Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Page 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Page 42
Gleymt er þá gleypt er eftir Jón Otta Jónsson, skipstjóra. Nú hafa brezkir togaraeigend- ur og togaraskipstjórar fengið fiskikaupmenn með hótunum og loforðum um fríðindi til þess, að samþykkja að kaupa ekki fisk af íslenzkum skipum, og þar með unnið orustuna, sem og vænta mátti, því ójafnir áttust við. Er það hagsmunamál brezkra tog- araeigenda, að ekki verði of mikið af fiski á markaðnum, en þetta er einnig hagsmunamál skipstjóra á brezkum togurum, þar eð þeir fá ágóðahlut af sölu. En það, sem ræður gerðum skip- stjóranna í þessu máli, og miklu veigameira í þeirra augum er, að þarna kom kærkomið tækifáeri til að losna við ísl'enzku stéttarbræð- urna af markaðnum, en þeim hefur í mörg ár sárnað það, hve miklu meiri afli hefur komið upp úr íslenzku skipunum, heldur en þeirra, enda þótt fiskað hafi verið á sama tíma á sömu miðum. Brýst þarna fram margra ára niðurbæld gremja, afbrýðisemi og öfund, vegna þess hve íslenzku skipstjórarnir hafa fiskað miklu meira en þeir. Ég hygg, að brezk- ir togaraeigendur hafi oft minnst á þetta við skipstjóra sína. Hafa þeir stundum orðið að bíta í það súra epli að viðurkenna þetta, en fyrir hefur komið að þeir hafi gripið til ósanninda og sagt, að Islendingar fiskuðu þetta ekki allt sjálfir, heldur fengju togar- ar þeirra fisk af bátunum inni á höfnum. Þessir tveir aðilar, brezkir tog- araútgerðarmenn og skipstjórar hafa nú ekki beinlínis elskazt til þessa, en þarna fóru þeir í vin- áttubandalag til þess að ráða niðurlögum fslendinga, bandalag, sem minnir helzt á griðasamn- ing Hitlers og Stalins 1939, -og verður ekki haldbetra, því það mega skipstjórarnir vita, að löppin á útgerðarmanninum kem- ur í sitjandann á þeim, strax og eithvað bjátar á með afla og söl- ur, eins og verið hefur hingað til. Hvað þetta síðasta áhrærir, eiga víst útgerðarmenn sam- merkt hvar sem er í heiminum. Brezkir togaraútgerðarmenn geta nú sofið rólega: ísland unn- ið, og þeir ætlast sjálfsagt til að brezka þjóðin reisi þeim minnis- varða á helztu torgum brezkra stórborga. Myndi þá letrað á hverja myndastyttu: „Ein af hetjunum, sem vann orustuna við fsland“. í London verður reistur minnisvarði yfir Bennett, einn af áhrifamestu mönnum í þessari „Fish trade“. Það er svipað á- statt með Bennett þennan og ís- lenzku fjárbændurna, sem ekki vissu hvað þeir áttu margar kindur. Bennett hefur ekki hug- mynd um, hvað hann á marga togara. Fyrir hans monument nægir því ekki minna en Traf- algar Square. Vonandi fær þó Nelson gamli að vera kyrr, en Bennett verður settur við hlið hans. Á Victoria Square í Hull kæmi myndastytta af Hellyer, á Riby Square í Grimsby verður Croft Baker. Af því að þessir „gentlemen" fóru ekki í styrj- öld við Rússa, þegar þeir færðu landhelgi sína út í 12 mílur, misstu þeir af tækifæri til að fá á monumentið sitt áletrunina „Russia and Iceland". Því verður það sigurinn yfir íslandi einn, sem þar verður nefndur. Nelson vann orustuna við Trafalger, en missti líf sitt. Brezkir togara- eigendur reyndust Nelson að því leyti fremri, að þeir unnu orust- una við ísland og lifa þó allir góðu lífi, flestir vel efnaðir, ekki sízt vegna þess, hvað togarar þeirra hafa komið með marga fiskfarma frá íslenzku strönd- inni, og stundum var sá afli tek- inn nær ströndinni en leyfilegt var. En nú er orustan unnin? Við sjáum hverju fram vindur. Mikið mega þeir vera grunnhyggnir, þessir náungar, og þekkja lítið til Islendinga, ef þeir halda að þeir geti kúgað okkur til að breyta réttlátum og löglega gerð- um ráðstöfunum, sem verða Eng- lendingum til góðs, þegar fram hða stundir, en það fást þeir ekki til að skilja. Jón Otti Jónsson, skipstjóri. Mig minnir það væri „Baker- inn“ frá Grimsby, sem sagði í viðtali við blaðamenn í haust, að Englendingar ættu rétt á að fiska við Island, af því að þeir hefðu fyrstir allra byrjað togveiðar á þessum ókunnu miðum. Því skal ég svara. íslendingar komu fyrst- ir hvítra manna til Grælands og Norður-Ameríku, og hafa ekki gert tilkall til þessara landa enn- 306 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.