Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Side 34
Þessi eftirlíking var notuð við rannsóknirnar á áhrifum vindsins á seglabúnaðinn og skipið.
raunverulega var á hverjum
stað!
Veðrið er háð töluvert flókn-
um og oft snögg breytilegum loft-
þrýstingi. Og rétt 100 sjómílur
frá stað með hagstæðum byr, var
kannske alveg logn. Því var með-
alhraði skipanna líka svona lítill.
Nú á dögum vita skipstjórarn-
ir meira um veðrið. Fjarskipta-
tækin er hin stóra framþróun,
sem seglskip geta líka notfært
sér. Auk þess er nú til gnægð
góðra hjálparvéla og siglinga-
tækja.
Þótt gömlu seglskipin hafi á
ýmsan hátt siglt með seglbúnað,
sem ekki að öllu leyti fullnægði
fullri nýtingu þeirra, þá tókst
þeim oft að ná undraverðum
hraða og lögðu að baki hundruð
mílna fjarlægðir á stuttum tíma
— en skyndilega gat byr breytzt
og var þá ekki um að spyrja, að
tekið gat margar vikur að komast
yfir tiltölulega lítið svæði. Ef
slíkt átti sér stað í þoku og ná-
lægt strönd, varð oftast úr því
strand.
34
Með fjárstyrk frá þingi Ham-
borgar hefur verið unnið að því
að planleggja svo kallað „Dyna-
skip“, sem vera á 17000 tonn að
stærð. Skip af þessari stærð geta
komizt inn í allar helztu hafnir.
Á flutningasvæðinu er nú mest
þörfin fyrir skip, sem eru 10000
til 18000 tonn að stærð og þar er
samkeppnin afar hörð.
„Dynaskipið“ verður 160 m
langt og með klefa fyrir 28 skip-
verja og 12 farþega. Klefarnir
verða staðsettir á efsta þilfari
langt frá hávaða hjálparvélanna.
Skip undir seglum fer mikið
betur í sjó heldur en skrúfuknúið
skip. Ætti það eitt að geta dregið
að sér skipverja og farþegar.
Uppfinningamaðurinn hefur
með nákvæmum rannsóknum sín-
um komizt að þeirri niðurstöðu,
að kostnaðurinn við flutning á
vörum með þessu skipi verði %
lægri en með venjulegum mótor-
skipum á sjóleiðinni yfir til
Ameríku frá Evrópu.
Lengra er vart hægt að komast
með útreikningunum einum sam-
an, en uppfinningamaðurinn
reynir nú að fá skip sitt smíðað,
svo að vitneskja fáist fyrir því,
hvort hugmyndir hans standast
í reynslu.
Smíðin mun kosta um 110 millj-
ónir íslenzkra króna. Stórt skipa-
smíðafyrirtæki í Hamborg hefur
fengið áhuga á þessu og eru
samningar byrjaðir um smíðina
og útvegun fjármagns til hennar.
Verði það úr að skipið verði
smíðað, mun jómfrúrferð þess
vafalaust vekja mikla eftirtekt —
jafnvel meiri athygli en fyrsta
ferð kjarnorkuskipsins „Savan-
nah“.
Það verður stórkostleg sýn að
sjá þetta 160 m langa skip með
60 m há möstur, og undarlegt
verður að horfa á ósýnilegar
hendur hífa upp seglin og hag-
ræða þeim á rárnar, svo að þau
myndi 9600 m2 stóran flöt fyrir
ókeypis orku til að blása í sjálf-
an vindinn.
VÍKINGUR