Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Blaðsíða 41
f 1 j ótur hann var að tileinka sér ný
störf. Vorið 1967 hafði honum þó
batnað svo, að hann tók á ný við
skipstjórn á v.s. Hafþóri í nokkra
mánuði, en í ágúst þetta ár hélt
Jón til Englands til að sækja
fyrsta rannsóknaskip okkar fs-
lendinga, v.s. Árna Friðriksson
RE 100. Jón tók við skipstjórn
hans, þegar skipið var afhent
hinn 5. september 1967 og var
skipstjóri þess til dauðadags.
> Jón varð ekki einungis vinsæll
meðal síldveiðisjómanna fyrir það
eitt að finna síld og eiga þannig
drjúgan þátt í að skapa hinn
mikla þjóðarauð fslendinga á
undangengnum síldarárum. Vin-
sældir hans voru ekki síður fólgn-
ar í þeirri staðreynd, að hann var
í senn manna hjálpfúsastur á
stund erfiðleika og kunni öðrum
betur að gleðjast með glöðum.
Þessa eiginleika kunnu starfs-'
bræðrur hans á sjónum vel að
meta, enda munu nú margir
sakna bjartrar og glaðlegrar
raddar hans í talstöðinni á þeim
erfiðleikatímum, sem nú steðja að
síldveiðunum.
Jón Einarsson var ákaflegafar-
sæll skipstjóri og átti hina beztu
kosti skipstjórnarmanna til að
bera í ríkum mæli. Hann var góð-
ur aflamaður, áræðinn, ef þess
þurfti með, ágætur stjórnandi, ó-
sérhlífinn, en jafnframt gætinn
að því er varðaði skip og skips-
höfn. Jón var maður söngvinn og
vel hagmæltur. Fáa menn eða
enga hef ég þekkt, sem glaðlynd-
ari voru en Jón Einarsson, enda
smitaði þessi lyndiseinkunn hans
um skipið allt, svo hvorki ólund
né geðillska þekktust, þar sem,
Jón var annars vegar. Engumk
duldist þó er vel til þekktu, að
• nndir glaðlyndi hans bjó mikil
skapfesta, sem stundum jaðraði
við þrákelkni, en svo gott vald
liafði hann á skapi sínu, að þessa
urðu menn næstum aldrei varir,
þótt samstarf væri liið nánasta.
Jón hafði geysilegan áhuga á
starfi sínu og lagði oft nótt við
dag, til þess að ná þeim árangri,
er hann sjálfur gerði kröfur til,
enda var hann einn þeirra, er var
VÍKINGUR
KVEÐJA:
Barði G. S. Barðason, skipsljóri
Hann fæddist 19. febrúar 1904
á Siglufirði.
Foreldrar hans voru merkis-
Iijónin Ingibjörg Þorleifsdóttir
frá Siglunesi og Barði Barðason,
skipstjóri, þekktur hákarlaveiði-
formaður og afburða sjómaður.
Þau hjónin eignuðust alls 6
syni:
1. Skafta, sem dó 5 ára.
4. Barða, sem dó á fyrsta ári.
5. Barða Geirmund, skipstjóra.
6. Þórhall stýrimann, sem er á
lífi og var stýrimaður hjá bróður
sínum.
Við fráfall Barða er horfinn af
sjónarsviðinu einn af svipmestu
og merkustu skipstjórum íslenzka
fiskibátaflotans.
Barði hóf formennsku á árabát
aðeins 14 ára gamall. Bar þá
strax á hæfileikum lians til
mannaforráða.
Hann lauk minnaprófi árið
1924 og hóf þá þegar skipstjórn.
Árið 1927 lauk hann farmanna-
prófi frá Stýrimannaskóla ís-
lands með fyrstu einkunn.
Hugur Barða stóð þá mest til
siglinga á stærri skipum.
það tamara að gera kröfur til
sjálfs sín en annarra. Jóni þakka
ég innilega áratugs giftudrjúgt
og með afbrigðum ánægjulegt
samstarf.
Jón Einarsson átti því láni að
fagna, að kvænast vorið 1941
Jónínu Gissurardóttur, hinni
mestu ágætiskonu. Eignuðust þau
tvö börn, Hrefnu, gifta Ríkharði
Árnasyni, starfsmanni Landsím-
ans og Einar, laganema við Há-
skóla íslands. Þeim og öðrum að-
standendum votta ég hér með
mína dýpstu samúð.
Jakob Jakobsson.
Hann hafði um skeið verið í
siglingum með sæmdarskipstjóra,
Rafni Sigurðssyni. Af náinni
kynningu minni við Barða tel ég
að hann hafi í mörgum tilfellum
tekið sér Rafn til fyrirmyndar í
öllu því er bezt mátti verða, þó
fór það svo að Barði ílentist eMri
á kaupskipum heldur varð eftir-
sóttur formaður á fiskiskipum.
Hann var formaður:
Á Elínu frá Siglufirði árið
1927, Nonna frá Siglufirði 1928,
Sæfara frá Norðfirði 1929—
1930, Öldunni frá Stykkishólmi
1931—1936, Bjarna frá Hafnar-
firði 1937, Þorfinni 1938.
Árið 1939 keypti hann tréskip
með gufuvél í Englandi. Sigldi
því til Noregs, þar sem sett var í
skipið dieselvél. Skipið hlaut
nafnið Gunnvör. Þótti mörgum
farkosturinn ekki fýsilegur, er
hann kom til landsins.
En þetta fór á annan veg. Gunn-
vör reyndist hið mesta happaskip
og svo aflasælt undir stjórn
Barða, að hún var ávallt í toppn-
um.
219