Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Blaðsíða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Blaðsíða 44
t Magnús Símonarson HREPPSTJÓRI, GRÍMSEY Hann lézt í Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar hinn 1. júní sl. tæplega sjö- tugur að aldri. Við fráfall Magnúsar Símonarsonar hvarf úr hópnum einn af elztu útsölumönnum og velunnurum Víkingsins. Ekki þekkti ég hann per- sónulega, en hinsvegar hafði ég, gegn- um árin, myndað mér þær skoðanir um manninn, sem ég fékk staðfestingu á við lestur minningargreinar um hann í Morgunblaðinu, eftir séra Pétur Sigur- geirsson á Akureyri, en þar segir m.a.: „Hann var reiðubúinn til þess að greiða fram úr vandamálum og hjálpa, ef það var á hans valdi að leysa vand- ann. — Ráðagóður var hann og sann- gjarn, hugsaði um heill og velferð Grímseyinga.. . Magnús Símonarson er kvaddur með þakklæti og virðingu. — Þegar söngur fuglanna er mestur í björgunum, og báran hjalar blítt við fjörustein í vogunum, kveður hann eylandið, sem honum var svo kært, og siglir hinztu för inn í sólskinið." Einfaldlega það, að Magnús Símonarson skyldi öll þau 30 ár, sem Vík- ingurinn hefir komið út, halda tryggð við blaðið og greiða fyrir þeim ein- tökum, sem þangað voru send, og senda árlega andvirði þess, sýnir ljósar en margt annað hug hans til íslenzkrar sjómannastéttar, enda stundaði hann sjálfur sjómennsku um langt árabil. Magnús Símonarson var stoð og stytta Grímseyinga meðan hans naut við. Við kveðjum hann með þakk- látum hug fyrir samstarfið. G. J. um í fleiri mínútur án þess að liitta nokkra hræðu á ferð sinni.“ Sir Basil Smallpeice sem í árs- lok 1965 tók við yfirstjórn hins æruverðuga gamla fyrirtækis og strax tók til ýmissar nýbreytni, telur mikla viðskiptaiega hættu af rekstri hinnar nýju „Queen Elisabeth 2.“ Skip þetta, sem hleypt var af stokkunum 1967 kostaði um 320 milljónir DM, og verður aðeins hægt að halda í rekstri með verulegum rikisstyrk. En skipið er ioks á þessu hausti (1968) frá skipasmíðastöð John Brown í Glasgow. Af öðrum sex skipum fyrirtækisins verða að- eins „Franconia" og „Carmonia" höfð í farþegaflutningum, en hinum fjórum ætlað að stunda skemmtiferðasiglingar. En hvað sem hið siglingastolta Bretland reynir að strekkja fána sinn, víkja önnur siglinga fyrir- tæki undan í samkeppninni, þar sem sífellt fleiri farþegar velja fremur sjö-stunda flug heldur en sjö-daga-skipsferð, einkum með tilliti til þess að kostnaður er svipaður eða um 1,900 DM í hvoru tilfellinu sem er. Og gera má ráð fyrir að lokaátökin um hinar fornfrægu skipaferðir séu á næsta leiti. Á næsta ári munu fyrstu Jumbo-Jet flugvélar liefja ferðir sínar með 366 og síðar 490 farþegarými, frá Frankfurt til New York og Chicago. Axel Bitch-Christensen for- stjóri „Deutsche Atlantik Linie“ tilkynnti að í haust verði „Hanse- atic“ (25,300 brt.) tekið út úr N-Atlantshafs farþegaflutning- um og sett í skemmtiferðasigl- ingar. Allar fyrri slíkar ferðir þess voru 90 til 95% fyrirfram pantaðar og gáfu arð. Fyrir „Co- lumbus-ferðina" til Trinidad og Jamaika kostaði ódýrasti farmið- inn 2,800 DM. En í beinni yfir- ferð í Atlantshafsferð frá Cux- haven til New York og til baka gefur sami farseðill af sér 1,900 DM. Hið nýja skip fyrirtækisins „Hamburg" (23,500 brt.) sem nú er verið að fullbyggja hjá Deut- sche Werft á ekki að fara í far- 222 þegaflutninga. 1 jómfrúferð sína í apríl 1969 á hún að fara til suð- ur-Ameríku. Um borð verða að- eins velgreiðandi frumferðar- gestir. Ódýrustu farseðlar: 5,500 DM. „Norddeutsche Loyd“ skipa- fyrirtækið gerir sífellt meira að því, að nota skip sín „Bremen“og „Europa" í skemmtiferða sigl- ingar. Þannig fer t. d. „Europa“ í ferðir til Svartahafs, til Nord- kap um Island til Spitzbergen. Og á árinu 1969 á ,,Bremen“ ein- göngu að stunda siglingar um Karabiska-hafið. Sem þakklætisvott fyrir fjár- hagslega ríkisábyrgð 1957 liafði Richard Bertram forstjóri ND- Loyd lofað að draga sem minnst úr N - Atlantshaf sf arþegaf lutn- ingaferðum — um samning var ekki að ræða. Til þess að nálgast þessa siðferðislegu skuldbind- ingu, mun fyrirtækið ábyrgjast sjö ferðir til New York á næsta ári (1968: ellefu). I síðustu ferð „Bremen“ 1. ágúst frá Bremer- haven voru 980 farþegar eða um 90% af farþegarýminu. En það er um það bil sami farþegafjöldi eins og Lufthansa og Pan Ameri- can flytja frá vestur-þýskum flugvöllum til Bandaríkjanna á einum degi. Þýtt: Halld. J. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.