Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Blaðsíða 20
Nógu úr að velja! „Hann: „Hvað eigum við að hafa til morgunverðar í dag?“ Hún: „Ef við ættum nokkur egg, þá myndum við fá okkur flesk- og egg.... ef við ættum þá nokkuð flesk!“ * „Þú ert vel upplagður, þegar þú eldsnemma morguns stekkur upp úr rúminu við að vekjaraklukkanhring- ir, og hrópar: Loksins! * Frægur leikari um fimmtugt gift- ist tvítugri dansmær. „Þetta er vitfirring,“ sagði vinur hans. Þegar hún stendur á fertugu ert þú orðinn sjötugur, — og hvað ætlarðu þá að gera?“ „Ná mér í aðra tvítuga!" Á gullbrúðkaupsdaginn fóru gömlu hjónin til borgarinnar í þeim til- gangi að kaupa sér sögulegan minja- grip. „Þessi vasi er mjög dýrmætur," sagði kaupmaðurinn. „Hann er yfir 2000 ára garnall." „Þetta er nú orðum aukið,“ sagði sá gamli. „Við erum nú ekki komin lengra en til 1969!“ * Leikkonur geta ekki síður en aðr- ir, verið gamansamar og orðheppn- ar. — Kvikmyndaframleiðandi sendi einni „stjörnunni“ skeyti með fyrir- spurn um hvað hún tæki fyrir að leika í stórmynd, sem hann var að undirbúa. Hún svaraði um hæl og setti upp eitt þúsund dali á viku. „Borga þúsund dali með ánægju,“ svaraði hann. Hann var skrýtinn á svipinn, þeg- ar honum barst skeyti frá leikkon- unni: „Þúsund dali fyrir að leika. Ánægjan ókeypis!" * Nýjustu fréttir frá Peking herma, að nú sé öllum hárskerum þar í landi bannað að segja hrollvekjandi sögur við vinnu sína. Héðan í frá skulu þeir stöðugt vitna í kenningar Maó Tse-tung! * Mæðgurnar voru á skemmtigöngu meðfram höfninni. Allt í einu missti dóttirin fótana og féll í höfnina. Ungan mann bar að í þeim svipum og stakk hann sér óðar eftir stúlk- unni og tókst að bjarga henni að landi. Móðirin kom þar að og leit kuldalega á manninn: „Mér fannst þér vera full lengi í kafi með dóttur minni!“ * 1 „Latínuhverfinu" í París var einu sinni sem oftar haldin mál- verkasýning. Yfir dyrunum hékk skilti, sem á stóð: „Bannað að fara inn með hunda.“ Einn gestanna hafði bætt við: „Dýraverndarfélagið!“ * Vinkonan var í heimsókn hjá einni nýgiftri. „Og hvernig líkar þér að vera gift?" „Ó, þetta er óttalega erfitt. Mað- ur þvær upp og býr um rúm — og eftir viku verður maður að gera þetta sama upp aftur!“ * „í samkvæmi sýna konur oft mikla stærðfræðihæfileika," segir hinn frægi Peter Sellers. „Þær deila í sinn eigin aldur með tveimur, tvö- falda verðið á kjólunum sínum, þre- falda tekjur eiginmannsins — og bæta tíu árum við aldur vinkonunn- ar!“ * — Hver skyldi Iiafa trúaiV |>vi, aili viiV ættum eftir að' komast á sumarhótcl? VÍKINGUR r--------------\ I t< VAKTIN I $ p i 198

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.