Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Page 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Page 13
enda var svo komið vorið 1927, er ég kom þangað síðast í mín- um fyrsta túr sem togaraskip- stjóri, að fiskur var þá farinn að tregast þarna svo mjög, að mér þótti ekki taka því að fara þang- að aftur og hef aldrei þar síðan komið að vori til í fiskileit.Svip- aða sögu er af öðrum mínum samtíðarmönnum að segja hér- lendum, en þó að við legðum þessar austurferðir niður, þá hafa útlendir togarar, sérstak- lega Englendingar svo að segja passað upp á hverja bröndu sem þangað hefur leitað og þar með girt fyrir að þessi mið nái sér aftur. Sama sagan gildir hvar sem er, þar sem áður voru auð- ug fiskimið hér við land. Hver þekltir t. d. Halann og Horn- bankann nú og fyrir 20—40 ár- um. Nei, þróunin er augljós nið- ur á við öllum þeim, sem með hafa fylgzt. Það er um greini- lega ofveiði að ræða og það er meira vandamál fyrir okkur en nokkra aðra þjóð, sem leitar til veiða hér við land. Það er höfuð- nauðsyn fyrir okkur að gera öðr- um þjóðum Ijóst hvert stefnir ef ekkert er að gert, en það er vitað mál að er þungur róður. í átökunum um rétt okkar, smáan eða stóran, til landgrunns- ins, verða ýmsir fræðingar til kvaddir, en það má víst segja, að fræðilegar niðurstöður eigi að byggjast á staðfestri reynslu. Fiskifræðingarnir leitast að sjálf- sögðu við að mæla eða ákveða fiskmagnið í sjónum og hvaða breytingum það tekur. Þeir vilja þá miða við ákveðið fiskmagn fengið fyrir ákveðna fyrirhöfn og tala þá um ákveðinn öngla- fjölda og ákveðinn togtíma. Við þessa aðferð er það að athuga, að útkoman getur ekki orðið rétt nema að á sama tíma sé stöðvuð öll tækniþróun við þessar veiðar. Ég á við, að notuð séu sams konar skip með nákvæmlega eins veið- arfærum eða sem sagt engu tæknilega breytt yfir tímabilið, sem athugunin stendur yfir. Ég hef hvergi orðið var við slíka kyrrstöðu og vona að okkar menn VlKINGUE Sigurjón Einarsson. gangi ekki inn á að togtími sé það sama nema að nafninu til. Enginn má láta sér detta í hug að leggja að jöfnu í athugun tog- tíma á nýtízku togara með öll- um þeim hjálpartækjum, sem við nú ráðum yfir og gamla tog- aranum, sem var meira en helm- ingi minni og snauður að öllum hjálpartækjum. Mismunurinn er svo stór að manni dettur í hug sláttuvélin, orfið og ljárinn. Þá er að athuga öngulinn á línunni. öngullinn sjálfur hefur ekki tekið neinum sérstökum breytingum en þau skip, sem honum beita, eru allt önnur og meiri en áður var. Þau hafa sí- fellt verið að breytast og eflast, bæði hvað stærð, gang og hjálp- artæki áhrærir. Þau geta því far- ið víðar um og hnitmiðað öngul- inn betur niður á veiðistað. En af þeim ástæðum gefur nútímabát- urinn ekki sömu reynd af fiski- magninu í sjónum þá og nú. Þó miðað sé við önglafjölda, eins og gamli illa búni báturinn, sem vegna smæðar og gangtregðu var bundinn við mikið styttri sókn og grynnri mið. Ekki einu sinni skakfærið hefur staðið í stað, því að nú nota menn nylon- færi, sem gefa mikið betri ár- angur en hampfærin, sem nú eru alveg að falla úr sögunni. Eg veit, að í átökum um land- grunnið og umráðarétt okkar, mikinn eða lítinn, yfir því verður skýrslum skotið fram í sókn og vörn. Með það fyrir augum hef ég dregið hér fram þessar at- hugasemdir í trausti þess að þær nái eyrum þeirra manna er með okkar mál kunna að fara þegar til átaka kemur á alþjóða vett- vangi, því þá verða skýrslur um aflamagn veiðiflotans okkur hættulegar séu ekki við þær gerð- ar þær athugasemdir sem ég hef hér fram sett. 1 skóla lífsins við fiskveiðar lief ég sífellt verið að sannfær- ast meir og meir um að fiskur fari minnkandi hér við land. Eg hef séð of mörg góð fiskimið eyðast upp til þess að ég berji höfðinu við steininn og segi að allt sé í lagi, því það megi finna önnur ný mið, en jafnvel þó svo væri, en þau finnast engin fram- ar á landgrunni íslands, þá mundi fara um þau eins og önn- ur okkar ágætu fiskimið, sem einu sinni voru full af fiski en eru nú fyrir ofveiði orðin svo fátæk, að allir sem til þekkja hafa stórar áhyggjur af. Eg full- yrði, að á öllu landgrunninu í kringum okkar land eru ekki nein ófundin fiskimið. Styð ég þá fullyrðingu mína með því að benda á, að um áraraðir hafa mörg hundruð skip siglt hér fram og til baka um landgrunnið í sífelldri leit að fiski, en engin mið fundið, sem ekki er von, því að fyrir löngu eru fiskiskip okk- ar og annarra búin að rannsaka og plægja þann akur svo ræki- lega að segja má, að ekki sé lófa- stór blettur eftir órannsakaður. Það er og líka svo að leikurinn hefur borizt lengra og lengra út og er nú kominn út af landgrunn- inum. Karfamiðin, sem fundizt hafa í hafinu milli Islands og Grænlands, sýnast ekki vera ó- tæmandi, en þau hafa komið okk- ur í góðar þarfir nú um skeið. Það er aðeins spurning hvað lengi þau endast, hitt er lítið vafamál að þau eyðast upp á til- tölulega stuttum tíma á líkan 277

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.