Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Qupperneq 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Qupperneq 34
Önnur mið, sem grynnra liggja, hafa og mikið verið notuð, sérstaklega í lakari sjóveðrum og þá haust og vetur. Á ég þar við hin svokölluðu Fljótamið, sem hafa verið og eru mjög fengsæl veiðipláss, og tengja menn miklar framtíðai'vonir við þau, því þau liggja að langmestu leyti innan hinnar nýju markalínu landhelginnar ásamt Skagafjarðardjúpinu, sem var og er afar þýðingarmikið veiðipláss flesta tíma árs". Um Vestur- og Austurkantinn á Grímseyjar- grunni farast honum orð líkt og Filippusi Þorvalds- syni og telur togara og togbáta hafa lagt þau mið gersamlega undir sig og á góðri leið með að eyði- leggja þau, einkum togbátarnir, „með sitt sífellda skrap“. Sveinbjörn Jóhannsson telur þessi gömlu og góðu mið alveg úr sögunni sem línumið. Enn segir Sveinbjörn: „Þar sem markalína landhelginnar liggur 4 sjómílur út af Gjögri og Tjörnesi, með beinni línu á milli, þá liggur mjög mikið og gott veiðisvæði innan þessarar línu og er það afar þýð- ingarmikið fyrir smábátaútgerðina". Frá Siglufirði og úr verstöðvum við Skagafjörð hafa mér ekki borizt svör, en úr þessu hafa Ey- firðingar bætt, eins og að framan sést, því mið þessara veiðistöðva allra mega heita hin sömu, nema skagfirzku innfj arðarmiðin, en þau liggja öll innan varnarlínunnar nýju. Skal því haldið á Húnaflóann, en hann hefur ver- ið, ásamt Þistilfirði, mest ofsótti flóinn norðan- lands af brezkum togurum, enda er lýsingin ófögur, sem sýsluskrifari Friðjón Sigurðsson í Hólmavík hefur gefið mér af sjósókninni á Húnaflóa og eyði- leggingu fiskimiða og veiðarfæra þar, en þannig farast honum orð: „Á haustin, sem oft gáfust hér ágætlega með afla, var lína lögð um allan Húna- flóa, innst sem yzt í nefndum „geira“. En nú undanfarin 3 ár má heita að fisklaust hafi verið á öllum innmiðum. Vorið 1950 var mikil fiskgegnd inni í Birgisvíkurpolli, en friðlaust var vegna ágengni togara, sem sýndu fiskibátum hér hinn mesta yfirgang og mokuðu upp fiski á þess- um slóðum. Þannig var þetta sömuleiðis 1951, en þá voru það sérstaklega erlendir togarar. Brezkir tog- arar sýndu þá fiskibátum hinn mesta yfirgang, svo lína var ekki lögð á þessum slóðum. Þá kom það ekki ósjaldan fyrir, að togararnir spilltu veiðarfærum fiskibátanna. Öll fiskiveiði í Vatnsnesálnum hefur algerlega brugðizt s. 1. ár og enn er þar algerlega fisklaust. Sjómenn hér við Steingrímsfjörð byggja vonir sínar á stækkun landhelgislínunnar og þykir þó að of skammt hafi verið farið, en um það tjáir víst ekki að ræða. Þess skal getið, að talsverður fiskur var hér í Steingrímsfirði s. 1. sumar og veiddist hann aðal- lega á færi á smábátum, en stóð stutt við. Nú eru sjómenn að vona að vorganga komi eftir venju á sama tíma og áður, þ. e. í marzlok eða aprílbyrjun. En óttast er þá, að togarar komi á slóðirnar og eyðileggi allt fyrir bátunum, því gæzlu hér í flóanum hefur til þessa verið mjög ábóta- vant. Að endingu vil ég geta þess, að fiskibátar gerðir út frá Skagaströnd hafa oftast aflað tals- Aært meira en bátar hér. Þeir róa meira norður og út af Skalla, sem hefur reynzt happasælla, en þangað geta bátar héðan ekki farið, það er of langt, a. m. k. á veturna". Þessi síðasta skýrsla uppplýsir hvernig brezkir togarar hafa bætt gráu á svart ofan, því hún flettir ofan af því, að meðan íslenzka ríkisstjórnin sýndi Bretum þá velvild, eftir tilmælum ríkisstjórnar Stóra-Bretlands, að fresta framkvæmdum reglu- gerðar frá 22. apríl 1950 um verndun fiskimiða fyrir Norðurlandi gagnvart útlendingum,, unz genginn væri dómurinn í Haag, þá launuðu enskir togaraskipstjórar þetta kurteisa vináttubragð með því m. a. að nota vel tækifærið eða hléið til þess að spilla bæði veiði og veiðarfærum Húnvetninga. Grímsey. Áður en ég kveð Norðuland þykir mér hlýða að minnast örlítið á Grímsey, því svo var til forna litið á eyna og gæði hennar, að þar mætti „her upp fæða“ og þangað leitaði Guðmundur biskup góði með sitt flökkulið undan ofríki Sturlunga. Tveim árum áður en ég kom til Húsavíkur, eða vcrið 1919, fóru nokkrir Húsvíkingar að stunda veiðar í eynni með þorskanet á tímabilinu frá miðjum apríl og fram til 20. maí. Gekk þorskur- inn grunnt upp að eynni og inn í víkurnar og gaf veiðin góðan arð til ársins 1925, að dragnótabátar voru einnig komnir á þessar slóðir og spilltu henni. Húsvíkingar héldu áfram að stunda róðra frá Grímsey á vorin, breyttu veiðiaðferð og fóru með línu á hin dýpri og fjarlægar mið og gafst sæmi- lega næstu fimm ár, en svo komu útlendu togaram- ir, einkum brezkir, á miðin og þá var ekki lengur á þau sækjandi fyrir innlendu bátana. Á þeim árum var í Grímsey stórt hundrað manns heimilsfast, auk þeirra, sem við lágu á vorin. Nú munu eyjar- skeggjar vera um sjötíu, og haldi svona áfram fækkuninni og brottflutningi úr eynni, má búast við því að Grímsey verði hin íslenzka St. Kilda. Norðvesturland og Vestfirðir. Vík ég mér vestur fyrir Strandir og verða þá á leið minni frá Horni að Ritnum þessar víkur: Horn- vík, Hlöðuvík, Fljót og Aðalvík, sem áður voru fiskisæl útræði, Aðalvík um 300 manna verstöð og hreppur, en nú eru þær allar í eyði, mestmegnis sökum aflaleysis, og verður Slysavarnafélag fs- lands að halda við skipbrotsmannaskýlum á þess- um stöðvum, svo mannlaust er þar orðið. Er þá komið að ísafjarðardjúpi, en það er merk- VlKINGUR 298
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.