Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Blaðsíða 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Blaðsíða 56
Sóknina í fiskistofnana verður að minnka Erindi Ingvars Hallgrímssonar, forstjóra Hafrannsóknarstofnunarinnar, á norrœnu fiskiráöstefnunni í Fœreyjum í ágúst s.l. Hin stóra árbók Sameinuðu þjóðanna um fiskveiðar, sem FAO g-efur út, veitir okkur tölulegt yfirlit um þróun fiskveið- anna í heiminum, og við nánari athugun sýnir árbókin ýmsar ó- væntar upplýsingar. Frá lokum síðustu heimsstyrjaldar hafa fisk- veiðarnar í heiminum meira en tvöfaldast. Sem dæmi má nefna, að 1948 var heildarfiskveiðin tal- in nema um 20 milljón lestum, en hafði náð rösklega 53 milljón- um lesta árið 1965, þ. e. a. s. aukizt um 164%. Á sama tíma óx mannfjöldinn í heiminum um 38%. Af þessu mætti ráða, að fiskveiðarnar væru að verða ein meginuppistaðan í matvælaöflun mannkynsins, en áður en við drögum slíka ályktun, þurfum við fyrst að vita t. d. hvaða fiskur var uppistaða aflaaukningarinn- ar, í hvaða heimshlutum varð aukningin, hvort fiskinn má nota til fæðu o. s. frv. Það kemur nefn- ilega í ljós, að þessi fyrrnefnda stórkostlega aukning í fiskveiðum á aðallega rætur að rekja til auk- innar veiði í Asíu og Suður-Am- eríku, og fyrst og fremst til auk- inna veiða á síld, sardínum og ansjósum, eða á öðrum fiskum ná- skyldum þessum. Það er einnig eftirtektarvert, hvað snertir þessa miklu aflaaukningu í heild- arfiskveiðunum, að af 223 lönd- um eða landssvæðum, sem fisk- veiðiárbók FAO tekur til, fellur um 65% aflaaukningarinnar í hlut 12 landa, en 35% aukning- arinnar fellur í hlut 211 landa. Þau 4 lönd, sem mest hafa aukið fiskveiðar sínar frá stríðslokum, eru Japan, Sovétríkin, Spánn og Pólland, og það er vert að veita því athygli, að fiskveiðiaukning þeirra stafar svo til eingöngu frá auknum veiðum á fjarlægum mið- um, og m. a. frá svæðum, sem áð- ur voru lítið nýtt. Það er þannig einkennandi fyr- ir þróun fiskveiðanna eftir stríð, að aflaaukningin kemur ekki frá hinum hefðbundnu og þekktu veiðisvæðum heima fyrir, heldur frá fjarlægum miðum og á veið- um fiskistofna, sem voru lítið sem ekkert nýttir áður. Þetta gef- ur ástæðu til að ætla, að hinar hefðbundnu fiskislóðir hefðu ekki getað gefið af sér þessa afla- aukningu, og því er ástæða til að spyrja, í hvaða mæli mætti enn búast við vannýttum fiskistofn- um á óþekktum slóðum. Eins og þekkt er, veiðist megin- þorri alls fisks á fiskislóðum landgrunna. Það er ekki stór hluti landgrunna, sem enn er óþekktur og vannýttur. Hvorki í Norður- Atlantshafi né í Norður-Kyrra- hafi eru nokkrar teljandi fiski- slóðir óþekktar. Hins vegar er gert ráð fyrir, að við Suðaustur- Asíu séu enn ónumdar fiskislóðir, er gætu gefið af sér um 2 millj- ónir lesta af fiski. Hin stóru út- höf utan landgrunna munu varla gefa af sér umtalsvert magn í aflaaukningu, enda má segja í grófum dráttum, að úthöfin séu eyðimörk er þau eru borin saman við hin ríku veiðisvæði land- grunnanna. Reyndar hafa menn náð um- talsverðum árangrj við fiskirækt einstakra fisktegunda, en að mínu áliti mun það þó vart breyta heildarmynd þessara mála í ná- inni framtíð. Eftir stendur sú staðreynd, að strandsjórinn og fiskimið land- grunna standa að mestu undir fiskveiðunum, og það er því þess virði að líta lauslega á ástandið á hinum hefðbundnu fiskimiðum, ekki sízt á okkar eigin hafsvæði, N orður-Atlantshaf inu. Á ársfundi alþjóða fiskveiði- nefndarinnar fyrir Norðaustur- Atlantshaf, NEAFC, sem haldinn var í London í maí 1971, var m. a. til umræðu íslenzk tillaga um lokun veiðisvæðis út af norðaust- anverðu íslandi. Rök Islendinga voru þau, að á þessu svæði veidd- ist mikið af ungum, ókynþroska þorski, sem aldrei lifði svo lengi að verða kynþroska. Þessi ísl- enzka tillaga náði ekki fram að ganga, en nefndin vildi bíða eftir skýrslu um ástand þorskstofn- anna í Norðvestur-Atlantshafi, en skýrsla þessi skyldi unnin í sam- einingu af fiskveiðinefndinni fyr- ir Norðvestur-Atlantshaf og Al- þjóða hafrannsóknaráðinu. Skýrsla þessi hefur nú birzt, og var hún lögð fram á fundi Norðvestur- Atlantshafsnefndar- innar, sem var haldinn í Wash- ington í júní s.l. í nefnd þeirri, er samdi þessa skýrslu, voru vís- indamenn frá 8 löndum og 3 al- þjóðastofnunum. Niöurstööur nefndarinnar eru almennt þær, aö minnkun þorskstofnanna í Noröur-Atlantshafi vegna veiöa sé svo mikil, aö æskilegast væri aö draga úr veiöunum um helm- ing. Hvað snertir minnkun ísl- enzka þorskstofnsins, getur nefndin þess, að hún sé sú mesta, sem kunn sé meðal þorskstofna Norður-Atlantshafsins á árunum 1968—70. Þessi niðurstaða kemur tæpast á óvart, a. m. k. varla hvað snertir íslenzka þorskstofn- inn. Frá stríðslokum hefur orðið mjög ör þróun í þorskveiðum við Island, sem náði hámarki árið 1954, er veiddar voru um 550 þús- und lestir af þorski. Á áratugnum 1954—64 óx sóknin um 87% en á sama tíma féll aflinn um 22 %. VlKINGUR 320
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.