Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Qupperneq 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Qupperneq 57
Þessi mikla aukning sóknar í ís- lenzka þorskstofninn hefur breytt endurnýjunar- og viðhaldsgetu hans, þar eð aldursdreifingin hef- ur breytzt mjög. Fyrir um 15— 20 árum var ekki óvenjulegt að finna þorska allt að 15 ára aldri í aflanum, en nú er algjör undan- tekning að finna 10 ára gamlan þorsk. Meðalaldurinn verður stöð- ugt minni og minni og meðal- stærðin þá jafnframt. Þessi lækk- un meðalaldurs hefur einnig vald- Ingvar Hallgrímsson. ið því, að nú hefur þorskurinn yfirleitt aðeins tök á því að hrygna einu sinni á ævinni, en áður fyrr gat meginhluti þorsk- stofnsins hrygnt nokkrum sinn- um. Yfirleitt má því telja, að hrygning íslenzka þorskstofnsins sé nú svipuð og hjá laxi og loðnu, þ. e. a. s. aðeins einu sinni á æv- inni, en það stríðir gegn lögmál- um náttúrunnar og afleiðingarn- ar sér enginn fyrir. Eins og ég nefndi fyrr, komst sú sérfræðinganefnd, sem gerði úttekt á þorskstofnum Norður- Atlantshafs, að þeirri niðurstöðu, að minnkun íslenzka þorskstofns- ins - sem er aðallega vegna auk- inna veiða - væri sú mesta, sem þekkt væri meðal þorskstofna þessa hafsvæðis. Það er nú talið, að hin árlega dánartala hins kyn- þroska hluta stofnsins sé um 70%, og 65% meðal smáþorsks- ins. Svona mikil sókn er beinlín- is hættuleg, ekki sízt sóknin í smáþorskinn. Þorskveiðar Breta við Island eru einkennandi hvað snertir sóknina í smáþorskinn. Árið 1966 veiddu brezkir togarar um 31 % af þyngd þorskaflans við ísland en um 53% af fjölda þeirra þorska, sem veiddur var. Þessi hlutfallslegi mismunur í þyngd afla og fjölda veiddra fiska, sýnir ljóslega þá staðreynd, að brezkir togarar veiða meira af smáfiski, en aðrar þjóðir, sem veiða við Island. — Sérfræðinganefndin, sem ég hef áður getið um, nefnir m. a. í skýrslu sinni, að síðan 1960 hafi veiðihæfni togaraflotans aukizt um 3% á ári. Þetta merkir þá, að nútíma togari er nú um 40% stórvirkari en 1960. Ástæðan til þessa er ekki eingöngu aukin stærð togaranna heldur einnig hin nýtízku rafeindatæki sem komin eru til sögunnar ásamt bættum veiðiaðferðum. Þegar all- ar þessar framfarir eru teknar með í reikninginn, sem hafa vald- ið um 40% aukningu í veiðihæfni togara síðan 1960, er það vissu- lega íhugunarefni, að fiskveið- arnar í Norður-Atlantshafi - og ekki sízt við Island - skuli ekki hafa aukizt að neinu ráði síðan 1960. Meginástæðan til þess, að þessi mikla aukning í tækni og fjár- festingu hefur ekki gefið af sér neina samsvarandi aflaaukningu, er fyrst og fremst sú, að veiði- hæfni fiskiflotans er meiri en endumýjunarmáttur fiskstofn- anna. Það má segja með öðrum orðum, að við veiðum hraðar en fiskurinn tímgast. Svipaðar að- stæður hafa þekkst áður, og á ég þá við hvalveiðarnar í Suður-ís- hafinu. I þesu sambandi er áhugavert að athuga, hvaða afstöðu alþjóða- stofnanir hafa tekið til verndun- ar á fallandi fiskstofnum Norður- Atlantshafsins. Allir þekkja örlög norsk-íslenzka síldarstofnsins, og það má hafa í huga, að engar varúðarráðstafanir voru gerðar á alþjóðlegum grundvelli í tæka tíð, þótt síldin væri á umráða- svæði tveggja alþjóðastofnana. Svipuð þróun virðist í uppsigl- ingu hvað snertir síldarstofna Norðursjávarins, en nú orðið eru ekki síldveiðar í hinum eiginlega Norðursjó, heldur fer veiðin á fullvaxinni síld fram vestan Orkneyja og Hjaltlands, sem kunnugt er. Meðan vísindamenn og stjórnendur fiskveiðimála hafa rökrætt á fundum hefur síldin þolað ofveiði, ekki eingöngu hin kynþroska síld, heldur ekki hvað sízt smásíldin. f desember s. 1. hélt alþjóða fiskveiðinefndin fyrir Norðaust- ur-Atlantshaf sérfund um vernd síldarstofna í Norðursjó. Fiski- fræðingar töldu, að þessir síldar- stofnar væru nú aðeins 10% stofnstærðarinnar 1948 og fóru fram á 50% minnkun veiða, Það fékkst ekki samþykkt, en hins vegar var samþykkt að banna veiðar í apríl, maí og fyrri hluta júní þessa árs. Reynslan sýnir, að á þessum tíma veiðist um 17 % af ársaflanum þannig að bann þetta gat hugsanlega valdið um 17% rýrnun aflans í stað þeirra 50%, sem fiskifræðingar töldu nauðsynlegt. f raun réttri ber veiðibann þetta varla nokkum ár- angur, þar eð veiðarnar eru ótak- markaðar utan banntímans. — Sú sérfræðinganefnd, sem rannsakaði þorskveiðar í Norður- Atlantshafi og ég hef áður vitnað til, kemst einnig að þeirri al- mennu niðurstöðu, að aukin sókn í þorsJcstofna N ovður-Atlants- hafsins hefði ekki í för með sér aukinn afla er til lengdar léti. Nefndin getur þess einnig í skýrslu sinni, að sóknin sé þegar svo mikil, að þótt hún minnkaði um helming muni það aðeins valda óverulegri aflaminnkun.— Eins og vitað er veiða erlend fiskiskip tæplega helming þess afla, sem fæst á íslandsmiðum, en við útfærslu íslenzku fisk- veiðilögsögunnar mun sóknin falla verulega. Slík minnkun á sókn útlendinga í íslenzka fiski- stofna er því algjör forsenda fyrir áframhaldi íslenzkra fisk- veiða, svo að ekki sé minnst á VlKINGUR 321
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.