuggar tortryggni og togstreitu leituðu síður á vansvefta sálir, í sama mæli og í svartasta skamm- deginu. Ég mundi því leggja til að samn- ingagerðir við sjómannasamtökin hæfust með nægilegiun aðdraganda fyrir aðal ársliátíðina; Sjómanna- daginn, svo að „hetjur hafsins“ fengju notið á áþreifanlegan liátt þakklætis og viðurkenningar al- þjóðar fvrir störf þeirra og strit. VÍKINGUR það samkomulag var gert á síð- astliðnu vori með tilliti til veiða á fjarlægum miðum. 1 framsetningu okkar var gert ráð fyrir að knýja útgerðarmenn til að standa við fyrrnefnt sam- komulag um söltunarlaun, sverfa agnúa af samningsgreinum til að komast hjá mistúlkun, fá skilyrðislaust inn fatapeninga, sem röskuðu kauphlutfallinu verulega og þá ekki síður að taka upp samninga um vísitölubætur við útgerðarmenn, sem er algjört samningsatriði, að minnsta kosti á yfirborðinu að sjá. Ef skyggnst er aðeins undir þetta yfirborð, kemur í Ijós oð samningsréttur um þetta atriði er ekki til, nema á vegum Al- þýðusambands Islands. Og þessi mörk hefur enginn annar dregið en hin ,,lýðræðislega“ stjóm Bjama Benediktssonar. Þessi stefna, ef ekki verður nú þegar söðlað um, á eftir að verða íslenzku þjóðlífi dýr. Með því er ég ekki að halda fram, að skerðing vísitöluákvæða hafi ekki verið nauðsyn, og sjálf- ur hef ég alltaf verið andvígur prósentureikningnum við út- reikning hennar, því að með hon- um fengu þeir hæst-launuðu mestar bætur. En framkvæmdin hjá okkur þarf alltaf að vera handahófs- kennd, annað hvort í ökla eða eyra. Sú framkvæmd, er nú tíðk- ast, er að eyðileggja öll kaup- hlutföll milli stétta, og er þegar farið að bera á hinum mesta glundroða víða út af þessu. Eðlilegt tel ég að miða vísitölu- upphæð við einhverja ákveðna stærð, er kæmi síðan jafnt til allra launþega. Á þann hátt yrði komizt hjá launahlutfallábreyt- ingum og þeim hættum, sem því fylgja. Dæmið um bátadeiluna ætti að vera til vamaðar, því að undir- menn bátanna njóta þar vísitölu- bóta upp á 1135 kr. pr. mánuð, þegar svo fatapeningar koma inn í samningana hefur kauphlut- fallið færzt saman um hvorki meira né minna en 2235 kr., þeg- ar kauptrygging er greidd. Því miður hefur svo háttað að undan- fömu, að bátar of margir hafa ekki fiskað nema fyrir kaup- tryggingu. Við slíkar aðstæður verður þessi skilsmunur tilfinn- anlegri. Þótt litill afli komi úr sjó, þýð- ir þaið ekki minni vinna eða skemmri vinnutími sjómanna. Það er þvi ekki óeðlilegt að hug- anum verði hvarflað á land til stétta, er þar vinna. Stéttir allar á þurru hafa fast ákveðinn vinnutíma og aukagreiðslur fyrir störf sín, sem unnin eru utan venjulegs dagvinnutíma. TJm þetta er ekki að ræða hjá sjómanninum. Vinnutimi hans er að mestu óákveðinn og um engar auka-greiðslur er að ræða, þótt unnið sé á afbrigðilegum timum landmanna. Með tilliti til þess regin mismunar, sem er á vinnu- aðstöðu land- og sjómanna þótti ekki óeðlilegt að setja fram 26000 lcróna lágmarkslaunakröfu til handa yfirmönnum bátaflotcms. Var sú upphæð reyndar nokkuð hærri en eitt og hálft núverandi hásetalágmarkskaup, sem er að upphæð 1U362 kr., en hcíseta- kaupið er líka of lágt og þyrfti að hækka til samræmis við lang- an vinnutima þeirra svo lifvæn- legt megi teljast, þar eð trygging verður æ algengari. Fyrirmyndin að 26000 kr. er líka fyrir hendi, þvi að áVestfjörðum eru greiddar 'i'úmar 25000 kr. í tryggingu til yfirmanna og verður ekki séð, að bátar þar sæki neitt ver á miðin en annars staðar á landinu. Rökin útgerðarmanna hér gegn þessari tryggingarupphæð hafa þau helzt verið, að með svona hárri kaup- Framh. á bls. UO 3

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.