Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Qupperneq 24
Sjónvarp ejóniannsins.
*
Hinn frægi málari Degas var eitt
sinn viðstaddur uppboð, þegar mál-
verk eftir hann var slegið á hálfa
milljón krónur.
Þegar hann var spurður að, hvern-
ig honum liði, svaraði hann:
„Svipað og veðhlaupahesti, sem
vinnur veðreiðar, — en eigandinn fær
verðlaunin."
„Hvort þykir þér betra vín eða kven-
íólk?“
„Það er undir aldrinum komið.“
*
v
A
K
T
I
N
s_____
Gömul kona heimsótti eitt sinn
alþjóðamót skáta. Henni lék mest
hugur á að fá að sjá Pólverjana.
Hún fékk ósk sína uppfyllta.
„Þetta var mjög ánægjulegt," sagði
hún; — en segið mér; eru þeir frá
suður- eða norðurpólnum ?“
*
„Það er undarleg manngerð, sem
þú hefur ráðið sem gjaldkera; kol-
rangeygður, haltur og með blóm-
kálsaugu.“
„Þetta var með ráðum gert; hann
þekktist auðveldlega ef hann skyldi
„stinga af!“
❖
„Við hljótum að vera sammála
stjórnarvöldunum í Louisiana fylki.
Þar eru í gildi lög um að fólk megi
ekki skilja nema tíu sinnum.“
„Já, það er nauðsynlegt að hafa
takmörk fyrir öllu!“
*
Hann: „í Austurlöndum fær mað-
ur tvo asna fyrir eina konu.“
Hún: „Þá hefi ég verið snuðuð, ég
fékk ekki nema einn!“
❖
Mamma: „Nú hafið þið verið svo
dugleg að hjálpa pabba með að þvo
upp, að þið eigið sannarlega hrós
skilið."
Litli bróðir: „Hvað þýðir hrós?“
Stóri bróðir: „Það þýðir að við
fáum ekki grænan eyri.“
*
„Yður þýðir ekkert að koma hér
og telja mér trú um að það sé ekk-
ert að mér,“ sagði gamla konan við
lækninn. Ég skal láta yður vita, að
ég var mesti vesalingur, löngu áður
en þér fæddust."
*
„Listin við að vera góður dans-
maður," sagði danskennarinn, er sú,
„að kunna að flytja til fæturna áð-
ur en mótaðilinn fær tíma til að
troða á þeim.“
*
Þú getur sagt hvað þú vilt um að
ganga í þröngum skóm, þvi fylgir
sá kostur að maður gleymir öllum
j öðrum plágum.
— Því miður er allt upptekið hér á
hótelinu.
Prestur nokkur, sem þjónaði hér um
miðja síðustu öld, þótti nokkuð ber-
orður; sérstaklega í hjónavígsluræð-
um.
Eitt sinn, er hann var að gifta
frænsku sína, sem komin var eitthvað
á leið, komst hann svo að orði:
— þú, brúður! Rík ertu ekki, það
vitum við, fögur ertu ekki, það sjáum
við. En að hann hefur elskað þig, —
það dylst okkur ekki.
*
Liðþjálfinn öskraði í dyragætt-
inni: „Innan fimm sekúndna verðið
þið allir að vera mættir í æfinga-
salnum!"
Nýliði stakk höfðinu undan sæng-
inni: „Getum við ekki fengið að
koma eilítið fyrr ef okkur langar
til?“
*
24
VÍKINGUR