Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Síða 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Síða 49
Einhuga þjóð Hermann Jónasson, þáverandi forsœtisráðherra skrifaði þessa grein árið 1958. aðeins, að þjóðin öll sýni mikinn áhuga á málinu, staðfestu í kröf- um og fulla einbeitni við að fylgja þeim fram, eigi aðeins í orði, heldur og á borði. Vér verðum nú þegar að gera ítrustu kröfur um stækkun land- helginnar, og séu þær kröfur að minnsta kosti sambærilegar við kröfur Norðmanna og annarra þeirra þjóða, sem mikilla fisk- veiðaréttinda hafa að gæta. Hljóta lágmarkskröfurnar að vera þær, að landhelgin miðist við yztu annes og eyjar, svo að fióar ailir og firðir fáist friðað- ir, og landhelgislínan sé auk þess víkkuð til verulegra muna. Hins vegar ber að stefna að því, að landgrunnið allt verði íslenzkt athafna- og yfirráðasvæði. Þau ár, sem liðin eru frá lok- um síðustu styrjaldar, hafa í sí- vaxandi mæli fært oss heim sann- inn um það, að hér á landi er hrein vá fyrir dyrum, ef eigi tekst mjög bráðlega að bægja af beztu fiskimiðum vorum hin- um sívaxandi fiskiskipaflota er- lendra þjóða. Rányrkja útlendra togara á íslenzkum miðum er orðin svo gegndarlaus, að sums staðar fæst varla bein úr sjó, þar sem heita mátti mokfiski áður. Baráttan fyrir stækkun landhelg- innar er því eitthvert brýnasta hagsmunamál þjóðar vorrar í bráð og lengd. Þar er um það teflt, hvort hér verði haldið uppi þjóðfélagi, þar sem ríkir nokkurt afkomuöryggi og hægt er að búa við sómasamleg lífskjör, — eða volæði örbrigðarinnar heldur innreið sína á íslenzk heimili til sjávar og sveita. Einhver ágætasti vökumaður þjóðarinnar í landhelgismálinu, Júlíus Havsteen sýslumaður, rit- ar á öðrum stað hér í blaðinu skörulega vakningargrein um þetta stórmál vort. Átelur hann harðlega tómlæti það og sofanda- hátt, sem enn virðist ríkja í þessu efni meðal mikils hluta þjóðar- innar, jafnt á hærri stöðum sem lægri. Altof margir dotta á verð- inum. Þjóðarvelferð krefst þess, að þeir vaki! VlKINGUE „Norður við heimskautsbaug á hrjóstugri eldfjallaeyju, sem heitir Island, býr ein fámenn- asta þjóð veraldar, 165 þúsundir. — Það sem hefur gert þetta land elds og ísa byggilegt eru auðug fiskimið í fjörðum þess og flóum og á grunninu umhverfis landið. — Á Islandi eru engar námur neinnar tegundar, engir akrar, engar ávaxtalendur. Fiskurinn er 97% af útflutningi landsins og fyrir hann kaupa landsmenn margs konar lífsnauðsynjar, vél- ar, byggingarefni, eldsneyti o. fl. frá þeim löndum, sem þeir selja fisk. — Fiskiskip erlendra þjóða, í seinni tíð stórvirkir togarar, hafa sótt mjög á fiskimið íslend- inga og sópa þá oft burtu netum og línum íslenzkra báta. Fiskinum mokað upp. Annað er þó alvarlegra. Tækn- in til að vinna fiskinn og ná hon • um vex mjög hratt. Honum er blátt áfram mokað upp af hinum stóru togurum, — og hinum stóru togurum fer ört fjölgandi erlendis. Vísindamenn, erlendir og íslenzkir, hafa sannað svo að ekki verður með réttu um það deilt, að fiskurinn er að ganga til þurrðar á Islandsmiðum vegna ofveiði. Islendingar hafa horft á það með skelfingu að möguleikar þeirra til að lifa í landinu eru í yfirvofandi hættu. Hér er því að- eins um tvo kosti að velja: að stækka fiskveiðilandhelgina eða láta sér lynda að þjóðin glati efnahagslegu sjálfstæði sínu. Ég vek athygli á því að við takmörk- um nú einnig mjög veiði íslenzkra skipa með stórvirk veiðitæki inn- an tólf mílnanna. Hermann Jónasson. Sumar erlendar þjóðir segja við okkur, að við hefðum átt að færa út fiskveiðilandhelgina með samningum — og þá væntanlega með samningum við allar þjóðir. Hvenær mundu þeir samningar hafa tekið enda? Hvenær mundu allar þjóðir, sem eiga togara á Islandsmiðum, hafa samþykkt fyrirfram þá útfærslu, sem við þurfum á að halda? Þessi leið var ekki fær, enda hafa aðrar þjóðir yfirleitt ákveðið landhelgi sína með einhliða yfirlýsirigu. Tíu ára tilraunir. Áður en við grípum til þeirra úrræða, sem nú hafa verið fram- kvæmd, reyndum við í 10 ár að fá teknar álrvarðanir á alþjóða- vettvangi um stærð fiskveiði- landhelgi. Við gerðum það á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna. Þær vonir urðu loks að engu á Genf- arráðstefnunni. 313

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.