Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Side 15
StandiiV aldrei undir lieisi, livorki í lest
eða á dekki! Verið sérstaldega varkárir á
þeirri skipghliðinni, sem unnið er. Það get-
ur fallið úr heisinu. Bomman getur sveifl-
ast til í ótíma og valdið slysi.
unnar, eru m.a. atriði, sem þung
eru á metunum, þegar leitað er
eftir aðalorsökum slysa.
Þó ber að geta þess, að ósjald-
an kemur fyrir, að á skortir að
hlutdeild mannsins sé að fullu og
öllu rannsökuð, og er hætta á að
hún sé á stundum notuð sem
skálkaskjól, í stað þess að af-
greiða slysaorsökina sem óupp-
lýsta.
Vörn gegn slysum.
Slysakostnaðurinn, 25 til 30
millj. d. kr. á ári, að viðbættum
þjáningum hinna slösuðu, er
geysihár.
Um þetta eru allir sammála, og
það hlýtur að vera hægt að vinna
að fullkomnari vörnum. Með nán-
ari samvinnu við yfirmenn skip-
anna má ennþá ná verulegum ár-
angri í því að koma í veg fyrir
slysin.
Skipstjórnarmenn hafa með
höndum víðtækustu völdin um
borð í skipunum. Þeirra eru ekki
einungis völdin, heldur einnig
það, sem sérstaklega er nauðsyn-
legt í þessu efni; skyldurnar til
að stjórna og skipuleggja hvort-
tveggja; siglingu skipsins og
vinnu skipverja um borð og ferð-
ir þeirra milli skips og lands.
VÍKINGUR
----------------------------------------------------------------------------—~
Fyrir nokkrum árum tók ég saman nokkur atriði hér í Vikingnum varð-
andi slys um borð í skipum. Vegna þess, að öryggismálin eru „eilífðarmál",
sem aldrei firnast, er ekki óviðeigandi að endurvekja nokkur atriði til þess
að rifja upp fyrir mönnum hina sífelldu slysahættu, sem fylgir þessari at-
vinnugrein.
öll Norðurlöndin fjögur hafa um árabil staðið að samnorrænni rann-
sókn og ráðstöfunum til þess að koma í veg fyrir slys og tryggja öryggi
sjómanna.
Þessi þáttur norrænnar samvinnu, ásamt fleirum, er snerta atvinnuskil-
yrði sjómanna á vissulega erindi til okkar og er reyndar furðulegt, að ís-
lendingar skuli ekki hafa gerzt aðili að Samnorrænu nefndinni, en slíkt
samstarf gæti aldrei orðið okkur nema til góðs.
Rannsóknir nefndarinnar byggjast í meginatriðum á því, að spurninga-
listar eru sendir skipstjórum og yfirvélstjórum .verzlunarskipanna til út-
fyllingar, ásamt viðtölum við ýmsa viðkomandi aðila, og á úrvinnslu á þeim
gögnum, sem nefndinni berast byggir hún sínar niðurstöður og semur
sinar varúðarráðstafanir. Störf samnorrænu nefndarinnar hefur haft mjög
heillavænleg áhrif á öryggismál norrænna sjómanna.
Ótalmargar endurbætur hafa verið framkvæmdar og fjöldi atriða komið
fram, sem í fljótu bragði kunna að virðast þýðingarlitil, en eru við nán-
ari athuganir þýðingarmikill þáttur í heildarniðurstöðum rannsóknanna.
Eftirlitsmenn skipa og véla eru oft þýðingarmiklir tillöguaðilar um ör-
yggisreglur vegna þess, að frá þeim koma iðulega hörðustu kröfurnar.
Nefndin hefur bent á aðkallandi þörf á bættri þjálfun viðvaninga, með
það fyrir augum að auka menntun og starfshæfni sjómannsefna og byggja
upp hæfari starfskrafta innan sjómannastéttarinnar, bæði í vélarúmi og
ofan þilja. G. J.
Að vísu eru völdin skipstjór-
ans, frá fyrstu hendi, en auðvitað
felur hann stýrimönnum sínum
framkvæmdirnar að meira eða
minna leyti, eins og lög gera ráð
fyrir. Yfirvélstjóri hefur að
sjálfsögðu sérstakt vald og ber
ábyrgð á sínu athafnasviði, og
ábyrgð verkstjórans hvílir jafn-
framt á fleirum um borð sem
hafa slíkar stöður með höndum.
En öryggisþjónustan hvílir
fyrst og fremst á skipstjóra og
stýrimönnum, og kennsla í sjó-
rétti í Stýrimannaskólanum taka
þar öll tvímæli af.
Þessir aðilar hafa beztu skil-
yrði allra um borð til að fram-
kvæma varnir gegn slysum á sjó.
Fullkomnari upplýsingar og
strangara eftirlit er eittafmegin-
atriðunum, sem uppfylla þarf í
baráttunni gegn slysum.
Af hendi hins opinbera og út-
gerðarmanna mun vera hag-
kvæmast að styðja að, styrkja og
auka stórum fræðslu- og upplýs-
ingastarfsemi um slysavarnir og
auka áróðurinn í þeim efnum.
Þegar sannað þykir, að það sé
hlutdeild mannsins, sem er tíð-
asta orsök til árangurs, að beita
öllum mögulegum aðgerðum til
áhrifa á þennan „faktor."
Og á þessu sviði er ekki nóg að
gert.
Útgjöld til frekari aögeröa.
Upplýsinga- og áróðursstarf til
varnar slysum kostar peninga, —
mikla peninga, ef frekari árang-
ur á að nást.
En, ef litið er á útgjaldahlið
vegna slysanna, eru fjárframlög
til varnar þeim mjög gróðavæn-
leg „fjárfesting."
Það þarf skarpari aðgerðir en
hingaðtil. En hvar eru peningarn-
ir til þeirra hluta? Það skortir
hvorki vilja né áhuga hjá hinu
opinbera og útgerðarfélögunum.
Það er fjármagnið, sem skortir.
Slys, sem orsakast af raf-
magnsstraum, aðallega högg og
jafnvel bruni, koma oft fyrir um
borð í skipum.
Það er auðvitað nauðsynlegt að
15