Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Side 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Side 31
A frívaktinni I stóru amerísku fangelsi kall- aði forstjórinn saman alla fang- ana og tilkynnti þeim hátíðlega þau gleðitíðindi að daginn eftir mundi fylkisstjórinn dveljast meðal þeirra. „Loksins", varð einum fang- anna að orði „Það var sannarlega kominn tími til að honum verði stungið inn hérna!" Amerísk húsmóðir hafði þvegið hár sitt og var með það í þurrk- unni um það leyti, sem fyrstu geimförunum var skotið til tunglsins. Allt í einu mundi hún eftir at- burðinum og kom þjótandi inní stofuna, þar sem fjölskyldan horfði á atburðinn í sjónvarpinu. Var hún með þurrkuhjálminn á höfðinu og annan útbúnað í hendinni. „Eru þeir lagðir af stað“, lu'óp- aði hún. Maður hennar leit á hana: „Já, þeir eru farnir, sagði hann ró- lega, en ég held að þeir hafi ekki vitað um að þú ætlaðir með“. Sigurður gamli skútuskipstjóri stóð á áttræðu. Blaðamanninum gekk illa að toga neitt út úr karl- inum, sem svaraði seint og dræmt. „Þú getur þó alltént sagt eitt- hvað um versta veðrið, sem þú hefir verið úti í“. „Ja, látum okkur sjá“, sagði sá gamli. „Það mun hafa verið árið, sem ég var nýgiftur og tó- bakslögurinn lenti framhjá dall- inum í stofunni heima". Frá f j ölskylduráðgj afanum: „En fyrst þið bæði hafið skift um kyn, er þá ekki allt í lagi?“ VlKINGUR GamU Grant. Það var fundur í stríðsráðinu í amerísku borgarastyrjöldinni, einn af ráðherrum Abrahams Lincolns bað um orðið: „Við fáum ítrekaðar kvartanir frá hinum hershöfðingjunum yfir því hvað Grant hershöfðingi drekki mikið. Hvað finnst forset- anum að við ættum að gera?“ Lincoln athugaði um stund stríðskortið, sem bar hemaðar- snilli Grants ótvírætt vitni, og sagði því næst: „Það bezta sem við getum gert er, að þér, hr. ráðherra sjáið svo um, að hverjum hinna hershöfð- ingjanna verði sendur viskí- kassi“.... „Eigum við ekki að telja pen- ingana, sem við náðum í dag?, spurði bankaræninginn félaga sinn. „Æ, ég nenni því ekki. Það er mikið auðveldara, að fá það stað- fest í blöðunum í fyrramálið". Skoti kom inn í verzlun og bað um hár í tannbursta. „Það er því miður ekki hægt, þér verðið að kaupa nýjan bursta. „Þá verð ég að spyrja stjórn- ina“, sagði Skotinn. „Hvaða stjórn?" „Kórstjórnina, auðvitað. Þetta er sameign okkar!“ En sá munur a8 vera hundur í Bretlandi. 295

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.