Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Side 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Side 32
W. W. Jakobs: AST f SIGLINGU Stýrimaðurinn hallaði sér að borðstokknum á skeiðinni og horfði letilega á nokkra fótgöng- liðsmenn á rauðum treyjum; þeir voru að spóka sig á hafnarbakk- anum við Turn. Gætnir sjómenn voru að setja upp hliðarljóskerin sín, og óprúttnir prammakarlar voru að smárekast á skip á leið sinni upp eftir fljótinu. Dráttar- bátur, hálfur í kafi í flaumnum, sem af honum stóð, brunaði más- andi fram hjá, og veikt óp barst úr bát, sem var að koma og kast- aðist til í kjalsoginu. „Jessica, hæ!“ öskraði rödd niðri í bátnum um leið og hann í'enndi að skipshliðinni. Stýrimaðurinn hrökk upp úr dagdraumum sínum, greip ósjálf- rátt bátsfestina og batt. Hann var handfljótur, er hann sá að dóttir skipstjórans var ein af þeim, sem., í bátnum komu. Áður en undrun- in var runnin af honum, var ung- frúin komin á skipsfjöl með ferðatöskur sínar og skipstjórinn var að borga bátsmönnunum. „Þér hafið séð Hetty dóttur mína áður, er ekki svo?“ sagði skipstjórinn. „Hún ætlar að fara þessa ferð með okkur. Það er bezt að þéi' farið ofan og búið um rúm- ið hennar í gestaklefanum.“ „Já, já,“ sagði stýrimaður fús- lega og hélt af stað. „Þakka yður fyrir, ég vil gera það sjálf,“ sagði Hetty, sem þótti sér misboðið og þaut af stað. „Eins og þú vilt,“ sagði skip- stjórinn og fór á undan niður. „Kveikið þér fyrir okkur, Jack.“ Stýrimaðurinn brá eldspýtu á stígvélið sitt og kveikti á lampan- um. „Það er ýmislegt þarna inni, sem við verðum að flytja,“ sagði skipstjórinn um leið og hann opn- aði dyrnar. „Ég veit ekki, hvar við eigum að hafa laukana nú, Jack.“ „Það verða einhver ráð með að koma þeim fyrir,“ sagði stýri- maðurinn vongóður, um leið og hann dró út poka og setti á borð- ið. „Ég vil ekki sofa þarna inni,“ sagði ungfrúin einbeitt, er hún leit inn. „Uh! þarna er padda. Úh!“ „Hún er steindauð," sagði stýri- maðurinn til að hughreysta hana. „Ég hef aldrei séð lifandi pöddu á þessu skipi.“ „Ég vil fara heim,“ sagði stúlk- an. „Þú þarft ekki að vera að hafa mig með, þegar ég vil það ekki.“ „Þú ættir þá að kunna að hegða þér,“ sagði faðir hennar valds- mannlega. „Hvar höfum við rekkjuvoðirnar, Jack, og kodda?“ Stýrimaðurinn sat á borðinu, tók um hökuna og íhugaði málið. En þegar hann leit á hið fallega andlit farþegans, sem gremjan skein úr, þá slitnaði hugsanaþráð- urinn fyrir honum. „Hún verður að hafa eitthvað af mínum rúmfötum í bráðina," sagði skipstjórinn. „Hvers vegna ekki,“ sagði stýri- maðurinn —, „hvers vegna ekki láta hana hafa káetuna yðar?“ „Vegna þess að ég þarf hennar sjálfur," svaraði hinn rólega. Stýrimaðurinn blygðaðist sín fyrir hann, og stúlkan fór og lét þá haga þessu eins og þeir vildu. Þeir tíndu saman sitt úr hverri áttinni og bjuggu um rúmið. — Stúlkan stóð við eldaklefann, þeg- ar þeir komu upp á þilfarið, og skipshöfnin, sem nú var komin á skip, leit til hennar með forvitni og lotningai’fullri aðdáun. Hún hafðist við á þilfarinu þangað til fór að hvessa og komið var í rúm- sjó. Þá bauð hún föður sínum stuttlega góða nótt og fór ofan. „Hún hefur ráðið það af heldur skyndilega að koma með okkur, var ekki svo?“ spurði stýrimaður, er hún var farin. „Hún réð það alls ekki af,“ sagði skipstjórinn. „Við gerðum það fyrir hana, ég og konan mín. Við gerum það í ákveðnum til- gangi.“ „Þarf að styrkjast?“ sagði stýrimaður ísmeygilega. „Yður að segja, Jack, þá er það nú sisona, að ég á vin, sem er mat- vörukaupmaður og hefur drjúga verzlun. Hann vill ná í dóttur mína, og við hjónin viljum að hann eigi hana, svo að auðvitað vill hún eiga einhvern annan mann. Við móðir hennar og ég lögðum nú saman ráð okkar og réðum það af, að hún skyldi koma burt. Þegar hún er heima, þá er hún, í stað þess að vera með Tow- son, undir eins komin út með þessum skrifstofuglána, jafn- skjótt og móðir hennar snýr að henni bakinu.“ „Það mun vera fallegur, ungur maður," sagði stýrimaður nokkuð áhyggjufullur. „Það er öðru nær,“ sagði hann fastmæltur. „Hann lítur út eins og hann hefði aldrei fengið ætan bita á ævi sinni. En út á Towson, vin minn, er ekkert að setja. Hann er svona sviplíkur og ég.“ VÍKINGUR 210

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.