Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Blaðsíða 26
henni, ef útfliutningur sjávarafur&a, bregst eöa stö&vast, að spurningunnni yrði tvímælalaust að svara JÁTANDI. En bæði var það, að mér þótti ekki þessi rök nægiíega sterk og svo hafa síðan gerzt þeir ótrú- iega viðburðir, að stórveldi tvö hafa þótzt engu síður rétthá til þess að sækja á miðin okkar fs- lendinga en við sjálfir og önnur þjóðin látið fisk- kaupmönnum sínum og útgerðarmönnum líðast að setja sölubann á íslenzkan fisk til þess að kúga okkur til undanlátssemi í landhelgismálinu. Er með þessu svívirðilega athæfi ekki einungis brotinn viðskiptasamningur milli Bretlands og Islands, heldur íslenzku þjóðinni sýnd sú smán og óvinátta, að heita má einsdæmi milli siðaðra þjóða. Sendi ég því fyrir jól, samkvæmt bendingu Fiskifélags íslands, stutt tilmæli til allra útsölu- manna Ægis hér á landi og nokkurra þekktra for- manna, að gefa mér stuttar lýsingar á helztu fiski- miðum hér við land, sem bátar sækja, þar með tal- in lúðumið, og jafnframt greina þau mið sérstak- lega, sem liggja innan friðunarlínunnar nýju. Má heita að allir, sem ég hef skrifað, hafi brugðizt vel við þessum orðsendingum mínum og sent mér flestir ítarleg og eftirtektarverð svör, jafnvel einn þeirra, Filippus Þorvaldsson úr Hrísey, samið mjög greinilegan uppdrátt af helztu fiskimiðum Eyjafjarðarbáta og látið hann fylgja skýrslu sinni. Nota ég nú tækifærið til þess að þakka af heilum hug þann skilning og vináttu, sem mér hefur verið sýnd með hinum kærkomnu svörum og leyfi mér að nota þau til þess að færa hin fyllstu og óhrekjan- legustu rök fyrir því, að við íslendingar einir eig- umóskora&an si&feröislegan rétt til fiskimiöaokkar og að land þetta verður með öllu óbyggilegt menn- ingarþjóð að fomu og nýju, sem við íslendingar erum, ef miðin okkar eru upp urin eða af okkur tekin. Vestmannaeyjar. Þegar vinna skal úr þessum skýrslum verður mér að orði eins og skáldinu forðum: ,,Hvar skal byrja, hvar skal standa", en eftir að hafa stutta stund litið á uppdráttinn af grunnlínustöðum hinn- ar nýju friðunarlínu, finnst mér einboðið að byrja á mestu fiskveiðistöð landsins, Vestmannaeyjum, þar sem um 4000 manns lifir að heita má ein- göngu á fiskveiðum og dregur einna mesta björg í þjóðarbúið allra veiðistöðva á íslandi, enda sækja þangað á vetrarvertíð sjómenn úr nálega öllum héruðum landsins. Þegar mér er litið á þennan íslenzka eyjaklasa í Atlantshafi suður af meginlandinu, skýtur upp í huga mínum hvernig fór um eyjuna St. Kilda, sem er vestust Suðureyja og afskekktust eyjanna. Ekki alls fyrir löngu bjó þarna dugmikið fólk um 400 manns, sem lifði mestmegnis á fiskveiðum eins og Vestmannaeyingar, en þegar Englendingar voru búnir að minnka landhelgi Skota, sem upp- haflega var 14 sjómílur, ofan í þrjár, og þegar útgerðarmenn frá sömu bæjum á Englandi, er nú banna íslendingum að landa fiski, fóru að gera út gufutogara, þá urðu hin fiskisælu mið'St. Kilda svo fyrir barðinu á þeim, að þau þurrkuðust ger- samlega upp vegna ofveiði og eyjarskeggjar höfðu ekki ofan í sig og urðu því nauðugir að hverfa frá eynni, sem nú er mannlaust útsker orðið. Ekki mega svona örlög bíða Vestmannaeyja. En hefur ekki nærri legið? Við skulum nú heyra hvað okkar ágæti Helgi Benonýsson í Vesturhúsum segir, en þannig farast honum orð í skýrslunni til mín: „Austan við Vestmannaeyjar voru fast að höfn- inni hér auðug fiskimið og það svo, að vart sóttu línu- og netabátar annað fisk sinn fram að árinu 1926, en þá nær hverfur hann af miðum austan við Eyjar. Fara menn þá að sækja á ný mið vestur og suðvestur af Vestmannaeyjum, og hélzt þar gott fiskirí um 10 ára skeið, en fer að dvína á þeim miðum og þá farið lengra vestur á Þjórsárhraun“. Þessi mið öll eru nú innan hinnar nýju land- helgislínu og vonandi að fiskur gangi bráðlega aftur á þau, en ástæðan fyrir því að miðin austan Eyja fóru í auðn var sú, að á þeim skóku 300—400 veiðiskip, mest erlend, með botnveiðarfæri, og svo þegar þar var ekki meira að hafa, „kom röðin að Þjórsárhrauni“, og enn segir Helgi: „Þegar fiskur fer að ganga á miðin hér, raða togararnir sér á móti göngunum og tvístrast fiskur í göngu af upp- þyrluðum leirbotni og stórum geilum, er togararnir gera í fisktorfurnar". Um lúðuna segir hann: „Lúð- an var hér bæði stór og smá allt í kringum Eyjar og fast upp undir Klettum, svo menn hlóðu fjögra manna för af eintómri lúðu á handfæri. Nú sætir nær tíðindum að menn fái lúðu á færi hér. Lúðan í umhverfi Vestmannaeyja er horfin að mestu. Dragnótin hefur tortímt lúðustofninum hér, þar sem hún tekur allt ungviði með kolanum". f grein sinni, „Rányrkjan á Selvogsbanka“, sem birtist í Tímanum 9. apríl 1952, segir Helgi m. a.: „Ef við förum að athuga rekstur fiskiskipa fyrr og nú, finnum við fljótt meginástæðuna fyrir hrak- förum útvegsins og hún er fiskþurrö á fisktimiöum íslands. Ég vil nú færa sönnur á mál mitt með því að gera samanburð á útgerð tveggja línu- og netbáta 1916—17 í Vestmannaeyjum og tveggja línu- og netabáta 1950—51 á heimamiðum við Vest- mannaeyjar. Hver bátur fyrir 35 árum reri með í róðri ca. 4000 öngla í línuróðri og um 5000 fermetra af netum, og aflar yfir vertíð um 450 smálestir, miðað við óhausaðan fisk. Bátur á heimamiðum 1950—51 rær daglega með um 11000 öngla og 17000 fermetra af netum á netjavertíð og fiskar að meðaltali 190 smál. miðað við óhausaðan fisk. 290 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.