Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Blaðsíða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Blaðsíða 44
Hann tók fram í fyrir henni. — Auðvitað var mér ljóst að þér myndi finnast það einkenni- legt, Sally, en ég vissi samt að þú myndir koma. Mér fannst við ekki geta talað almennilega út heima. Hann greiddi þjóninum fyrir drykkinn, sem henni var færður. Hann velgdi henni vel og veitti henni kjark. til að spyrja: — Hvað er að, Ted ? Segðu mér hvað angrar þig. — Sally, ég bið þig að reyna að skilja mig. Þú trúir ekki hvaðmér þykir leitt að þurfa að hryggja þig, en ég er kominn heim til að spyrja þig hvort þú fáizt til að skilja við mig. ■— Skilja! Þetta hræðilega orð féll eins og sprengja. Sally fannst hjartað stöðvast í brjósti sér, og síðan hamast. Þetta var ekki vondur draum- ur. Það var martröð! Samskonar og hún fékk á sjúkrahúsinu, þeg- ar litli Ted kom í heiminn um keisaraskurð. Hún hafði stundum endurlifað það í martröð, er hún lá ein í svefnherberginu heima og vaknaði þá alltaf í svitabaði, með mikinn hjartslátt. — Þetta gat ómögulega verið veruleiki. — Eftir öll hamingjusömu árin, sem þau höfðu átt saman. Fram. í næsta blafti iiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim BÁTAR OG FORMENN - Ásbjörn Þórðarson frli. af bls. 26 undir- og yfirmaður. Hann var talinn með duglegustu sjómönn- um og fórust öll störf vel úr hendi. Ásbjörn vinnur nú á nóta- verkstæði og sér honum enginn bregða. Bjarni Eyjólfsson frli. af bls. 26 v/b Huginn, en varð þá að hætta við sjóinn vegna veikinda. Síðan hefur Bjarni verið starfsmaður hjá Vestmannaeyjakaupstað eða í 33 ár, fyrst sem bifreiðarstjóri, Framh. af hls. 39 hann og eitthvað hefur birzt í blöðum og tímaritum. Margar frumsamdar og þýddar greinar hefur hann skrifað í sjómanna- blaðið Víking um sjómanna- og siglingamál og annað óskylt efni. Víðlesinn var hann í fornum og nýjum ritum og var því ótrúlega fróður um marga hluti. Hann tók mikinn þátt í félagsmálum Stýri- mannafélags íslands og Skip- en síðan 1955 sem verkstjóri og séð um vegagerð og malbikun og er nú yfirverkstjóri hjá Vest- mannaeyjabæ. Einar Torfason frh. af hls. 27 unum 1950—1951. Upp úr því er Einar yfirmaður á togurum til 1957 og hætti þá sjómennsku. Einar var harðsnúinn sjómaður, eins og faðir hans og margir af hans ættmönnum. Einnig er Ein- ar prýðilega greindur og góður námsmaður. Eftir að Einar hætti á sjónum hefur hann verið toll- vörður í Reykjavík. Jón Á. Jónsson frh. af bls. 27 Síðasta ár sem Jón lifði, var hann kennari við Stýrimanna- skóla Reykjavíkur í verklegu, svo sem splæsingum og ýmsu, sem að lítur því. Jón lézt þ. 18. júní 1956. Daníel Sigurðsson frh. af hls. 27 Eyjum, en stundaði þó sjó eftir það. Daníel var einnig á togurum, þá var hann í 10 ár á varðskip- unum, lengst á Ægi. Eins og sjá má hér að framan, er Daníel með allra beztu sjómönnum og jafn- hliða fórst honum formennskan mjög vel úr hendi. Hann er nú hættur sjómennsku eftir langt starf á sjónum og hefur verið hin síðari ár starfsmaður hjá Eim- skipafélagi Islands. stjórafélags Islands. Var í stjórn þessara félaga og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum. Hann var ávallt glaðvær og hrókur alls fagnaðar í vinahóp, átti létt með að sjá hinar skoplegu hliðar lífs- ins engu síður en þær alvarlegu. Frásagnarhæfileikar hans voru slíkir, að allir sem til hans heyrðu höfðu óblandna ánægju af, ekki sízt þegar um létt hjal var að ræða. Störf sín vann hann ávallt af dugnaði og trúmennsku, og í samskiptum við meðbræður sína sýndi hann drengskap og velvilja. Hann var einn þeirra manna, sem ekkert aumt mátti sjá, og vildi allra vanda leysa. Birgir var mikill lánsmaður í einkalífi sínu. Hinn 7. júlí 1940 gekk hann að eiga Hrefnu Gísla- dóttur, verzlunarstjóra á Seyðis- firði, og hafa þau eignast 3 mann- vænlega syni, allir uppkomnir. Björk við tannlæknisnám í Kaup- mannahöfn, Ragnar Stefán, er nemur húsgagnasmíði í Reykja- vík, og Gísla, sem er við nám í matreiðsluskólanum. Hrefna er dótturdóttur séra Arnórs Árna- sonar fyrrum prests í Hvammi í Skagafirði. Betri lífsförunaut gat Birgir ekki valið sér. Kom það bezt í ljós nú í veikindum hans. Með undraverðu þreki, þolgæði og fórnfýsi vék hún varla frá sjúkrabeði hans frá því hann kom helsjúkur heim í desember 1967 og þar til yfir lauk rúmu ári seinna. Mest af þessum tíma lá Birgir heima, og hjúkraði hún honum þar af mikilli nærgætni og gerði allt, sem í liennar valdi stóð, til að gera honum veikindin sem léttbærust. Og naut þá góðr- ar aðstoðar sonu þeirra. Sýndi Birgir henni þakklæti sitt, og taldi hún sér það næga umbun. Um leið og ég votta ástvinum þínum samhryggð mína, þakka ég þér kæri frændi fyrir allar þær ánægjustundir, sem við höfum átt saman, og óska þér góðrar ferð- ar til þeirra heimkynna, sem þú ferð til nú, og sem við öll eigum eftir að fara. Guð blessi minningu þína. Jón Eiríksson. 44 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.