Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Blaðsíða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Blaðsíða 44
rtthcmbt*. W?, Qt*t ihilltf’g 8 -•=»nt for I Blaöiö sem dafnaöi á róggreinum sínum um /slendinga. MlfUÍIEE.S BIKSBLS D1AM0XÐJÚBHÍ3E BRiXHAM TOPS: £200,000 ! S ''piÍK i»pi*swJ«ttle 5 ■' * % thai Ui*\ 1í«Si-' • ■ ' ' iiísfwsísy «'vin!i! .««j> ■íi.i'W) fcr iK >aiiitij»gs S ' W»4 SM'OVt'XÍ ; síw) w)(i<5!<' <*{ mi \ Kaldar kveðjur árið 1953 Útgerðarmenn og blaðamenn í Bretlandi hafa sent Islending- um næsta kaldar kveðjur nú um hríð. Er þar fremst í flokki blað- ið The Fishing News, sem nú hef- ur verið stækkað til mikilla muna. Virðist sú stækkun ekki hvað sízt hafa verið til þess, að fá aukið rúm fyrir róggreinar um fslendinga, og þá alveg sér- staklega íslenzka sjómenn. Kem- ur nú varla svo út blað af The Fishing News, að þar séu ekki greinar fullar af fjandskap í garð íslendinga, þar sem þeim eru bornar á brýn hvers konar vammir og þeir sakaðir um fá- dæma varmennsku. Þegar blaðið skýrði um daginn frá töku brezka togarans, sem sektaður var fyrir landhelgisveiðar við Austfirði, talaði The Fishing News um „villimennsku“ fslendinga, ,,ó- skammfeilni“ og þar fram eftir götunum. Einhver svívirðileg- asta greinin, sem blað þetta hef- ur ennþá birt í tilefni af land- helgisdeilunni, sá dagsins ljós í dálkum þess 19. september s. 1. Er hún byggð á viðtölum við nokkra brezka togaraskipstjóra. Þar eru borin á borð fyrir brezka lesendur svo svívirðileg ósann- indi um fslendinga, að annað eins hefur naumazt heyrzt áður, þótt mörg ófögur orð hafi brezk- ir útgerðarmenn og skipstjórar látið eftir sér hafa. Þarna er full- yrt, að íslendingar sýni hina mestu villimennsku gagnvart sjúkum sjómönnum brezkum og hagi sér eins og varmenni, þegar enskir togarar hafa orðið fyrir sjótjóni og þurft að leita á náð- ir þeirra um viðgerðir eða aðra hjálp. Þá er staðfest, að allir brezkir togarar, sem teknir eru af íslenzkum varðskipum, hljóti háar sektir, hvort sem þeir hafa verið innan landhelgi eða utan! Farið er háðulegum orðum um íslenzka sjómenn í sambandi við fiskflutninga þeirra til Bretlands á stríðsárunum: Þeirþykjasthafa lagt sig í mikla hættu og goldið veruleg afhroð, misst hlutfalls- lega mikið bæði af mönnum og skipum, en sannleikurinn sé sá, að það tjón muni vera tífallt minna en þeir vilji vera láta. Loks klykkir blaðið út með þeim spaklegu orðum, að Ijótustu sög- urnar um framkomu fslendinga í garð brezkra sjómanna séu enn- þá ósagðar. Þær kunni þó að verða rifjaðar upp við tækifæri! Þarflaust ætti að vera að segja nokkrum íslenzkum manni hvers- konar skrílblaðmennska hér er á ferðinni. Hitt er aftur á móti nauðsynlegt, að brezkur almenn- ingur fái að vita sannleikann í þessum efnum, þar eð það getur haft mikilvæg áhrif í sambandi við lausn landhelgisdeilunnar. Islenzk stjórnvöld og aðrir, sem aðstöðu hafa til, þurfa því að koma sem víðast á framfæri rétt- um upplýsingum um styrjaldar- fórnir Islendinga, hin giftusam- legu björgunarstörf þeirra, sem brezkir sjómenn hafa ekki sízt notið góðs af, svo og afsönnun þeirra ósönnu staðhæfingar, að Englendingar búi hér við annan og minni rétt en aðrar þjóðir. En framar öllu öðru verða Bret- ar að fá að vita það, að íslend- ingar munu aldrei slaka til um hársbreidd í sambandi við fisk- veiðilandhelgina. Svívirðingar og ærumeiðingar brezka útgerðar- manna, togaraskipstjóra og blaðasnápa breyta þar engu um. Þær lýsa aðeins vanmáttugri reiði skammsýnna manna, sem ekki njóta í fullum mæli þeirra hlunninda, að mata krókinn á kostnað Islendinga. Styrjaldarfórnir í mannslífum Einhver ósanngjarnasta rödd, sem kvatt hefur sér hljóðs í sambandi við brezka lönd- unarbannið á íslenzkum fiski, kemur fram í The Fishing News hinn 22. ágúst s.l. og á að vera svar við vinsamlegri grein um Island og Islendinga, er skömmu áður hafði birzt þar í ritinu eftir Mr. Bate. Það er einn æðsti ráðamaður togara- skipstjórafélagsins í Grimsby, Fieldwood skipstjóri, er kveður sér þar hljóðs, og fer ekki dult með óvild sína í garð íslands og íslenzkrar sjómannastéttar. Telur hann greiðslu þá, er ís- lenzkir útgerðarmenn og sjó- menn hafi fengið fyrir fisk i Bretlandi á síðari styrjaldarár- unum, hafa verið mikils til of háa, og það hafi verið mjög leitt, að Bretar skyldu hafa orðið að taka við fiskinum. Brezkir sjó- menn hefðu fúslega tekið þetta verk að sér, en í stað þess hafi þeir verið látnir stunda tundur- duflaveiðar og hreinsa skipaleið- ir fyrir aðra, þar á meðal Islend- inga. Bretar hafi á þessum ár- um fært svo miklar styrjaldar- fórnir í mannslífum, og sé þar afhroð Islendinga ekki sambæri- legt, enda hafi engar tölur verið færðar fram um slíkar fórnir þeirra. Loks heldur hann því fram, að brezkir sjómenn hafi „fundið“ fiskimiðin umhverfis Island og stundað veiðar þar um 60 ára skeið, og virðist hann telja VlKINGUR 308
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.