Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Blaðsíða 4
1 siðaskiptabaráttunni komu íslendingar fram af meiri dirfsku og sjálfsþótta gagnvart erlendu valdi, en þeim hefir oft verið gef- ið á síðari tíma örlagastundum. Sjálfsöryggi þeirra í þeim sviptingum stóð þá djúpum rót- um í liðnum tíma. Þegar Jón Arason biskup var leiddur að höggstokknum í Skál- holti 7. nóvember 1550 kvað hann: Vondslega hefur oss veröldin blekkt, vélað og tælt oss nógu frekt, ef ég skal dæmdur af danskri slekt, og deyja svo fyrir kóngsins mekt. Hinar svokölluðu „réttarregl- ur“ á hafinu hafa verið síbreyti- legar frá einum tíma til annars. Yfirleitt má fullyrða, að þær hafi fram til þessa verið og séu ef til vill ennþá, útfært hugarfóstur sjóvelda og fiskveiðiþjóða, sem gína vilja yfir sem stærstum hlut sér til handa á kostnað smærri ríkja. Eða þá háþróaðra iðnaðar- þjóða sem sækjast eftir auðæfum á hafsbotni, eða undir honum. Skipting svæða í Norðursjó virðist hafa gengið snurðulaust enn sem komið er, hvað svo sem ofan á verður á öðrum hafssvæð- um. : Skiptingin gengur ljúflega fyr- ir sig allt að 150 km á sjó út, ef ekki meir. „Réttarreglur" eru engar settar og hafsbotnsráð- stefnur virðast ekki botna neitt í því hvað banna skuli eða bjóða, en erfitt getur varla verið að fóta sig á slíku flatbotna svæði, sem Norðursjórinn er og mun fara bezt á því, að markalínan verði dregin miðja vegu milli aðliggj- andi landa. Auðveldara ætti að vera að ákveða lögsögu landa eins og ís- lands sem stendur á grunnsævis- hjalla sem snardýpkar niður í 3000 m og meir. 1 gagnfróðu riti, sem Þorkell Sigurðsson vélstjóri samdi 1955 er glögg skilgreining á þessu atriði. Leyfi ég mér að birta hana hér: Það Island sem nú er ofan sjáv- arins, er leifar af landsvæði, sem eitt sinn hefur verið miklu stærra og tengt landið við Austur-Græn- land, hins vegar tengt það Fær- eyjum, írlandi og Skotlandi og þannig myndað landbrú milli gamla og nýja heimsins. Þessi landbrú er talin hafa myndazt á fyrri hluta nýaldar, fyrir 50—70 milljónum ára, og hefur hún að öllum líkindum hlaðizt upp í miklum eldgosum (sprungugos- um), er mynduðu nær lárétt blá- grýtishraunlög hvert ofan á öðru, svo sem enn má sjá í fjöllunum á blágrýtissvæðum íslands, t. d. á Austfjörðum og Vestfjörðum svo og á Austur-Grænlandi gegnt íslandi, á Færeyjum, Norðaustur- írlandi og Norðvestur-Skotlandi Hvenær og hvernig þessi landbm hafi rofnað, er ekki vitað með vissu. Telja má víst, að sig og misgengi jarðlaga eigi verulegan þátt í því, að landbrúin hvarf í sæ, og telja flestir jarðfræðingar, að Island hafi verið orðið ein- angrað land alllöngu fyrir jökul- tíma, en grasafræðingar og dýra- fræðingar telja margir líklegt, að landbrú hafi tengt ísland við Evr- ópu á fyrstu hlýviðrisskeiðum jökultímans. En leifar hinnar fornu landbrúar eru augljósar, þar sem eru neðansjávarhrygg- irnir milli Grænlands og íslands, og íslands, Færeyja og Bretlands- eyja. Sjáft rís ísland nú upp af grunnsævishjalla, sem er svipaðr- ar lögunar og landið sjálft, vog- skorinn mjög, og standast firðir og víkur, er skerast inn í þetta landgrunn, víðast á við firði og víkur, er skerast inní landið, svo að auðsætt er, að um sams konar myndun er að ræða. Undan suð- austurströndinni skerast inn í landgrunnið tiltölulega grunnir álar, sem samsvara dölum, er skerast inn í hálendið, en sjálf ströndin núverandi er þar fjarða- laus sandströnd vegna hins mikla framburðar jökulánna. Tektóník (sprungur, hryggir og misgengi) landgrunnsins samsvarar og því, sem á landinu er. Suðvestur af Reykjanesi gengur grunnsævis- hryggur, þar sem höfuðstefna ása og dælda er NA—SV, alveg eins og á Suðvesturlandi, en á grunn- sævinu milli Grímseyjar og lands er stefnan jafnáberandi N—S. Undan móbergssvæðum landsins er sjávarbotninn á grunninu úr móbergi, oft hrjúfur (og þá kall- að hraun) og sums staðar þakinn reglulegum blágrýtishraunum, sem runnið hafa yfir sjávarbotn- inn, eins og t. d. við Vestmanna- eyjar, en undan blágrýtissvæðun- um er botninn aðallega blágrýti. Víða er bergið í botni þakið leir og sandlögum, mynduðum af framburði, foki og eldfjallaösku, og sums staðar eru skeljalög á allstórum svæðum svo sem í Faxaflóa. Skiptar skoðanir eru um það, hvernig grunnsævishjallinn liafi myndazt. Flestir fræðimenn telja, að brimrof (brimsvörfun) eigi þar drýgstan þáttinn, er sjávar- staða var ýmist hærri eða lægra en nú, eftir því hve mikið af vatni hafsins var bundið í jöklum og hversu mikið landið var sigið und- an fargi jökla. Sumir telja og, að jöklar og jafnvel ár hafi átt verulegan þátt í að mynda þennan hjalla. En víkurnar og firðirnir, sem skerast inn í þenn- an grunnsævishjalla, hljóta, eins og fyrr er vikið að, að hafa mynd- azt á sama hátt og firðir og víkur landsins sjálfs, þ. e. sumpart við svörfun daljökla og sumpart við misgengi (sigdalir). Þorvaldur Thoroddsen taldi, að grunnsævis- hjallinn hefði myndazt, eftir að landbrúin hefði að mestu sokkið í sæ. En hvemig svo sem þessu er varið, má fullyrða, að jarð- fræðilega og jarðsögulega séð, er grunnsævishjallinn, landgrunnið, óaðskiljanlegur hluti landsins sjálfs. Og svo að lokum: Skuggar vondra verka fylgja oft þeim, sem hyggja sig vera hina sterku og neyta aflsmunar. 268 VlKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.