Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Blaðsíða 9
leita að bráð, eða dráttarskip á leið til bræðslustöðvanna á fjörð- unum með fleiri eða færri hvali í eftirdragi. Það sem særði réttlætiskennd mína einna mest árin, sem ég var með varðskipunum, voru aðfar- ir Englendinga í Faxaflóa og Norðmanna við aðrar strendur landsins. Enskir fiskimenn skófu botninn — öll beztu fiskimið í flóanum — og drápu í tugum þúsunda alls konar fiska og fleygðu útbyrðis, sem svo flutu um allan sjó. Aðeins þann ljúf- fengasta og verðmætasta fiskinn — kolann — hirtu þeir. Báta- fiskimenn höfðu engan frið með veiðarfæri sín á þessum slóðum og urðu varla varir, þá þeir reyndu. — Hvalveiðimennirnir höfðu aðra aðferð. Á örskreiðum skotbátum þutu þeir landshorn- anna á milli frá fjörðum og ströndum út í hafsauga, eltu stór- hvelin og drápu í hrönnum, en tóku svo minni hvalina þegar hinir stærri voru upprættir. Mér fannst þetta viðbjóðslegur leikur, óþolandi gjörræði gagn- vart landsmönnum, sem urðu að þola þetta bótalaust, því bætur gátu það tæplega talizt þótt mönnum gæfizt kostur á að hirða það, sem fiskimennirnir fleygðu og fá svo óþefinn frá rotnuðum hvalskrokkum á hvalstöðvunum. Frá varðskipinu varð maður sjónarvottur að því árið um kring, að útlendar þjóðir fisk- uðu meira og minna við strendur landsins á því svæði, er þeir sjálfir viðurkenndu, að innlendir menn einir hefðu rétt til að fiska. Þessir útlendu aðkomumenn not- uðu beztu hafnir landsins og firði til sóknar út á miðin við ströndina og til verkunar og um- hleðslu á aflanum. Það voru eink- um Norðmenn fyrir austan og norðan, en Frakkar við aðrar strendur landsins, er þetta gerðu. Þeir voru skatt- og tollfrjálsir að mestu. Landsmenn urðu að greiða skattana af því litla, sem þeir báru frá borði. Allt þetta fannst mér óréttlátt. Einokuninni var aflétt fyrir VlKINGUR nokkru, en landið lá rúið og opið fyrir öllum. — Ekkert fé, engin lög, ekkert vald út á við. Svona virtist mér það. Um aldamótin síðustu stóðu hvalveiðar Norðmanna við Is- land með mestum blóma. Þær byrjuðu eins og kunnugt er skömmu eftir 1880 og þeim lauk 1913 og stóðu þannig yfir í rúm 30 ár. Hvalveiðarnar, sem rekn- ar voru á litlum hraðskreiðum gufubátum með sprengiskutlum, mega óefað teljast hin mesta rányrkja, sem rekin hefur verið af útlendingum við landið, frá því sögur hófust — að undan- teknum kolaveiðum Englendinga — þar sem arðurinn féll að mestu óskorinn í hendur útlend- inga. Norðmenn drápu hvalina nær og fjær landi, þar sem þeim sýndist, og voru að því er virt- ist engum lögum háðir, hvorlci hvað snerti veiðisvæðið, eyðilegg- ingu ungviðsins eða annað, og landhelgisgæzlan hafði þar enga íhlutunar- eða eftirlitssemi. En hins vegar var ástæða til að ætla, að hinir voldugu hvalveiðamenn, einkum Ellevsen á Önundarfirði og Berg á Dýrafirði, sem ráku hina stærstu hvalaútgerð við fs- land í mörg ár, hafi haft það á tilfinningunni, að þeir féflettu íslendinga og sem útlendingar öðrum fremur nutu sérstakra hlunninda við landið. — Til þess að sýna lit á að endurgjalda það, sýndu þeir sveitarfélögum þeim, er þeir ráku atvinnu sína í, ó- venjulegan rausnarskap með því að taka á sínar herðar mestalla gjaldabyrði hreppsfélagsins — nokkur hundruð krónur á ári, og jafnframt með því að láta valdsmönnum og varðskipafor- ingjum í té dæmafáa gestrisni, er þá bar að garði. — En þrátt fyrir þetta duldist mönnum ekki — sem oft og mörgum sinnum var umræðuefni um borð í varð- skipunum, — að hvalveiðimenn- irnir tjölduðu aðeins til einnar nætur og notuðu Island sem fé- þúfu og því var spáð, að þegar ekki væri meira að fá, myndu Matthías Þórðarson, fyrrverandi skipstjóri og ritstjóri. þeir kippa tjaldhælunum upp aft- ur og hverfa á braut. Þetta varð líka sannmæli. Eftir því sem næst verður komizt hafa Norðmenn í þau 30 ár, er þeir ráku hvalveiðar við Island, veitt hér um hil 33.000 hvali og framleitt rúmlega 1.000.000 föt af lýsi auk annarra afurða. Til samanburðar má geta þess, að Hollendingar, sem um eitt skeið ráku mestu hvalveiðar í heimi, veiddu við Grænland og í Davisflóanum á tímabilinu frá 1720—1795 með 160 skipum að meðaltali á ári, samtals 33.000 hvali. Með öðrum orðum: Á 30 árum veiddu Norðmenn við strendur íslands og notuöu land- ið sem veiðiver, jafnmikinn afla og Hollendingar með stærsta hvalveiðiflota, er sögur fara af, hafði tekizt að sópa saman um heimshöfin á þremur aldarfjórð- ungum. Flest höfðu Norðmenn 8 hval- veiðistöðvar við Island. Mestan afla fengu þeir 1905, eða nærfellt 2.000 hvali, sem unnið var úr 66.000 föt af lýsi. Til upplýsingar skal þess getið, að Hollendingar á fyrr umræddu tímabili máttu ekki veiða hvali nær Grænlandi en 4 danskar mílur, og sömu takmörk voru í gildi á Islandi á þeim árum. En nú hafði Island í áratugi legið opið fyrir öllum þeim útlending- um, er óskuðu að notfæra sér gæði þess, sem þeir líka gerðu. 273
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.