Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Blaðsíða 29
til þess að loka þessum flóa virðist því miður ekki fyrir hendi nú, en hver veit hvað skeð getur, ef þjóðin sjálf er nægilega samstillt, einbeitt og lög- hlýðin í landhelgismálinu. Verður að líta á mið og veiðisvæði hvers einstaks f jarðar og flóa, sem inn úr Norðurflóa skerst, fyrir sig, og er ÖxarfjörSur austastur. Fyrir botni hans er sandur, og ágætar stöðvar bæði fyrir fullorðinn kola og klakið. Fyrstu árin mín í Þingeyjarsýslu gekk koli upp í Lónin inn af firðinum og veiddist fullorðinn og vel feitur koli í þeim á jólaföstu, og voru í honum bæði hrogn og svil. En strax og dragnótabátar komu í fjörðinn, svo ég nú ekki nefni togbátana, sem eru sýnu verri, þá tók kolinn að þverra og mátti heita horfinn fyri: friðunina 1950, en nú er hann aftur farinn að leita upp. Miðin, kennd við Rauðunúpa, eru sum fyrir inn- an, sum utan við friðunarlínuna, en enginn vafi er á því, að eftir að hún var sett, hefur gengd fiskjarins aukizt á þessum slóðum. Skjálfandaflói nefndist gullkista Húsvíkinga eftir að ég kom hingað, því kolinn var mikill alla leið inn í botn flóans, og á Húsavíkurhöfn veiddist hann talsvert í net. Ýsan gekk vestanvert í flóan- um, einkum á haustin og fyrri part vetrar og örugg voru miðin við Mánareyjar og Flatey. Hinsvegar var skefjalaus ágangur brezkra togara í flóanum, alla leið inn í botn, þvi þar var mest af kolanum. Fyrsta haustið mitt hér hélt gamall, enskur tog- ari frá Hull, að nafni Norman, innan undir Nátt- faravík um hábjartan dag og setti þar niður böju sína. Var mér nú nóg boðið, mannaði vélbát og hélt að togaranum. Þegar skipstjórinn sá á hvaða gestum hann átti von, sleppti hann böjunni og gerði tvær tilraunir til þess að hvolfa bátnum eða sigla hann í kaf. Er of langt mál að segja hér frá viðureigninni, en svo fóru leikar, að mér tókst með aðstoð varð- skipsins að ná dónanum og fékk*%ann dæmdan á Akureyri, þar sem ég gerðist kærandi sjálfur ásamt varðskipsforingjanum. Var skipstjóri stað- inn að landhelgisbroti upp undir harða landi, og sektin því mjög há. Svo fóru dragnótabátar og togbátar að koma í flóann, og þá var nú gullið ekki lengi að hverfa úr kistunni. Skjálfandi tæmdist af ýsu og kola. Nú, eftir að friðunarlínan var sett 1950, er aftur kominn fiskur í flóann, og í haust sem leið sá ég torfur af ýsuseiðum innan við hafnargarðinn hjá Húsavíkurhöfn, en þau hef ég aldrei séð fyrr í höfninni, heldur aðeins þorska og ufsaseiði og smá- kola. Af þessu ungviði eru stórar torfur og eru þær sönnun þess, hversu íslenzkir firðir og flóar eru miklar og góðar klakstöðvar. Alla tíð hefur útgerð verið mikil og blómleg við VÍKINGUR EyjafjörS og lifandi áhugi fyrir landhelgismálun- um, enda bárust mér ekki færri svör þaðan en úr fimm verstöðvum, frá Bjarna Áskelssyni, Greni- vík, Sigurvin Edilónssyni, Litla-Árskógssandi, Jó- hanni G. Sigurðssyni og Sveinbirni Jóhannssyni, Dalvík, Guðmundi Steinssyni, Ólafsfirði og Filipp- usi Þorvaldssyni, Hrísey. Og hinn síðastnefndi ger- ir það ekki endasleppt, því hann lætur skýrslu sinni fylgja, eins og að framan getur, mjög greini- legan og nákvæman uppdrátt af öllum fiskimiðum alla leið austan úr miðjum Skjálfanda vestur fyrir Skagagrunn. Uppdráttur þessi, svo og skýrslan sem honum fylgir, verður því eins og staðsett ein- ingartákn fyrir öll eyfirzku svörin, sem í öllum aðalatriðum ber saman. Alls eru það 30 fiskimið, sem kortið sýnir með nöfnum og staðsetningu og þrettán þeirra innan friðunarlínunnar nýju, 13 utan línunnar og 4 báð- um megin hennar. Lýst er fiskitegundum og botn- lagi á hverju miði fyrir sig og hvenær á það er sótt. Um vestur- og austurkant Grímseyjargrunns segir: „Veiði allt árið, eingöngu þorskur. Hér áður voru þessi mið mest sótt af eyfirzkum línubátum, en eru nú umsetin af togbátum og togurum, svo engum dettur í hug að leggja þar línu í sjó“. Um miðin norðnorðvestur af Grímsey segir: „Veiði allt árið, misjafnlega vænn þorskur, sæmilegur tog- botn og mikið togað þar á vorin“. Þegar Bjarni Áskelsson hefur lokið að segja skipulega frá miðunum vestan frá Skagagrunni austur á Mánareyjargrunn, lýkur hann skýrslu sinni með þessum dapurlegu orðum: „Sameiginlegt með þessum miðum öllum er það, að fiskur virðist alltaf fara þverrandi". Ur skýrslu Sigurvins vil ég taka þetta: „Aðal- magn aflans fékkst undan Þorgeirs- og Hvalvatns- firði, innan landhelgi þeirrar, sem nú gildir, enda hætta á ferðum með veiðarfærin utan landhelginn- ar vegna togbáta (og togara), sem sóttu fast að og jafnvel lengra en leyfilegt er. Um lúðumiðin er það að segja, að gömlu miðin virðast fyrir löngu búinn að vera. Nú fæst afar sjaldan lúða nema þegar sótt er vestur á Skagagrunn, en sama gildir um hana og þorskinn að hún er smá og hefur farið minnkandi hin síðari ár“. 1 ýtarlegri skýrslu segir Sveinbjörn Jóhannsson m. a.: „Frá því að mótorbátar komu fyrst hingað iil Dalvikur, hefur með mjög litlum undantekn- ingum verið sótt á mið, sem liggja ca. 10—20 sjó- mílur NNA af Siglufirði, á svokallaðar „Tengur“, framan af vorvertíð og hélzt það þar til fyrir nokkrum árum, að togarar lögðu þau undir sig og varð þá nærri ómögulegt að leggja þar línu, því bæði var það, að togarar lokuðu þessum fornu miðum, og eins hitt, að þegar stærri bátar komu til sögunnar, þá fóru menn aðallega að sækja vest- ur á Skagagrunn, því á grunninu höfðu togarar sig lítt í frammi vegna botnlagsins (hraunbotn). 293
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.