Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Blaðsíða 36
atriði fyrir sér yngri og eldri
mönnum, svo að ekki verður van-
þekkingu eða óvitaskap um
kennt, aðeins gáleysi. Gáleysi,
sem í þessu tilfelli hefði eftir
Guðs og manna lögum kostað
þessa tvo ágætismenn lífið en
fyllt forsíður dagblaðanna gleið-
letruðum fyrirsögnum um hrylli-
legt slys á Hafnarfjarðarhöfn.
Þegar yngri maðurinn, sem
jafnframt er sögumaður minn,
kom niður í ketilinn, sá hann
strax, að eitthvað alvarlegt var á
seyði þar sem yfirmaður hans lá
endilangur á bakinu í djúpum
svefni eins og eftir klóróform.
En í stað þess að hugleiða ástæð-
una, sem þó var augljós, og reyna
að komast upp til þess að ná í
hjálp, byrjaði sögumaður minn
að toga í hinn manninn og draga
hann til en mun hafa sofnað eins
og hinn fyrri á örfáum sekúnd-
um.
Það næsta, sem gerist, er að
sögumaður minn vaknar til með-
vitundar þar sem hann liggur á
grúfu yfir fótum hins mannsins,
en hann liggur sem fyrr á bakinu
með höfuðið neðan við hið opna
ketillok.
Meðan sögumaður er að vakna,
rennur staðreyndin upp fyrir
honum (eiturloft eða súrefnis-
leysi). En ekki dettur honum í
hug að reyna að komast upp,
heldur byrjar enn að toga og
bjástrar við hinn ennþá stein-
sofandi mann og tekst á einhvern
hátt, honum allsendis óskiljanleg-
an, að troða hinum ósjálfbjarga
manni upp í ketilopið og út og
komast svo sjálfur á eftir. Með
aðstoð hins unga ferjumanns
tókst að koma hinum svæfða
manni niður á þilfar og leggja
hann þar til, og þar lá hann í
tæpa tvo klukkutíma, áður en
hann var kominn það mikið til
sjálfs síns að tiltækt þótti að
koma honum í land.
Aðspurður kvaðst ferjumaður
ekki hafa gætt á klukkuna, þeg-
ar söguhetjur okkur fóru niður,
en gizkaði á, að þeir hafi verið
þar niðri um tvo tíma.
Það voru tveir fámálugir
menn, sem drógust upp í leigu-
bíl frá Steindóri og voru fluttir
heim. Yngri maðurinn vitandi
um nýafstaðna hættu og ástæð-
una fyrir henni og hafði ekki
misst annað úr meðvitund sinni
varðandi þennan atburð en tím-
ann, sem dásvefninn stóð yfir.
Hann jafnaði sig þá einnig fljótt
og mætti til vinnu sinnar næsta
dag. Hann var að vísu aumur og
lerkaður en virtist ekki hafa nein
teljandi óþægindi af hinni óvæntu
svæfingu.
Eldri maðurinn varð verr úti,
hann lá nokkra daga eftir áfallið
og vaknaði ekki til fullrar með-
vitundar fyrr en daginn eftir.
Allt það, sem gerðist frá því að
hann fór niður í ketilinn, þar til
hann vaknaði í rúmi sínu, var
tapað úr minni hans, og hefur
hann ennþá enga hugmynd um þá
atburði, nema eftir frásögn
yngri mannsins. Enda þótt hann
hjálpaði til við að komast í bát-
inn og upp úr honum og í bílinn
í landi, kom minnið ekki fyrr en
síðar. Að sjálfsögðu hefur hann
einnig óafvitandi tekið þátt í
uppgöngu úr katlinum, því að
annars hefði verr farið.
En hér skall hurð vissulega
nærri hælum fyrir fljótræði, ekki
einu sinni heldur tvisvar, þ. e.:
að fara niður í ketil, sem búinn
var að standa lokaður í langan
tíma, án þess að gera neinar ör-
yggisráðstafanir og í öðru lagi
að yngri maðurinn gerði tilraun
til þess að troða svæfðum manni
á undan sér upp úr þessari vist-
arveru, er hér um ræðir, því að
enga skynsamlega ástæðu er að
finna fyrir þeirri ákvörðun hans
frekar en hinni, sem þeir tóku,
þegar þeir í einu hljóði ákváðu
niðurgöngu. Með þeirri tilraun
hefði hann vel getað orðið valdur
að dauða beggja, þar sem ekkert
annað en kraftaverk hefur getað
forðað því, að þeir festust báðir
á þeirri leið.
Því skrái ég þessa sögu, að
aldrei verður of oft brýnt fyrir
mönnum að gæta fyllstu varúðar,
jafnt í líkum tilfellum og hér um
ræðir og yfirleitt í öllum sínum
störfum, ekki sízt í vélafaginu.
Þar má aldrei flýta sér um of.
Þar má aldrei hreyfa hlut án
þess að þekkja hann til hlítar og
þar má aldrei tefla á tæpasta
vaðið.
Þessir menn vissu þetta allt,
en þó kom þetta fyrir þá fyrir
35 árum. En því miður er þetta
ekkert einsdæmi. Fjöldamörg slys
hafa orðið á þeim árum, sem síð-
an eru liðin. Slys, sem rekja má
til sömu ástæðu, aðgæzluleysis og
fljótfærni.
Guðfinnur Þorbjörnsson.
HUGSAÐ Á
SAMNINGAFUNDUM
Fenginn illa au&urinn
í áttir margar borinn.
Ákaft amlar sauöurinn
áður en hann er skorinn.
Ennþá máttu færa fóm
fósturlandsins vinur.
Ráðavana ríkisstjóm
riðar nú og stynur.
Hennar fögru fyrirheit
frusu úti á hjami.
Arka nú í auraleit
Emil, Gylfi og Bjami.
Yfirmenn þjóðinni baka tröl
bátana setja á land.
Togaraflotinn á vonarvöl
og viðreisnin komin í strand.
Vélstjórar í vígamóö
vildu samningsfriðinn.
Ríkisstjórnin raöagóö
rak þá út á miöin.
*
36
VÍKINGUR