Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Qupperneq 46
Hvers vegna vilja
íslendingar
færa út landhelgina?
eftir Jóhann J. E. Kúld.
Þar sem ýmsir hafa óskað eftir
því við mig, að ég birti á prenti
ávarp það, sem ég flutti í Þránd-
heimi « sl. hausti þegar ég mætti
þar fyrir hönd Alþýðusambands
lslands,sem boðsgestur hjá Norg-
es Fislcerlag, þá birti ég hér með
meginhluta ávarps míns laus-
legri þýðingu minni.
Áður fyrr, á meðan hvorki var
til útvarp, sjónvarp eða dagblöð,
þá spurðu gestgjafar gjarnan
gesti sem komu í heimsókn, hvað
þeir segðu í fréttum. Og þar sem
ég er nú gestur ykkar þá vil ég
skýra ykkur, hér á þessu þingi,
frá þeim tíðindum, sem stærst
eru að gerast á íslandi. Eg vil
segja ykkur frá því, að við Is-
Iendingar höfum ákveðið að færa
út okkar fiskiveiðilögsögu í 50
mílur 1. sept. 1972. Við erum
neyddir til að stíga þetta mikils-
verða spor í landhelgismálinu
nú. Aðgerðir af okkar hálfu þola
ekki lengri bið. Og nú þegar ég
stend hér meðal vina á lands-
þingi í Noregs Fiskarlag, þá vil
ég gjarnan segja ykkur hvað það
er, sem knýr okkur til aðgerða
nú í landhelgismálinu. Að okkar
mati þolir útfærsla landhelginn-
ar í 50 mílur enga bið. Á milli
80 og 90% af útfutningstekjum
okkar Islendinga árlega koma
frá seldum fiski og fiskafurðum.
Það þykir gott þegar 15% af
erlendum gjaldeyri sem við öfl-
um kemur fyrir aðrar vörur.
Þjóð sem á þann hátt er bund-
in hafinu með alla afkomu sína,
ber skylda til að standa vörð
um fiskimið sín og sjá um að
þau séu ekki eyðilögð. Fiskimið-
in eru fjöregg hennar og dýr-
mætasta eign.
Þeir sem hafa rannsakað sög-
una halda, að árið 1000 hafi
verið 300 þúsund íbúar hér í
Noregi og um 100 þúsund íbúar
á Islandi á sama tíma. En nú
eru í kringum 4 milljónir íbúa
hér í Noregi, en ekki nema 200
þúsund íbúar á fslandi á sama
tíma. Þannig léku örlögin hina
íslenzku þjóð grátt um aldir. Á
16., 17., 18. og 19. öld lá nærri,
að hinni íslenzku þjóð væri út-
rýmt.
Á þeim öldum skorti okkur
fslendinga mat. Og okkur skorti
líka haffær skip, tií að sækja fisk
á okkar gjöfulu mið. í gegnum
þessa dýrkeyptu reynslu lærð-
um við þann sannleika að við
þurfum á öllum tímum að eiga
traust fiskiskip og að okkur ber
skylda til að standa vörð um
fiskimið okkar, sem eru íslands
stærsta eign og á varðveizlu þess-
arar eignar veltur afkoma okk-
ar þjóðar á hverjum tíma.
Á árunum sem liðin eru frá
lokum síðustu heimsstyrjaldar
hefur ásóknin í fiskistofna á ís-
landsmiðum verið of hörð, þann-
ig að um samdrátt stofnanna er
að ræða, þeir minnka. Stærsta
orsökin fyrir þessari staðreynd
er sú, að mörg hundruð erlendra
togara hafa sótt á þessi mið ár-
ið um kring. Það er þessi erlendi
floti, sem hefur veitt helming-
inn af þeim fiski sem veiddur
hefur verið yfir þetta tímabil.
Það var þessi ástæða sem knúði
okkur íslendinga til að færa út
fiskveiðilögsöguna úr 4 mílum
í 12 mílur 1958. Nú liggur það
hins vegar ljóst fyrir, að þessi
útfærsla var ekki nægjanleg til
að fyrirbyggja rányrkju á mið-
unum. Ég vil bregða hér upp
smámynd af þróuninni á okkar
miðum gegnum árin. Árið 1920
gat brezkur togari aflað 1000 kg.
af ýsu á miðunum við Island yf-
ir sólarhringinn. En árið 1937 er
þessi afl'i kominn niður í 250
kg. á sólarhring. Á tímabilinu
frá 1928 til 1937 minnkar ýsu-
aflinn sem tekinn er á miðun-
um við Island, úr 60 þús. tonn-
um á ári niður í 28 þús. tonn.
Og yfir þetta tímabil féll ýsu-
afli okkar íslendinga úr 11 þús.
tonnum á ári niður í 4 þúsund
tonn. Á síðustu stríðsárunum
veiddi aðeins fiskiskipafloti okk-
ar Islendinga á miðunum við Is-
land og á því tímabili stækkuðu
fiskistofnarnir mikið. Árið 1949
fer ýsuaflinn á Islandsmiðum
upp í 76 þúsund tonn. En þrem-
ur árum síðar, 1952, þegar er-
lendur togarafloti hefur lagt und-
ir sig miðin að nýju, þá fer ýsu-
aflinn niður í 46 þúsund tonn.
Þetta er spegilmynd af þróun-
inni. Á líkan hátt hefur það
gengið með íslenzka þorskstofn-
inn; hann fer minnkandi. Hinn
geysilega stóri hrygningarþorsk-
ur sem var algengur áður fyrir
S.-íslandi á vetrarvertíð, verður
sjaldséðari með hverju ári sem
líður. Fiskifræðingar okkar segja
Jóhann J. E. Kúld.
VlKINGUR
310