Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Blaðsíða 31
A frívaktinni I stóru amerísku fangelsi kall- aði forstjórinn saman alla fang- ana og tilkynnti þeim hátíðlega þau gleðitíðindi að daginn eftir mundi fylkisstjórinn dveljast meðal þeirra. „Loksins", varð einum fang- anna að orði „Það var sannarlega kominn tími til að honum verði stungið inn hérna!" Amerísk húsmóðir hafði þvegið hár sitt og var með það í þurrk- unni um það leyti, sem fyrstu geimförunum var skotið til tunglsins. Allt í einu mundi hún eftir at- burðinum og kom þjótandi inní stofuna, þar sem fjölskyldan horfði á atburðinn í sjónvarpinu. Var hún með þurrkuhjálminn á höfðinu og annan útbúnað í hendinni. „Eru þeir lagðir af stað“, lu'óp- aði hún. Maður hennar leit á hana: „Já, þeir eru farnir, sagði hann ró- lega, en ég held að þeir hafi ekki vitað um að þú ætlaðir með“. Sigurður gamli skútuskipstjóri stóð á áttræðu. Blaðamanninum gekk illa að toga neitt út úr karl- inum, sem svaraði seint og dræmt. „Þú getur þó alltént sagt eitt- hvað um versta veðrið, sem þú hefir verið úti í“. „Ja, látum okkur sjá“, sagði sá gamli. „Það mun hafa verið árið, sem ég var nýgiftur og tó- bakslögurinn lenti framhjá dall- inum í stofunni heima". Frá f j ölskylduráðgj afanum: „En fyrst þið bæði hafið skift um kyn, er þá ekki allt í lagi?“ VlKINGUR GamU Grant. Það var fundur í stríðsráðinu í amerísku borgarastyrjöldinni, einn af ráðherrum Abrahams Lincolns bað um orðið: „Við fáum ítrekaðar kvartanir frá hinum hershöfðingjunum yfir því hvað Grant hershöfðingi drekki mikið. Hvað finnst forset- anum að við ættum að gera?“ Lincoln athugaði um stund stríðskortið, sem bar hemaðar- snilli Grants ótvírætt vitni, og sagði því næst: „Það bezta sem við getum gert er, að þér, hr. ráðherra sjáið svo um, að hverjum hinna hershöfð- ingjanna verði sendur viskí- kassi“.... „Eigum við ekki að telja pen- ingana, sem við náðum í dag?, spurði bankaræninginn félaga sinn. „Æ, ég nenni því ekki. Það er mikið auðveldara, að fá það stað- fest í blöðunum í fyrramálið". Skoti kom inn í verzlun og bað um hár í tannbursta. „Það er því miður ekki hægt, þér verðið að kaupa nýjan bursta. „Þá verð ég að spyrja stjórn- ina“, sagði Skotinn. „Hvaða stjórn?" „Kórstjórnina, auðvitað. Þetta er sameign okkar!“ En sá munur a8 vera hundur í Bretlandi. 295
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.