Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Qupperneq 42
Þess má geta, að álit kunnugra
var, að ekkert annað íslenzkt
í'iskiskip af þessari stærð hafi
nokkru sinni fært aðra eins björg
í þjóðarbúið miðað við upphaflegt
verð skipsins.
Sameignarmenn Barða í útgerð
Gunnvarar voru hinir þjóðkunnu
athafnamenn Ingvar og Gunn-
laugur Guðjónssynir á Siglufirði.
Þá lét Barði, ásamt sömu fé-
lögum, smíða vélskipið Ingvar
Guðjónsson. Hafði hann umsjón
með smíði þess og var síðan með
skipið í 14 ár, bæði á síld og tog-
veiðum, svo ogísiglingum.Reynd-
ist Barði þar sem annars staðar
happasælt í hvívetna.
Árið 1962 tók Barði við að
stjórna síldarleitinni. Þar var
sem áður réttur maður á réttum
stað.
Ég naut þeirrar ánægju að
vera með honum í því starfi um
þriggja mánaða skeið. Þar mátti
engu skeika, sama stundvísin, ár-
veknin, trúmennskan og áður
hafði verið í fyrri störfum.
Barði var mikill trúmaður,
minntist oft þeirra smáu, sem
undir urðu í lífinu. Hann hafði
þá óbilandi trú að gæfa fylgdi því
að styðja að baki þeirra er bágt
áttu, sérstaklega einstæðinganna.
Þeir munu margir í kyrrlátri
bæn óska honum góðrar ferðar
yfir móðuna miklu.
Barði kvæntist 14. des. 1929
Helgu Þorsteinsdóttur frá Álfta-
firði vestra. Hún andaðist 28.
apríl 1964. Sambúð þeirra hjóna
var í alla staði hin elskulegasta og
til fyrirmyndar. Heimili þeirra
var staðsett á ýmsum stöðum eft-
ir atvinnu húsbóndans, svo sem
Reykjavík, Stykkishólmi, Siglu-
firði og aftur í Reykjavík.
Ég heimsótti hjónin á alla.
þessa staði og naut ávallt hinnar
beztu gestrisni. Minningarnar um
þau hjónin orna mér til hinztu
stundar.
Barði og Helga eignuðust tvær
dætur, Sigurlaugu, gifta Valdi-
mar Friðbjörnssyni, skipstjóra,
og Ingibjörgu er bjó föður sínum
fagurt og friðsælt heimili til
hinztu stundar.
Ég vil við þetta tækifæri þakka
Ingibjörgu sérstaklega fyrir vin-
áttu hennar og gestrisni eftir að
hún tók við hússtjórn.
Barði tók virkan þátt í félags-
málum. Hann sat á þingum Far-
manna- og fiskimannasambands
íslands sem fulltrúi Siglfirðinga,
þar sem annars staðar reyndist
hann fastur fyrir, samvinnuþýð-
ur og tillögugóður.
Auk allrar vinsemdar er ég
naut hjá Barða vini mínum frá
því við fyrst kynntumst, en það
var árið 1927, og til hinztu stund-
ar, vil ég sérstaklega minnast á
að ekki gleymdi hann mér, þótt
ég væri kominn hingað inn á
Hrafnistu úr athafnalífinu.
Hingað kom liann oft og ók mér
þá í bifreið sinni út í náttúruna.
Var þá margt rifjað upp frá fyrri
dögum.
Ef til vill sést bezt á þessu hver
hans innri maður.
Guð blessi minningu þessa
mikilhæfa og góða drengs.
Fjölskyldu hans og ástvinum
óska ég allrar blessunar.
Meö lijartans kveðju.
Hrafnistu 10. júní 1969.
Hallfreður Guðmundsson.
ELDSTÓLPIMM -
Framh. af bls. 217
bókstaflega hvarf, einnig stór-
skemmdust bæði hornhúsin.
Allir í flugvélinni fórust, utan
lítill drengur, sem fannst í snjó-
skafli skammt frá, en með svo
brennd lungu, að hann gat ekki
lifað.
Tvær flugvélar höfðu rekist á
yfir innsiglingunni til New York
(The Narrows). Hin flugvélin, af
gerðinni Constellation, féll niður,
í stykkjum, á Millers-völl, Staten
Island. Og mátti lengi á eftir
tína upp parta á stærð við skipti-
mynt, á nærliggjandi götum.
Þar sem þotan kom niður í
Brooklyn, fórust að minnsta kosti
tveir menn, fyrir utan farþegana.
Jólatréssali ágötuhorninuogmað-
ur í bíl, sem brann. I bílflakinu
fundust filmuleifar, og kom í ljós
að maðurinn hafði verzlað með
siðspillandi myndir. Hann hefir
líklega haldið að hann væri kom-
inn á logana. Fólki í næstu hús-
um varð svo mikið um að það dró
gluggatjöldin niður, til þess að
þurfa ekki að horfa á þessi ósköp.
En það eru ekki allir sem koma
með heila kirkju með sér, yfir í
eilífðina.
En þetta var nú líka lúxusfar-
rými.
Smáfjólur úr ræðum danskra
þingmanna:
„Hér tala menn fram og aftur um
framtíð þjóðarinnar og hér eru gerð-
ar ráðstafanir til hagsbóta fyrir af-
komendur vora. Nú vil ég spyrja,
hvað hafa þessir afkomendur gert
fyrir okkur?"
„Ég vona að þingmenn beri það
mikið traust til mín að enginn gruni
mig um að skipta um skoðun annan-
hvern mánuð, eins og ég hef skyrtu-
skipti!“
Vonir glæðast á Parísarráðstefn-
unni: „Þeir urðu sammála í aðalat-
riðunum."
„O-já, þeir urðu ásáttir um að
vera ekki ásáttir!
Við jarðarför konu einnar voru
viðstaddir aðeins eiginmaðurinn og
friðill hennar. Eiginmaðurinn var
hinn rólegasti, en friðillinn mjög
órólegur. Að jarðarförinni lokinni
gekk eiginmaðurinn til hans, lagði
hönd á öxl honum og sagði: „Ör-
væntu ekki vinur minn, hver veit
nema ég gifti mig aftur!“
„Reynsla mín hefur sanfært mig
um að kvenfólkið þolir sársauka
miklu betur en karlmenn.“
„Eruð þér læknir?“
„Nei, skókaupmaður."
VÍKINGUR
220