Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Page 4
Sifiurjón Einamwn, sliipsijóri:
Frásögn
í febrúar 1916
Ég settist í Stýrimannaskólann
haustið 1915 og var þá orðinn 18
ára. Þegar fram í febrúar kom
1916 var enginn aur eftir, þrátt
fyrir það, að spart hafði verið á
haldið. Faðir minn sneri þá út
pláss fyrir mig, svona til reynslu
á togaranum „Ými“ frá Hafnar-
firði. Fór ég þar um borð 27.
febr.
Skipstjórinn á „Ými“ var Ól-
afur Þórðarson, hafði hann verið
með skipið frá því það kom nýtt
til landsins í byrjun fyrri heims-
styrjaldarinnar.
Ólafur var einn þeirra skútu-
skipstjóra, sem tók togara. Hann
hafði verið með kútter „Sjönu“
og aflað vel. Honum gekk líka vel
að fiska á „Ými,“ en að sjálf-
sögðu háði reynsluleysi gömlu
skútu-skipstjórunum, mjög við
veiðar á togara.
Stýrimaður á „Ými“ var
Magnús Kærnested, ungur og
upprennandi maður á þessu sviði.
Léttlyndur og kátur maður, sem
ekki dró úr því að einhverjar
smá brösur ættu sér stað með
hinum yngri mönnum þarna um
borð. Allt í gamni þó.
Bátsmaðurinn var Jóhannes
Narfason, mikill vinnuþjarkur og
framúrskarandi samvizkusamur.
Ég datt heldur betur í það,
þennan fyrsta túr minn á „Ými“,
því við lentum í sjóð-nógum ufsa
og fylltum skipið á 4 dögum. Það
voru hel.dur snögg viðbrigði fyrir
mig beint af skólabekknum, en
Á
Ymisstrandinu
Hrein jiessi burst Sjómannablaðinu YíUinij rétt fyrir síó-
usíu jól. Er hún síðasta rityrrð Siyurjóns Einarssonar,
shipstjóra, en hann veihtist shfindileiia í 75 ára afmivlis-
hófi Öldunnar 3. jan. oy lézt Juí urn nóttina sem hunnuiit er.
Sifiurjón shrifaði oft í Yíhimj »(/ var Jní jafnan shorin-
orður oy shemmtileijur. Ávallt var hann traustur liðsmað-
ur sjómannasiétiarinnar otj munaði heldur betur um, er
hnnn heitti sér.
Blaðinu er Jiví Ijúft að mega birta Jicssa sérstirðu ijrein
tifj Jiahhar jafnframt lanija samfjilijd of/ </«<) hynni við
Siyurjón á liðnum árum.
Ö. S.
ég hafði það þó af að halda pláss-
inu.
Föstudaginn 29. marz rauk
hann upp með hörku, norðaustan
roki, frosti og snjókomu. Við
vorum þá á Selvogsbanka og
andæfðum upp í veðrið í átt til
lands. Veður þetta olli miklu
tjóni. Vélbáturinn „Hermann“
frá Vatnsleysu fórst með manni
og mús. V.b. „Guðrún“ frá Bol-
ungavík sökk, en v.b. „Freyja“
bjargaði mönnunum. Kútter
,,Ester“, skipstjóri Guðbjartur
Ólafsson, bjargaði 38 manns af
4 Grindavíkur áraskipum, og
mann tók út af bát frá Sand-
gerði.
Við á „Ými“ urðum svo fyrir
því slysi að rekast á sker vestan
til við Þorlákshafnarbjarg. Skip-
ið festist ekki en varð flóðlekt,
það hafði verið andæft með hægri
ferð, kolsvarta bylur var á svo
að ekkert sást til.
Það voru nokkrar mínútur
liðnar frá vaktaskiptum. Við sem
vorum að fara af vakt, vorum í
þann veginn að stinga okkur í
kojuna, þegar skipið rakst á. Það
flýtti sér hver sem betur gat að
komast upp og taka til starfa,
en þar var hvergi greitt um, því
allt var einn klakabálkur. Surnir
gengu í að brjóta af bátunum,
aðrir að brjóta ofan af lúgum til
þess að komast að til að ausa, ef
leki skyldi vera kominn svo mikill
að skipinu að véldælurnar hefðu
ekki undan.
Þegar loks var hægt að lyfta
lúgunum kom í ljós að mikill sjór
var kominn í lestar, og var þá
hafizt handa um stampa-austur.
Skipinu var haldið eins næ'rri
landi og framast var unnt, og
lagzt fyrir akkeri.
Þrátt fyrir að ausið var af
kappi, hækkaði sjórinn stöðugt í
lestum, en hvorki lak í lúkar né
vélrúmi. Spurningin var því,
hvort skipið bæri fullar lestar af
sjó á lúkar og vélrúmi, ef ekki
kæmi að því áður að við hefðum
undan lekanum.
Þegar sjórinn v-ar kominn það
hátt að hægt var að standa á
lestarborðum, sem flutu upp og
halda sér í lúgukarminn og sei-
last niður til að sökkva í fötun-
VÍKINGUR