Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Qupperneq 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Qupperneq 21
í kringum 1920 gengu tvö flutn- ingaskip í „tímaleigu“ á vestur- strönd Ameríku. Þau hétu þeim virðulegu nöfnum „Björnstjerne Björnsson" og „Bygdoy." Eftir að Ameríkanarnir höfðu ár- angurslaust reynt að ná tungutaki á þessum nöfnum, tóku þeir það fangaráð að skíra þau upp. Fyrra skipið fékk nafnið „By Jesus, By Johnson“ og Bigdoy kölluðu þeir einfaldlega „By God!“ * Eilífðarþráin! „01íukóngurinn“ hringdi í einka- ritarann sinn: „Fröken Smith, ég er víst að verða veikur. Skreppið út og kaupið eitt sjúkrahús!" Ameríkanar finna upp á ótrúleg- ustu tiltækjum, þegar um auglýs- ingar er að ræða. Eitt nýjasta dæm- ið er þegar þekktur hnefaleikamað- ur var „sleginn út“ og hann lá endilangur á pallinum, gátu hinir fjölmörgu áhorfendur lesið eftirfar- andi auglýsingu á skósólunum: „Hrosshársmadressur frá firmanu Smith tryggir yður góða hvíld.“ * „Hve gamall ertu drengur minn?“ „Ég er á erfiðu aldursskeiði.“ „Hvernig þá?“ „Jú, ég er of stór til að gráta og of lítill til að vera seint á fótum.“ * Það var benzínverkfall og Jensen forstjóri hafði verið svo forsjáll að verða sér úti um tíu tuttugu lítra brúsa af þessum dýrmæta vökva, og nú þurfti að koma því fyrir. Hann fékk pakkhúsmanninn sinn til að grafa benzínið í garðinum sínum. Klukkan ellefu um kvöldið barði pakkhúsmaðurinn að dyrum hjáhús- bónda sínum. „Jæja, þá hefi ég kom- ið benzíninu á öruggan stað, — en hvað á að gera við brúsana?“ Skoti týndi eitt sinn shilling á götu í London. Þrátt fyrir ýtarlega leit margra vegfarenda fannst shill- ingurinn ekki. Ári síðar átti Skot- inn leið um sömu götu. Var hún þá hálf uppgrafin vegna einhverra framkvæmda. Skotinn gekk til verk- stjórans og sagði: „Þetta er allt í lagi piltar, ég ætlaðist nú ekki til að þið hélduð leitinni áfram!“ * — Erlu í öruggu sambandi? r~------- I * V A K T I N Danskur leikritahöfundur sagði eitt sinn við vini sína, fyrir frum- sýningu á einu leikriti hans: „Ef leikritið „slær í gegn,“ býð ég ykkur öllum til veizlu á d’Angla- terre. Að öðrum kosti skulum við hittast á Almenningsmatsölunni við Kolatorg.“ Eftir sýninguna fór skáldið beint inn á d’Anglaterre. Hann sat þar og beið og beið og skildi ekkert í hvar vinir hans voru. Þeir sátu allir í Almenningsmat- sölunni við Kolatorg! * Hansen lá á sjúkrahúsi og beið uppskurðar. Hann kveið fyrir að- gerðinni. „Vertu bara rólegur góði,“ sagði kona hans. „Ég lofa þér því, að ég skal sitja hjá rúminu þínu þegar þú vaknar, svo að þú getir strax geng- ið úr skugga um, að þú ert ekki kominn til himnaríkis!" VÍKINGUR 199

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.