Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Page 41
m/b Friðbert Guðmundsson.
Hinn 21. des. s.l. kom m/b „Friðbert Guðmundsson“ ÍS 403 til heimabafnar sinnar,
Suðureyrar, frá Frederiksbavn eftir að hafa fengið skipt þar um vél. Báturinn er byggð-
ur í I'rederikssundi í Damtiörku árið 1958 og er 81 brúttó lest að stærð. f liann var þá
sett B & W Alpha dieselvél 280/310 hestafla 4 strokka. Hin nýja vél sem nú er í bátn-
um er 400/440 hestafla B & W Alpha dieselvél, einnig 4 strokka, og þrátt fyrir að vél
þessi er svona mikið aflmeiri er liún styttri og tekur minna pláss en eldri vélin, sem í
bátnum var. — Þessi nýja gerð af B & W Alpha dieselvélum er með olíukældum stimpl-
um, sem dragu á mjög úr sliti strokkanna. Ennfremur er þessi vélagerð með lausar
skiptanlegar strokkfóðringar, „roterandi“ skolloftsblásara og viðltyggðan ferskvatnskæli.
með sæmilega skynsemi kítið
bjóða sér.
Ef vitglóra hefði verið í laga-
smíðinni, hefði þessu verið dreift
jafnt yfir allan almenning á land-
inu.
Viðbrögð sjómanna urðu lílca
snögg, og mótmælum rigndi yfir
stjórnarvöld, sem aðeins brostu,
bókstafurinn blífur, verkfall er
ekki svo hættulegt, því atvinnu-
leysi hefur verið skipulagt.
Að sönnu voni þetta orð í tíma
töluð.
Innan F. F. S. í. voru kjara-
málin endurskoðuð og til viðbót-
ar fyrri kröfum sett fram krafan
um lífeyrissjóð og frítt fæði. Með
tveim síðustu kröfuliðunum töld-
um við okkur fá verulegar bætur
til baka af ránsfeng ríkisstjórn-
arinnar.
Eftir langt þref fékkst lífeyris-
sjóðskrafan uppfyllt, þó með
meiri annmörkum en gott þótti.
Fæðiskrafan var síðan til um-
ræðu svo dögum skipti. Vildum
við fá frítt fæði, en við það var
ekki komandi. Til samkomulags
var lagt til af okkar hálfu, að fá
greiddar 3000 kr. upp í fæði pr.
mánuð og til viðbótar yrði aldrei
greitt meira en 1500 lcr. upp i
fæði. Ef fram úr þessu færi
skyldi útgerðin taka á sig kostn-
aðinn.
Þannig stóð þá deilan með fæð-
ið, er ríkisstjórnin setti lögin sín,
auk þess sem eftir átti að leysa
1100 kr., fyrmefnda fatapen-
inga, sem aðeins koma til
þegar slcip fiskar fyrir trygg-
ingu.
Sjómannafélagið hafði þá
dregið sig út úr deilunni með
þann varnagla samt í samkomu-
lagi við útgerðarmenn, að þess
félagar skyldu allar sömu kjara-
bætur hafa og yfirmenn kynnu
að fá, og þar með var Jón Sig-
urðsson orðinn helzti dýrlingur
þjóðarinnar og gat átt náðuga
daga heima, meðan aðrir áttu að
tosa inn frekari kjarabótum.
Annars vil ég leyfa mér að víta
öll vinnubrögð í þessari deilu.
Samkvæmt upplýsingum Jónasar
Haralds fullyrðir fiann, að full-
VÍKINGUR
trúar sjómanna í Verðlagsráði
ásamt ríkisstjórn hafi verið bún-
ir að móta lcjaraatriðin, áður en
til verkfalls kom og ríkisstjórnin
hafi lofað að beita sér fyrir fram-
gangi þeirra.
Kjaraatriðin, sem þar varð
samkomulag um, voru nánast
þau sömu og lögfest voru eftir
mánaðar langt verkfall. Um þessi
atriði var okkur í samninga-
nefnd sambandsfélaga F. F. S. I.
ekki kunmigt og héldu fulltrúar
okkar í Verðlagsráði þessu leyndu
fyrir okkur. Fulltrúarnir vilja þó
ekki viðurkenna, að þetta sé rétt,
og stendur þar staðhæfing gegn
staðhæfingu milli fulltrúa sjó-
manna í Verðlagsráði og Jónasar
Haralds um sannindi þessi.
Hitt kom fljótt í Ijós, að reynt
var af fulltrúum okkar í Verð-
lagsráði að teyma deiluna inn á
lausn þessara atriða, svo ekki er
mér grunlaust um að Jónas segi
sannleikann.
Forsætisráðherra fullyrðir líka,
að hafa átt þátt i lausn deilunn-
ar, þótt ég yrði aldrei var við það.
Ábyrgð hvílir því mikil á hon-
um, ef hann hefur verið búinn að
samþyklcja áðurgreind kjara-
atriði fyrir verkfall, en lætur þau
boð ekki berast til samningsaðila.
Ef slíkt boð hefði legið frammi
í upphafi deilunnar, hefði ég að
minnsta lcosti tekið það til athug-
unar og vélstjórar aldrei látið til
verkfalls koma.
Ábyrgðin er því sannarlega
þung, sem hvílir á núverandi for-
sætisráðherra, auk þess sem
skömmin er hans, þótt hann láti
blöðin sín, Mogga og litla Mogga
þrástagast á því, að einhverjum
öðrum sé um að kenna.
„Ég veit betra meðal við kvefi en
rommtoddý.“
„Það er ágætt, — en ég kæri mig
ekkert um að vita það!“
*
41