Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Síða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Síða 14
hátt og önnur karfamið, sem við höfum tekið til að stunda fyrir alvöru. Eyðing fiskimiðanna er meira alvörumál fyrir okkur en nokkra aðra þjóð sem fiskveiðar stunda hér við land eins og ég hef áður sagt. Ég er ekki viss um að menn almennt geri sér ljósa grein fyrir því sem er að gerast úti á miðunum. Hún er af sú tíð, þegar við gerðum 4 saltfisktúra á tog- urunum í aprílmánuði og kom- umst upp í hátt á þriðja hundrað tonn svo dæmi sé nefnt 288 tonn af saltfiski á 8 dögum miðað við fisk upp úr skipi. Þá var fiskur á dekki allan túrinn frá því híft var upp í fyrsta sinn. Á þeim dögum var það all venjulegt að fylla dekk á næturnar og liggja í aðgerð á daginn og þá komst maður upp í að innbyrða sem svarar 70—80 tonum af salt- fiski á 12 tímum og liggja svo í aðgerð 24. Menn beri þetta svo saman við það sem er í dag og þá ætla ég að hugsandi mönnum verði Ijós þau missmíði sem á er orðin. Sumir menn vilja kenna togveiðum einum um að fiskur- inn hefur farið svo minnkandi sem raun er á. Þeir virðast líta svo á, að það muni ekki mikið um hann Manga. Samt er það svo að fleiri eru býsna stórtækir og sennilega ekki síður skaðleg- ir. Það er athugandi, að með þorskanetum er gripinn upp hér mjög mikill fiskur og að þeim er aðallega beitt gegn fiskinum um gottímann, en þau veiðarfæri hafa þann leiða galla að þau skila lélegri vöru, svona hálfgerðu trosi á stundum, í það minnsta hjá þeim sem hafa svo mörg net í sjó að þeir geta ekki hreinsað úr þeim daglega, þegar á sjó gefur. Það er mikill galli á einu veiðarfæri sem ekki skilar góðri vöru og það verður að viður- kenna að engin önnur okkar veiðarfæri skila jafn vondri vöru eða fara jafn illa með fisk og þorskanetin. Slagurinn um hin einstöku veiðarfæri og mismun- andi skaðsemi þeirra skiptir ekki mestu máli um rýrnun fiskimið- anna heldur heildarmagn þess fiskjar, sem tekinn er hvort það sem eftir verður fær viðhaldið stofninum. Við höfum sjálfir stöðugt verið að auka það magn sem við tökum og teljum okkur þurfa. Þörfin er ekki sú sama hjá öðrum þjóðum sem hingað sækja, því engin þeirra byggir tilveru sína til jafns við okkur á íslenzkum fiskimiðum, sem eðlilegt er, því að öllum þjóðum heims er það sameiginlegt að byggja brauðsöflun sína fyrst og fremst á þeim auðlindum móður náttúru sem nærtækastar eru og telja þær sínar. Við hljótum því að leggja áherzl'u á að miðin á íslenzka landgrunninu eru það forðabúr sem við verðum í fram- tíðinni að geta byggt á eins og hingað til. Við hljótum því að stinga fótum við fyrstir allra, þegar við sjáum hvert stefnir og sjáum að farið er að lækka í- skyggilega mikið í þeirri matar- skrínu. Það eru of margir sem teygja fingur sína eftir eða nið- ur í þá skrínu, og það verðum við að reyna að gera öðrum þjóð- um ljóst ef vel á að fara. Hér að framan hef ég bent á að veiði- tregðan sjálf hefur bægt frá á miðum íslands nokkrum þeim, sem hingað sóttu meðan fiskur var hér svo mikill að þeim þótti það borga sig að sækja hingað. Veiðitregðan sjálf getur samt ekki bjargað því sem bjarga þarf og því er það að við þurfum að fá takmarkaðan þann skipa- fjölda sem á miðin er settur ef núlifandi kynslóð ætlar sér ekki að éta allt upp fyrir þeim sem á eftir koma. Ég er hræddur um að það sé til meira en nóg af þeim hugsunarhætti sem lýsti sér í orðum enska skipstjórans to hell ivith Iceland, en af þeim má ráða fullkomið tillitsleysi um okkar hag eða hvort við lifum eða deyjum. Ekki mun af því veita fyrir fræðinga okkar og lögspekinga að viða að sér öllum gögnum sem að haldi mega koma og komast þeir þá ekki hjá að leggja áherzlu á áratuga reynslu okkar sjálfra og jafnframt að gæta þess að skýrslur geta verið beggja handjárn, eins og allir vita, sé ekki rétt á þeim haldið. Ótti minn við skýrslur sem sanna eiga eða draga af ályktun um fiskimagn í sjónum stafar af því að ég hef tvisvar spurt fræði- mann að því hvað hann meinti með ályktunum um togtíma og bæði skiptin fengið ógreið svör, eða þegar ég hef bent' á að ár- angur af togtíma sé mjög breyti- legur eins og ég hef nú þegar sýnt fram, þá hefur svarið verið að það sé tekið tillit til þess. Er hægt að byggjá alvarlegar niður- stöður á svona ótryggum grund- velli. Hvernig mega fræðimenn byggj a niðurstöður á slíkum rök- um. Áætlunum um mismun vinnubragða og tækni margra ára sem þeir ekki sjálfir hafa tekið þátt í, og þeir einir geta komizt að nokkrum nálægum niðurstöðum um, er vinna verkin sjálfir. Íslenzkir sjómenn við vinnu sína á liafi úti. 278 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.