Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Side 26
Ræða fulltrúa sjómanna
á Sjómannadagmn í Reykjavík
HtviHnniaiíur Kristján Jánsson.
Sjósókn og aflabrögð eru og
hafa alla tíð verið undirstaða lífs-
kjara á Islandi. Fyrr á öldum
þegar íslendingar samanstóðu
eingöngu af bændum og vinnu-
fólki þeirra, var ávallt stundað
útræði og róið til fiskjar. Og það
var einmitt undir því komið hvort
vel eða illa aflaðist hvort íslend-
ingar höfðu nóg að bítaogbrenna.
Aftfurkippur ú ulluui svi<Vuni.
Þannig er þetta enn í dag og
verður um ófyrirsjáanlega fram-
tíð. Við höfum öll fundið fyrir og
haft fyrir augunum ástandið sem
ríkir í þjóðfélaginu, eftir að
síldaraflinn hefur í tvö ár verið
minni en á beztu aflaárum. Gengi
krónunnar er fellt hvað eftir ann-
að, vöruverð stórhækkar, kaup er
bundið með lögum, fjöldi manns
gengur um atvinnulaus og aftur-
kippur er á öllum sviðum þjóð-
félagsins.
Nú er lokið vetrarvertíð sem er
ein sú aflasælasta sem komið hef-
ur. Við getum ætlast til, að þess
vegna fari nú að birta til í þjóð-
félaginu.
íslendingar voru öldurn saman
búnir að horfa á útlendinga veiða
mikinn fisk hér við land á stór-
um skipum, en voru sjálfir á smá-
kænum og öfluðu ekki meir en
svo að landsmenn rétt drógu fram
lífið. Það er svo fyrst á nítjándu
öldinni og um síðustu aldamót
sem Islendingar eignast þilskip
og þá jókst aflinn og lífskjörin
bötnuðu.
Arafugn ganilir lo"arar.
Það er þó fyrst þegar togara-
útgerð hefst hér upp úr síðustu
aldamótum sem efnahagur Is-
lendinga tekur stórt stökk fram
á við. Alla tíð síðan og alveg fram
á þennan áratug hefur útgerð tog-
ara og afli þeirra verið undir-
Kristján Jónsson.
staða þeirra lífskjara sem íslend-
ingar búa við.
Endurnýjun togaraflotans hef-
ur alltaf farið fram í stórum á-
föngum. Eftir fyrra stríðið voru
gömlu togararnir seldir úr landi
og seinna keypt ný skip, og þá
áttum við vel búinn togaraflota.
I lok síðara stríðsins endurtók
sig sama sagan, skip okkar, sem
voru orðin gömul og léleg, voru
seld úr landi, flest til Færeyja.
En íslenzka ríkisstjórnin lét
smíða ný skip, „nýsköpunartog-
arana," sem hún afhenti síðan
einstaklingum og bæjarútgerðum.
Á þeim árum sem þessi skip
voru að koma til landsins, var
talið að Islendingar ættu full-
komnasta togaraflota heims. En
nú er orðin mikil breyting. Nýj-
ustu togarar okkar eru orðnir
áratugs gamlir, og hinn glæsilegi
floti, sem við áttum eftir stríð,
hefur týnt tölunni og þeir sem
eftir eru, eru orðnir gamlir og
margir þeirra úreltir.
En togaraútgerð annarra þjóða
hefur ekki staðnað. Hinar gömlu
fiskveiðiþjóðir hafa stöðugt end-
urnýjað sinn togaraflota. Þjóðir
sem áður voru ekki með í úthafs-
veiðum, eins og t.d. Sovétríkin,
eiga nú einhvern fullkomnasta
togaraflota, sem þekkist og veiða
nú um öll heimsins höf. Færey-
ingar, sem áður keyptu okkar
gömlu skip, sigla nú á nýtízku
skipum. Norðmenn, sem áður
gerðu eingöngu út báta, taka nú.
þátt í togaraútgerð, ekki ein-
göngu á heimamiðum, heldur eiga
þeir einnig fullkomna verksmiðj u-
togara, sem veiða á fjarlægum
miðum.
I.niij$iir fjarvistir ng
akkoriVsvinna.
Á sama tíma' og togaraútgerð
hér hnignaði, jókst síldveiði mik-
ið með tilkomu nýrra tækja og
stærri báta. Sú þróun hófst með
komu hinna 12 svokölluðu aust-
ur-þýzku báta, sem ríkisstjórn Is-
lands lét smíða í Austur-Þýzka-
landi.
Við aukningu síldveiðanna
fjölgaði mikið hinum stóru síld-
veiðibátum. íslendingar eignuð-
VÍKINGUR
204