Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Side 27
Daníel Sigurðsson, Kolmúla, er
fæddur að Karlsstöðum í Vöðla-
vík í Suður-Múlasýslu 16. marz
1901. Foreldrar: Sigurður Sig-
urðsson og kona hans Þorbjöi'g
Sigurðardóttir. Ólst Daníel upp á
Kolmúla hjá afa sínum og ömmu.
Daníel byrjaði sjómennsku innan
við fermingaraldur, fyrst á opn-
um bátum og síðar á vélbátum á
Austurlandi. Byrjaði formennsku
1923 á „Bergþóru," sem gerð var
út frá Hornafirði. Síðan var
Daníel formaður á Þórshöfn á
Langanesi í fjölda ára, með ýmsa
báta. Daníel fór fyrst til Vest-
mannaeyja til sjóróðra 1918, þá
háseti á „Halkion 1“ til Stefáns
Guðlaugssonar í Gerði. Eftir það
er Daníel sjómaður í Eyjum í
mörg úthöld, ýmist sem háseti
eða vélamaður. Formennsku byrj-
aði hann upp úr 1930 í Eyjum
með m.b. „Svan“ og síðan með
„Neptúnus" og „Ingólf.“ Eftir
það hætti Daníel formennsku í
Frainh. á hls. 44
Jón Á. Jónsson.
„Gunnar Hámundarson“ 17.00 tonn.
Smíðaður í Noregi 1924.
Hólberg Jónsson, Reykhólum,
er fæddur á Arnarnesi þann 17.
nóvember 1913. Foreldrar: Jón
Jónsson og Jónheiður Guðbrands-
dóttir og með þeim ólst hann upp.
Hólberg byrjaði sjómennsku 14
ára með föður sínum í Faxaflóa
og var með honum óslitið í 10 ár.
Síðan fóru þeir feðgar til Vest-
mannaeyja og var Hólberg með
föður sínum fyrstu árin þar á
mótorbát. Árið 1945 byrjar Hól-
berg formennsku á m.b. „Þrist,“
síðan á „Erni“ og þá „Stakkár-
foss“ og loks er Hólberg með m.b.
„Björgvin," sem hann átti sjálf-
ur og var með hann í 14 ár. Upp
úr því hætti Hólberg sjómennsku
og hefur stundað netaveiðar síð-
ari árin og var mjög heppinn á
þeim veiðiskap. Jafnhliða stund-
aði hann sjó með happi öll þau
ár, sem hann var formaður.
Daníel Sigurðsson.
„Unnur“ 14.00 tonn.
Smíðuð í Danmörku 1922.
Jón Á. Jónsson, Reynivöllum,
var fæddur á Akranesi 30. ágúst
1892. Foreldrar: Jón Ásbjörns-
son og Guðrún Jónsdóttir. Jón
Byrjaði sjómennsku á skútunum
frá Reykjavík og síðar á togur-
um, áður en Vökulögin komu og
var á þeim í mörg ár. Síðan er
Jón formaður á opnum vélbát frá
Reykjavík í 10 ár. Einnig var
Jón formaður í Sandgerði. 1930
flytur Jón til Vestmannaeyja og
gerist formaður á m.b. „Erni“ og
hafði formennsku á honum í
nokkur ár. Síðan kaupir Jón
„Unni 111“ og er með hana nokk-
urt tímabil. Seldi síðan þann bát
og tók þá við m.b. „Glað“ og því
næst með m.b „Gulltopp."
Upp úr því flutti Jón til Rvík-
ur, sem mun hafa verið árið 1948
og stundaði sjómennsku þar í 6
ár, bæði frá Reykjavík og Njarð-
víkum. Jón átti langa og stranga
sjómannsævi,því hann gaf hvergi
eftir og var heppinn formaður.
Frnmli. á bli. 44
Hólberg Jónsson.
„Ingólfur“ 12.00 tonn.
Smíðaður í Reykjavík 1915.
VlKINGUR
27