Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Síða 30
skrifað 4 greinar í Morgunbl. um
flotvörpur og flotvörpugerð og yfir-
burði skuttogara til þeirra veiða. Ég
ræði ekki um tegund skipanna, held-
ur nýjustu gerð flotvörpu, sem hann
mælir með.
Hr. G. Þ. hefur lesið mikið og lagt
mikla vinnu í að studera og skilja
þessar hálffræðibækur um vörpur og
lagt of mikið upp úr því sem þar
stendur. Því þessar bækur eru fyrst
og fremst auglýsingabækur og segja
ekki nema hálfan sannleika um það
sem þeir eru að auglýsa, en geta
ekki skakkafallanna fyrr en þeir eru
komnir með einhverja smábreytingu,
sem þeir geta gumað af og á þennan
hátt halda þeir mönnum í þeirri trú
að þeir séu á þróunarleið í vörpu-
gerð.
Ég tel að hr. G. Þ. ráði yfir allri
þeirri veiðarfæraþekkingu, sem er
til staðar innanHafrannsóknarstofn-
unarinnar. Hann skýrir frá þeirri
niðurstöðu sem hér fer á eftir.
*
Þar sem neðri grandararnir þurfa
að vera 4—6 m. lengri en hinir efri,
til þess að fá nægilega stórt vörpu-
op, var tekið uppá því árið 1962 að
lengja neðri vængina sem því nem-
ur, en hafa grandarana alla jafn-
langa. Þetta var fyrst og fremst gert
í þægindaskyni, en hafði óvænt
mjög hagstæð áhrif, þar sem neðri
vængirnir skveruðust niður og juku
op netsins, auk þess sem netið í
heild þrýstist niður þannig að ekki
þurfti að nota jafnlanga víra og
áður.
*
Þarna er komið inn á það atriði,
sem ég hef verið að skrifa um og
skýra.
Það virðist sem þessi sannindi
hafi komið vísindamönnum á óvart
og þarna sitja Þjóðverjar fastir.
Þeir sjá að svona er það, en geta
ekki skýrt hversvegna þessi breyt-
ing hefur svona áhrif á vörpuna.
Þetta er netfræðilegt viðfangsefni
og Þjóðverjar eru eins og aðrir, þeir
vilja ekki viðurkenna að það sé
fræða vant í netagerð. Þessvegna
sitja þeir fastir frá árinu 1962 eða
þeir drógu ranga ályktun og héldu
áfram að stækka vörpur, þyngja
fargið á undirgrandara og setja
keðjur á fótreipi eða fiskilínu, sem
þeir ættu fyrir löngu síðan að vera
búnir að sjá, að er ráðleysis fálm.
Það næsta sem skeður ef Þjóðverj-
ar hitta á að gefa vörpum meiri
raunhæfa opnun er það, að þessi
vörpubákn þeirra eru ofviða öllum
skipum og óviðráðanlegar ef þær
fyllast af fiski.
Þetta sannar einnig að Þjóðverj-
um hefur ekki ennþá dottið í hug að
netagerð þarf að eignast fræði, sem
skýra atriði eins og þetta.
Það eru yfir 20 ár síðan ég tók
eftir því að mismunun birðanna gat
haft áhrif á opnun vörpunnar, og
fyrir rúmum 10 árum kom fyrsta
bréf mitt í Víkinginn, með mynd af
flotvörpu, sem er nokkurnveginn
fullvirk og kafar.
Varpan sem er á myndinni er ekki
stærðfræðilega rétt, þó ég næði þess-
um árangri með henni.
Ég var kominn það langt í athug-
unum mínum, að ég var fullviss um
það, að netfræðileg lausn lægi í
vörpugerð í þessu formi og með
þessari smávörpu komst ég upp á
lag með að reikna út net til vörpu-
gerðar. Skýringin er að sumu leyti
og í stórum dráttum í fyrsta bréf-
inu, og það sem ég hef skrifað síðan
eru þær athuganir og þau rök, sem
styðja þessa útkomu, einnig það sem
ég hef sagt um snurpunætur bygg-
ist á því, sem rétt stærðfræði í neti
leggur manni upp í hendurnar. Ég
hef blandað þessu innan um mark-
lítið mas og getsagnir, til þess að
örva menn til andmæla, ef ég færi
með rökleysur. Því að sjálfsögðu
getur einn maður ekki verið örugg-
ur um það, að hafa fundið og leyst
öll fræðileg spursmál í nýrri og ó-
þekktri fræðigrein, hvað mikilli
gagnrýni sem hann beitir á eigin
verk. Þessvegna hef ég skrifað
frekjulega, svo menn fengju áhuga
á því að segja mér til syndanna, ef
ég færi með rökvillur.
Ef rökin voru góð, var erigin
hætta að menn hefðu áhuga á því
að svara þessum bréfum.
Þessvegna hef ég í næði komið
því í Víkinginn, sem koma þarf, til
þess að tryggja það, að verkfræði-
leg netagerð verður talin eiga upp-
tök á íslandi.
Eins og hr. G. Þ. minntist á,
hnupluðu Þjóðverjar Larsensvörp-
unni með því að breyta henni smá-
vægilega. Þetta er einskonar lögmál.
Stóru fuglarnir ræna smáfuglunum
þegar þeir sjá sér fært. En þegar
þeir vita ekki hverju er að hnupla
eða hvernig þeir eiga að fram-
kvæma hnuplið, þá verða þeir hver
öðrum heiðarlegri.
Ég hef aldrei ætlað og ætla ekki
að gera neitt veiðarfæri úr neti, því
það væri komið í hers hendur, áður
en hendi væri veifað og misskilið.
Aftur á móti get ég á hverjum
tíma bent á, ef einhver þróun verð-
ur í veiðarfæragerð (sem ekki er
sjáanlegt að sé neinstaðar á upp-
siglingu) að þetta hafi ég sagt í
Víkingnum. Því menn verða að
þekkja allt það, sem ég hef sagt og
svolítið meira, áður en þeir geta
unnið upp rökrétt veiðarfæri úr neti.
Við íslendingar eigum meira und-
ir því en aðrar þjóðir, að veiða fisk
með viðráðanlegum tilkostnaði.
Við erum á gelgjuskeiði sem sjálf-
stæð þjóð og kunnum ekki hóf í
stjórnunarmálum. Við lítum of mik-
ið upp til annarra þjóða, sem guma
af afrekum í veiðarfæragerð, en geta
ekki kunnað annað og meira en ísl.
netagerðarmenn.
Ég hef annað veifið vikið að því,
á hverja ég ætlaði að ráðast fyrir þá
smán, sem net hefur orðið fyrir.
Það er engum til að dreifa öðrum
en þeim vísindastofnunum ríkisins í
sjávarútvegsmálum, sem eru ráðgef-
andi og eru með rannsóknarstörf,
sem kosta of fjár á okkar mæli-
kvarða, án þess að gera sér grein
fyrir því, hvað þeir eru að fást við.
Þetta er endalaus runa af mistökum,
VÍKINGUR
208