Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Page 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Page 19
ætla, að þar geti allt gengið frið- samlega fyrir sig og hvergi sláist upp á vinskapinn, engan skorti neitt og engin vandamál séu til. Það er tómt mál. I heiminum er talið að 2.500 milljónir manna líði skort, og fólkinu fjölgar um milljarð á 10 árum. Nú er talið að um 400 milljónir lifi við sæmileg lífskjör, og um 800 milljónir við þolanleg kjör. Ólíkir hagsmunahópar í hverju landi, með ólíkar lífsskoðanir og lífsviðhorf, heimta eða krefjast meira í sinn hlut við skiptingu efnisgæðanna í veröldinni. Heimsbyggðin öll er haldin ólgu upplausnar, eirðarleysis, hraða, rótleysi, ofstæki. Tillitsleysi og yfirgangur ábyrgðarleysisins hef- ur breytt hugmyndafordæmum og hugsunarhætti fólksins. í þekkingarþorsta og kapp- hlaupi efnishyggjunnar gleymist manngildið og hugsjónir hinnar sönnu vizku, skilningur, sáttfýsi og hófsemd, forsenda friðar. En í staðinn koma allsherjar illindi, ólga, upplausn og styrjaldir. Allra augu mæna til Samein- uðu þjóðanna, sem hinn eina verndara laga og réttar í veröld- inni. Þar er allt vort traust og hald. Þó þeim samtökum sé enn ekki ljós sú staðreynd, að rétt- lætinu verði ekki fullnægt með orðum einum. Þar þarf að koma vald, geta og þjónusta í verki. Þar þurfum við allt okkar vit, þekkingu, samtakamátt og góð- vilja til lausnar vandamálunum, sem eru óþrjótandi. Félagsleg samhjálp er Guði sé lof meiri nú en nokkru sinni fvrr í sögu mannkynsins, og samskipti landa og þjóða hafa aldrei verið örari eða fullkomnari en nú. Þá má segja í gríni að heimurinn sé of lítill fyrir öll þau vandræði er við sköpum. Frumforsenda friðar er að okk- ur gleymist aldrei sú skylda við lífið að stilla ofsa og öfgar þeirra manna er minnstir eru að þroska, menntun eða gáfum, þó til valda hafi komist, og við séum ávallt á verði gagnvart vanþroska verald- VÍKINGUR Nt KVIKMWH UM VESTMANNAEYJAR. Vestmannaeyjafélagið Heimaklettur hefur látið gera kvik- mynd um atvinmihætti og sögu Vestmannaeyja. Heitir myndin „TJR EYJUM,“ og eru þar margar mjög skemmti- legar myndir af lífi og starfi sjómanna, sem sjómönnum væri mikil ánægja og fengur í að sjá. HKHimiHmiMIHIMimiHHHHIIIIIHI arinnar, valdabrölti þjóða og vandræðum náungans. Dostofejfski sagði: Að vera manneskja er að skilja skyldur sínar við náungann." Við megum aldrei upphrokast í þeim hugsunarhætti, að hver hafi nóg með sig. „Þó að mannsins æfagamla æði, eldra en sögur, þjóðir, Nóaflæði, auðs og valda óþrotlegu él/‘ í bili fari hér hjá garði, og ágæti okkar og áhyggju- laus lífskjör séu góð þessa stund- ina. Við bíðum öll eftir því, að ein- hver leiti, og finni hina miklu ráðsályktun til frelsis mannkyn- kyninu. Öll veröldin hrópar á máttugri menn, á meiri og voldugri anda. Á togara í gamla daga. Óla bátsmanni hafði orðið það á að „óklára“ á trollspilinu. „Karlinn" æddi út á brúarvæng- inn og hellti sér yfir hann með ó- bótaskömmum. Eftir tíu mínútna roku fékk karl- inn sér smáhvíld. Óli notaði tækifærið og dæsti: „O-jæja." Þá túttnaði karlinn í framan: „Og svo brúkarðu kjaft, helv... þitt og segir: „0-jæja!“ Murgsu' útgerðir erlendis hafa nú komið sér upp áreynsluhjólatæki til að þjálfa áhöfnina í úthaldshreysti. — Hér sjáum við stúlku fá sér reiðhjólaferð um borð í stóru skipi og mælir lækuir úthaldsgelu. 197

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.