Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Side 9
verndarvættur yfir þorpinu. Eru,
að mig’ minnir, yfir 20 tröppur
upp að ganga á klöppina, sem
kirkjan stendur á, en á flestar
hliðar er klöppin snarbrött.
Húsin standa í fremur óreglu-
legum röðum undir og utan í höll-
um bjarghólanna og eru stein-
sökklar ýmist steyptir eða hlaðn-
ir undir sumum þeirra, en tré-
pallar á stólpum undir öðrum.
Mjög óhægt er um alla gatna-
gerð vegna grunns jarðvegs og
hins mishæðótta bæjarstæðis. En
fagurt útsýni er af mörgum hóln-
um.
í sundinu fyrir neðan nýju
kirkjuna stendur gamla kirkjan,
sem nú er notuð fyrir bókasafn,
og þar fyrir neðan nokkuð reisu-
leg bygging „Konunglegu græn-
lenzku verzlunarinnar" ásamt
lágreistum húsum sem þjóna sem
lögreglustöð og pósthús. — Þess-
ar byggingar standa bak við há-
ar klappir upp frá höfninni og
liggur göngustígur yfir klappirn-
ar og síðan taka við gamlir tré-
stigar með mörgum höftum (ég
held yfir 30) niður á aðalveginn,
sem liggur upp frá höfninni upp
bratta lægð gegn um miðhluta
þorpsins alla leið upp að nýja
barnaskólanum og spítalanum. Er
vegur þessi vel fær bifreiðum,
sem ég sá þarna nokkrar, aðal-
lega jeppa og fáeina vörubíla. Er
hann, sem og aðrir vegir í þorp-
inu, púkkaður með grjóti (granít-
mulning) og borinn ofan á hann
einskonar sandur mógulur ogaur.
Þar sem hætta er á að vatn renni
yfir veginn eru byggðar rennur
meðfram honum þannig að í
skurði, sem tekur við vatninu eru
lagðar steyptar hellur í tvöfaldri
röð beggja megin í bakkana, en
botninn er auður og varna hell-
urnar því að bakkarnir hrynji
niður og hefti vatnsflauminn.
Við höfnina er slippur eða
dráttarbraut fyrir skip, sem get-
ur tekið 250 tonna skip upp til
viðgerða. Þar er einnig svokallað
,,Fiskhús“ þar sem fiskimenn
Grenjastaða leggja inn afla sinn.
— Sá ég í eina tvo til þrjá daga
margt fólk þar að vinnu og voru
VÍKINGUR
Hvergi eru jafní’alleg og stillileg börn og
þau gfænlenzku.
konur í miklum meirihluta, því
karlmennirnir sækja sjóinn eins
og gefur að skilja; mest á litlum
trillubátum, að mér sýndist, sem
minntu mig á gamlar skipsjullur
frá skútuöldinni hér heima, bæði
hvað snerti stærð og lögun.
Þegar horft er á Sisimiut af
ytri höfninni í glitrandi sólskini,
er líkast sem litla vinalega álfa-
borg sé að líta. Litlu marglitu
húsin inn á milli granítfellanna
gætu vel verið æfintýrahallir, þar
sem nettvaxnar álfaprinsessur
skyggnast út um gættir og
gluggarúður eftir því hvort álfa-
prinsarnir séu á leiðinni heim
með mikla veiði.
En svo verður þetta ósköp
hversdagslegt, en þó um leið við-
feldið og hlýlegt og minnir afar-
mikið á vestfirzk fiskiþorp eins
og þau litu út fyrir 30—50 árum
þegar skútu- og smábátaútgerðin
var á sínum bezfu viðgangsárum.
Og jafnvel fólkið er ekkert ó-
svipað því er ég man frá bernsku-
árum mínum heima þegar það fór
að fleygja frá sér skinnsokkum
og roðskóm og fór að læra að
ganga á gúmmístígvélum í stað-
inn. Svipmót þess er hýrt og
vinarlegt. Dálítið er það þó mis-
frítt. Karlmennirnir bera með
sér að þeim er veiðimennskan í
blóð borin; svolítið silalegir, en
eldsnöggir í hreyfingum, ef
ástæða knýr.
Og þá er nú kvenfólkið, dökk-
brýnt og brúneygt og brosandi
svo sem geislum stafi af hvörm-
um þess. Og' þetta augnabros
þeirra er svo miklum töfrum sleg-
ið, að jafnvel yfir andlit hinna
ófríðustu meyja og kvenna bregð-
ur það slíkum ljóma að öll lýti
hverfa. En mörg er þarna mærin
væn og dáfögur, en engin þeirra
vefur lengur „hárið nett frá
hvirfli í topp upp snúið,“ og
borðalitir hans Sigurðar míns
Vólknúnir hátar leysa af hólnii göinln
kajakana.
Tíinarnir breytaet.
187