Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Page 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Page 37
ar þið tvö týndust og við Kitty vorum alls staðar að leita að ykk- ur?“ spurði stýrimaðurinn í sama tón sællar endurminningar. Hann leit í augun á Hetty og sá með fögnuði, að þau Ijómuðu af blíðri og lotningarfullri að- dáun. „Þér hafið drukkið yður full- an,“ endurtók skipstjórinn. „Hvernig dirfist þér að tala svona í áheyrn dóttur minnar?" * „Það er ekki nema rétt að ég viti það,“ sagði Hetty og rétti úr sér. „Það væri gaman að vita p hvað mamma segir um þetta allt.“ „Segðu móður þinni það, ef þú þorir,“ sagði skipstjórinn, sem nú var óður og uppvægur. „Þú veizt hvernig hún er. Þetta er allt bull úr stýrimanninum.“ „Mér þykir þetta leitt, skip- stjóri,“ sagði stýrimaður, ef ég hef sagt nokkuð, sem yður kem- ur illa, eða sært tilfinningar yð- ar á nokkurn hátt. Auðvitað kem- ur þetta yður við og ekki mér. Ef til vill segið þér, að þér hafið aldrei heyrt Bessie Watson nefnda á nafn?“ „Mamma skal fá að heyra hana nefnda,“ segði Hetty, meðan fað- ir hennar úrræðalaus var að ná andanum. „Þér getið ef til vill sagt okkur, hver þessi Bessie Watson er, og hvar hún býr?“ sagði hann loks- ins. „Hún býr með Kitty Loney,“ svaraði stýrimaður blátt áfram. Skipstjórinn reis á fætur, og hann var svo ægilegur í fasi, að Hetty hallaði sér ósjálfrátt að í stýrimanninum til að fá vernd. Frammi fyrir augunum á skip- stjóra sínum lagði stýrimaðurinn arminn um mittið á henni, og svona stóðu þau um stund hvert andspænis öðru og þögðu. Þá leit Hetty upp og talaði. „Ég fer sjóleiðis heim,“ sagði hún stuttlega. Á sjó er nú niikió talaiV imi sjálfvirkni. En í því felst stórfækkun á fólki til starfa. Sjálfvirkni á aó sjólfsögðu rétt á sér að vissu inarki, en takmörk eru þar sem annars staðar. Mjög er því nauðsynlegt, að samtök útgerðarmanna og sjómanna ræðist við og skiptist á skoðunum um hversu mikla sjálfvirkni er hægt að taka upp, svo að hún horgi sig í framkvæmd fyrir rekstur og öryggi skipanna. Einliliða ákvörðun annars aðilans, þótt fái á sveif með sér stjórnvöhl hvers tímahils, mega ekki ráða einstefnuakstri í þessu mannlega og efnishyggju máli. — Myndin sýnir, hvernig sænskur teiknari hugsar sér hið mikla álag, sem fram keinur á áhafnir skipanna, þegar fullkominn skihiingur situr ekki í fyrirrúmi um þessi mál. OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO Móðurmálið Vort djarfa, fagra móðurmál, eins mjúkt sem gull og hvellt sem stál, þú sigurtunga í sögu og brag, þú sætast hljómar þennan dag í brjósti hverju, er bærist hér — og börn þín gleymi aldrei þér. Og orð þín þarf hér eggjansterk, því oss er skipað mikið verk: við fósturlandsins frægðarstarf, með föðurlandsins sæmd í arf, af höndum inna æviþraut með alþjóð fyrir keppinaut. Þú okkar barna móðurmold, vor mikla, nýja óðalsfold, sem vöggur niðja vorra átt, sem vorum gröfum lykur brátt: Vor þjóð er smá og þrekað lið, en þér skal enginn dyggri en við. Stephan G. Stephansson. <x>oooooooooooooooooooooooooooooo<xxxx> 215 VÍKINGUR , ooooooooooooooooooooo

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.