Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Page 18
eins til að eiga varasjóð. Voru
fiskigeymslur þessar orðnar
margar og þéttar víðsvegar um
fljótið. Leiðin út að þorpinu,
þessum Feneyjum Afríku var
merkt með staurum, og var síma-
lína hengd upp á þá.
Þetta var löng leið að fara, ca.
4 til 5 kílómetrar, fyrir allavega
ásigkomnar konur, oft með
yngsta barnið á baki eða brjósti,
við róðurinn, sem setið var við
eða staðið eftir ástæðum, og ekki
voru börnin gömul þegar þau
tóku þátt í róðrinum. Er róið með
einni ár og skipt um borð eftir
því hvert halda skal.
Á dögum þrælasölunnar og sjó-
ræningjanna flýði ættflokkur
þessa fólks út á vatnið og reisti
sér þar staurakofa, og hefur haf-
ist við þar síðan. Er þorpið talið
stofnað 1716. Kofar þessir eru
merkilegar vistarverur. — Með-
fylgjandi mynd skýrirþákannske
bezt. Oft er gólffleti þeirra, sem
ekki er stór, skipt á milli manna
og dýra. Allt er á sömu héeð. Þó
er til að ein geit, svín eða hænsni
eru höfð á öðru gólfi, eða jarð-
vegsbotni undir kofanum, en þeg-
ar hækkar í vatninu, þá verður að
taka dýrin upp. Fólkið er sagt
hraust og lítið um sjúkdóma.
Læknir fer vikulega út í þorp-
ið og fylgist með heilbrigði fólks-
ins, sem virðist ánægt, glaðlegt
og hrifið af sinni tilveru, að það
vill enn ekki flytjast í land, þrátt
fyrir tilmæli landsstjórnarinnar.
Alla leiðina út í þorpið erum við
að fara fram úr þessum 12, 15 og
18 feta löngu eintrjáningum
tveggia til 3ja feta breiðum, oft
yfirhlöðnum. Ég kemst ekki yfir
að lýsa jafnvægishæfileikum, still-
ingu, fágun og yfirvegun hreyf-
inga bátsverja, því á svona skelj-
um verða menn að hafa gott vald
á hreyfingum sínum, og oft var
aðeins 2ja—3ja tommu borð fyr-
ir báru, en kvika á vatninu og
alda frá vélbátnum, sem þó alltaf
sló af ferðinni er farið var fram-
hjá þessum litlu fleytum. Kon-
urnar gátu ekki alltaf dulið ótta
sinn er þær glímdu við að verja
bátinn ágjöf og veltu, og oft
Suðurlandagróður.
þurfti sannarlega á allri gát. að
halda. Margt eldra fólk, og það er
sérkennilegast var í útliti og
klæðaburði, tók því heldur illa og
átti til að nöldra mikið og senda
okkur tóninn ef teknar voru
myndir af því, en ungt fólk, og ég
tala ekki um þær laglegustu,
vildu gjarnan láta mynda sig.
1 þessu frumstæða þorpi var til
bambus skáli, frekar vistlegur og
hafði upp á Pepsi Cola og Coca
Cola og ís og aðra nútíma hress-
ingu að bjóða, sem kom sér vel í
hitanum, sem var 38 gr. á celsius
í forsælu.
Við yfirgáfum svo þetta frum-
stæða þorp, sem enn lifir í fortíð-
inni. Áhrif þess eru ógleymanleg.
Á leiðinni til Cotonou fórum við
framhjá flugvellinum, sem flug-
vélar kirkjunnar og vopnaflug-
vélarnar nota. -— Þann dag kom
Wilson, forsætisráðherra Breta,
til Nigeríu að ræða við Laos-
stjórnina. Um árangur ferðar
hans veit ég ekki. En eins og allir
vita standa stjórnmálamenn
heimsbyggðarinnar ráðþrota yfir
ástandinu í Biafra. Hin skræln-
aða jörð landsins hefur drukkið
blóð milljóna píslarvotta íbo-
manna í þessum átökum.
Afríkuleiðtogar hafa margir
lýst yfir hryggð sinni yf ir ástand-
inu í Biafra, en kunna þar engin
ráð til úrbóta.
Aðeins fjögur Afríkuríki hafa
viðurkennt sjálfstæði Biafra. Þó
njóta uppreisnarmenn íboætt-
flokksins vaxandi samúðar ogvíð-
tækrar. Forseti Líberíu, William
Tubmann og Milton Obote, for-
seti Uganda, Halassi Lassie, for-
seti Eþíópíu o. fl. o. fl. hafa beitt
sér og lagt sig fram fyrir sáttum
og friði í Nigeríu. í Biafra eru
250 ættflokkar, ólíkir í mörgu.
Iboar höfðu þar lengi gott gengi
og völd vegna menntunar sinnar,
þar til að öfund og illdeilur and-
stæðinga þeirra hófu hatrammar
ofsóknir er þeir lýstu yfir sjálf-
stæði sínu. Þessi átök hafa breytt
Biafra í land hungurs, dauða og
hörmunga. Þá sögu endurtek ég
ekki hér. Leiðtogar beggja hafa
mikið til síns máls. Laosstjórnin
vill varðveita Nigeríu sem eina
heild, og aðrir Afríkuleiðtogar
óttast að slíkar aðskilnaðarhreyf-
ingar og upplausnaröfl ættflokka-
rígs gætu splundrað öllum ríkj-
um Afríku, ef ekki væri spyrnt
við fæti, og væri það mikill álits-
hnekkir fyrir frelsisbaráttu þeirra
og framtíðaráform.
Vafasöm má teljast óbilgirni
0j ukwu höfuðsmanns og gengdar-
lausar mannfórnir, án þess að ég
sé fær um að leggja hér á nokk-
urn dóm.
Mánaðarlega deyja þarna 200
þúsund manns. í desember síðast-
liðnum á milli 700 og 800 þúsund
manns og þar af mest börn, og nú
lifa þar varla nokkur börn yngri
en átta ára. Orð um slíka hluti
eru hljómlaus, mannfallið og
neyðin eru svo gífurleg.
Á jörð okkar lifa 3,2 milljarðar
manna. Það er ekki ástæða til að
Svertingjaþorp inni í mið-Dahomey.
VÍKINGUR
196