Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Blaðsíða 61

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Blaðsíða 61
Sigurður Jóhannsson fyrrverandi skipstjóri SJcuggar sundrast, sólir rísa, sortna og hverfa í geiminn auóa Skammt er milli skers og báru skammt er milli lífs og dauöa. Hver er sinnar sólar smiöur sannleiksfegurö kynninganna. Veróur ávalft efni í grunninn undir hallir minninganna. Svo kvað skáldið, en eru ekki þessi orð þess sígild og eiga hljómgrunn með mörgum okkar á öllum tímum. Meðan allt leik- ur í lyndi og sól framfara og þroska býr með okkur, erum við frjáls og áhyggjulaus fyrir morg- undeginum. En svo skeður það óumflýjan- lega, að alvarleg veikindi steðja að og framundan eru brostnar vonir og dauðinn á næsta leiti. Þá reynir á hið andlega atgervi hvers og eins. Viðbrögð okkar eru mörg og ólík, eftir skapgerð og andlegum þroska, „en þegar kall- ið kemur kaupir enginn frí“. Þessi fáu orð eru að skjóta upp kollinum úr djúpi hugans, frá minningum um mörg góð liðin ár, þegar vinur er kvaddur. Sigurður Jóhannsson er látinn. Fánar allra verzlunarskipa í Reykjavíkurhöfn færast frá húni í hálfa stöng. Þetta er gert í hljóðri látlausri athöfn, til þess að tilkynna okkur samstarfs- mönnum og vinum hans, að hann hefði beðið ósigur í stríðinu við manninn með ljáinn. Sigurður Jóhannsson var fædd- ur í Reykjavík, 25 jan. 1914. For- eldrar hans voru þau ágætu hjón, Sigríður Dagfinnsdóttir, sjó- manns úr Reykjavík og faðir hans var Jóhann Guðmundsson, skipstjóri frá Hafnarfirði. Ung- ur að árum tók hann próf frá VlKIN GUR Flensboi'garskólanum í Hafnar- firði, en lauk prófi úr farmanna- deild Stýrimannaskólans í Reykjavík 1937 þá 23 ára. Sig- urður var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Anna Hulda Jónsdóttir. Þau slitu samvistum, barnlaus. Síðari kona hans var Hjördís Einarsdóttir og áttu þau saman 3 dætur: Sigríði, Ágústu ísafold og Erlu. Þá átti Sigurður son Karl Harry, áður en hann kvænt- ist. Leiðir okkar Sigurðar lágu fyrst saman á gömlu Esju um tveggja ára skeið. Þar fékk liann sinn fyrsta skóla, á verzlunar- skipi. Hygg ég að vera hans þar hafi veitt honum holla og góða reynslu undir þau störf, sem hann átti eftir að gera að ævistarfi sínu, stýrimennsku og skipstjórn hjá Eimskipafélagi Islands. ffiá því félagi starfaði hann frá þrí hann fór af gömlu Esju 1934 og til dauðadags. Sigurður hætti siglingum 1964 og varð þá for- stöðumaður vöruafgreiðslu fél- agsins þar til yfir lauk. Að félagsmálum í Stýrimanna- félagi íslands og síðar í Skip- stjórafélagi íslands vann Sigurð- ur af lífi og sál. Hann var þéttur á velli og þéttur í lund, vilja- sterkur og átti gott með að beita sér að verkefnum, sem fyrir lágu hverju sinni. Þess vegna voru honum falin svo mörg og vanda- söm nefndarstörf fyrir stéttar- félög sín, og þeir eru fjölmargir sem senda honum hlýjar þakkir fyrir fómfúst og óeigingjarnt starf í stéttabaráttu liðinna ára. Nú hefur ský brugðið fyrir sólu, um stund. En bak við öll ský og þokusúld, er sólin að vinna sitt miskunnarverk í þágu alls sem lifir. Sama má segja um trúna. Hún er sú Sigurður Jóhannsson ind sem sálin teigar sinn kraft frá og án trúar er mannlegt líf, áðeins eyðimörk, einskisnýts til- gangs. Því vil ég að lokum láta koma fram í þessum fáu orðum, um þann mann úr sjómannastétt, sem ég hef metið mest, að hann var trúr jafnaðarstefnunni, frjáls í hugsun og víðsýnn í trúmálum. Slíks manns er gott að minnast og mikil huggun að eiga sterka von að hitta hann aftur hinum megin, þegar röðin kemur að okk- ur og við höfum mesta þörf fyrir handleiðslu góðs vinar. Aldraðri móður, konu og börnum og öðr- um ástvinum, sendum við hjónin okkar dýpstu samúð. Nú hefur þú vinur, ýtt úr vör, fleyi þínu og sett stefnu á nýtt framtíðarland. Ég bið Guð að gefa þér hagstæðan byr yfir álinn og þér hlotnist að taka rétta stefnu að fótum frelsarans. Hafðu þökk fyrir samverustund- irnar. Sigldu heill. Theodór Gíslason• 325
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.