Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Síða 38
Sigurjón Einarsson, skipstjóri
MINNING
Enn einu sinni hefir dauðinn
grisjað í hópi forustumanna sjó-
mannastéttarinnar.
Að kvöldi hins 3ja jan. s.l. var
Sigurjón Einarsson, skipstjóri,
hrifinn á brott, þar sem hann
dvaldi ásamt konu sinni, og naut
fagnaðar meðal starfsbræðra
sinna og annarra vina.
Sigurjón Einarsson var fæddur
að Gestshúsum í Hafnarfirði hinn
25. janúar 1897 og var því tæp-
lega 72 ára er hann lézt.
Hann hóf sjómennskuferil sinn
á Kútter Morgunstjörnunni að-
eins 9 ára að aldri undir hand-
leiðslu föður síns. Þar með voru
örlög hans ráðin. Sjómennskan
varð hans ævistarf, og má segja,
að þá hafi íslenzku sjómanna-
stéttinni bæzt sá liðskostur, sem
hana munaði um og sem hún bjó
að um sex áratuga skeið.
Sigurjón var um nokkur ár á
kútterum. Menntaði hann sig í
Flensborg. Var 2 ár á þýzkum
togurum, en 18 ára fór hann í
Sjómannaskólann og lauk fiski-
mannaprófi þaðan. Var hann þá
búinn að vinna sér siglingatím-
ann — og ríflega það. Tvítugur
að aldri lauk hann svo farmanna-
prófi frá Stýrimannaskólanum.
Haustið 1918 kvæntist Sigurjón
eftirlifandi eiginkonu sinni,
Rannveigu Vigfúsdóttur, ættaðri
af Snæfellsnesi. Má fullyrða að
við hlið þess lífsförunauts hafi
hann notið þess styrks og ástúð-
ar, sem drýgst verður hverjum
manni til athafna og dáða. Er sízt
ofmælt að þar hafi Sigurjón
höndlað sína lífshamingju, sem
entist honum í blíðu og stríðu þar
til yfir lauk.
Og ekki dreg ég í efa að frú
Rannveig eigi, í sínum hljóðu
minningum ekki ósvipuð ummæli
um sinn horfna eiginmann.
38'
Á því tímabili, sem Sigurjón
hóf sína sjómennsku, var lífsbar-
áttan hörð og oft óvægin.
Skaphöfn hans hefur gætt hann
í ríkum mæli þeim dugnaði og at-
orku, sem hann hafði til að bera
og hóf hann til forustuhlutverka
bæði til sjós og lands.
Þar við bættist að hann var
skarpgreindur að eðlisfari, fljót-
ur að átta sig á kjarna mála, og
var mjög létt um að leiða þá í
ljós í ræðu og riti.
1927 tók Sigurjón við skip-
stjórn á b/v Surprise frá Hafnar-
firði, hafði hann þá verið skip-
stjóri á bátum og stýrimaður á
togurum um 10 ára skeið við góð-
an orðstír, en í þá daga tók tím-
ann sinn að ná „toppnum," og
náði honum aldrei nema úrvalið
úr stéttinni.
Vel aflaði Sigurjón á Surprise
og kom árangur þess bezt í ljós
við að eigandi hans, hinn kunni
útgerðarmaður, Einar Þorgilsson
í Hafnarfirði, lét byggja í Eng-
landi togarann Garðar, sem Sig-
urjón tók við skipstjórn á 1930,
og var með hann þar til hann
fórst 1943 við strendur Bretlands,
af völdum ófriðarins. Togarinn
Garðar var stærsta skip íslenzka
flotans, meðan hann flaut. Traust
byggður og afburða sjóskip. Væri
girnilegt til fróðleiks, ef ein-
hverntíman fengist yfirlit um
hið óhemju aflamagn, sem Sigur-
jón færði að landi á því skipi,
bæði af síld og bolfiski.
Eftir hið þunga áfall við missi
uppáhaldsfleytu sinnar, Garðars,
hélt Sigurjón áfram skipstjórn á
togurum um 17 ára skeið.
Hann hélt ávallt reisn sinni sem
mikill aflamaður og snilldar sjó-
maður og stjórnandi.
Þegar Dvalarheimili aldraðra
sjómanna var reist, varð hann
fyrsti forstjóri þeirrar viðamiklu
stofnunar, sem þá var í mótun og
gegndi því ábyrgðarstarfi með
mikilli prýði um 10 ára skeið.
1 hagsmunamálum sjómanna-
stéttarinnar lagði Sigurjón af
mörkum óhemju mikið og giftu-
ríkt starf. Kom þar glögglega í
Ijós hvað maðurinn hafði til að
bera af andlegum verðmætum.
Stíll hans í rituðu máli einkennd-
ist af skarpri hugsun og rökfestu
í flutningi.
Honum var ekkert óviðkom-
andi, sem snerti hag og heill sjó-
mannastéttarinnar og reyndar
allrar þjóðarinnar og var jafn-
vígfimur með pennan í sókn sem
vörn.
I stórmálum okkar lét hann
einna mest að sér kveða í land-
helgis- og slysavarnarmálum. Á
þeim vettvangi þurfti enginn
hann að eggja, enda mun áhrifa
hans þar gæta um ókominn tíma.
I slysavörnum stóð hann ekki
einn, þar átti hans ágæta kona,
Rannveig, óslitna samleið með
honum.
Um langt árabil stóðu þau lijón-
in, með nánu samstarfi, framar
lega í forustusveit þeirri, sem
lyfti Grettistaki í þeim mann-
úðar- og hugsjónamálum, að
bjarga mannslífum og varna slys-
um. Aukið öryggi á sjónum var
hjartansmál þeirra hjóna;
Sigurjón var mikill félags-
hyggjumaður. Hann tók' virkan
þátt í stofnun F.F.S.l. og starf-
aði f stjórn samtakanna um ára-
VÍKTNCHJ’r’